Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016 ég bjó. Ég fékk far með þessum unga manni og settist upp á mótor- hjólið hans og við keyrðum heim til mín. En þegar við komum heim þá fleygði ég brauðinu inn sem ég hafði meðferðis inn til fjölskyldunnar og hélt sjálf áfram með Ryszard á ballið.“ Jadwiga átti eftir að vera með Rysz- ard bifvélavirkja næstu árin, þau giftu sig og eignuðust tvo litla drengi þá, Artur og Rafal, en þegar Artur var 12 ára dó Ryszard með ónýtt bris sem var rakið til eiturefna í bílalakkinu sem hann vann með. Jadwiga stóð ein uppi með tvo unga drengi sem voru ennþá í grunnskóla. „Þetta var erfitt hjá mér, ég vann í ostahúsi við að skera og pakka ostum í nokkur ár og fór svo á sumrin í jarðarberjatínslu til Þýskalands. Þar gekk ég marga kílómetra með jarðarberjakörfuna eftir endilöngum akrinum. Ég var svo þreytt eftir daginn í fótunum að fæturnir gátu varla hjólað með mig í háttinn á kvöldin. En tekjurnar dugðu ekki til, þrátt fyrir aðstoð, en mamma hjálpaði mér með strákana og foreldr- ar mínir gáfu okkur mat.“ Afi var riddari á hesti Artur segist vera náttúruunnandi og eiga mjög góðar minningar úr sveitinni hjá móðurafa og ömmu sinni. „Afi var járnsmiður og bóndi og þegar ég var barn sagði hann mér sögur úr stríðinu. Afi var riddari og reið hesti í hernum og hann sagði mér einu sinni að hann hafi barist ásamt gyðingi og þeir skutu á Þjóðverja í sjálfsvörn og syntu yfir á og flúðu yfir til austursins. Afi sagði mér líka frá vinum sínum sem fóru yfir þýsku landamærin að nóttu til og stálu hjól- um sem þeir fluttu yfir og seldu í Pól- landi.“ „En þegar ég var fimm ára flutt- um við frá Piatnica til Lomza, sem er falleg borg í brekku við ánna Narew. Áin liggur fyrir norðan Varsjá, hún rennur frá ánni Visla og liggur eins og beint strik frá vestri austur til Hvíta- -Rússlands. Það er bærinn minn þar sem ég ólst upp ásamt bróður mín- um og gekk í grunnskóla og mennta- skóla.“ Aðspurður um líf í Lomza fyr- ir ungan dreng svarar Artur að það sé allt öðruvísi en hérna, „skólinn strangur og samskipti drengjanna miklu hráslagalegri en á Íslandi, ekki svona kurteisi eins og hérna, mikið slegist og tekist á. Strákarnir voru að prófa eiturlyf, sumir fóru illa út úr því, drengur í blokkinni á móti okk- ur í Lomza er alveg kexruglaður af neyslu.“ Arturi finnst margt í pólsku samfélagi vera eins og Ísland fyrir 10-20 árum og tekur sem dæmi mál- efni samkynhneigðra sem hann seg- ir vera frekar íhaldssöm. En hann er bjartsýnn á að samfélagið eigi eftir að þroskast og batna í rétt átt, það gerist bara hægt. Lomza í B-hluta Póllands Lomza er 60 þúsund manna borg í dag. Hún er í B-hluta Póllands, sem er hluti landsins fyrir austan ána Visla. Áin, sem rennur í gegnum höfuð- borgina Varsjá sem er í miðju landinu, skiptir Póllandi í A og B hluta. A-hlut- inn fyrir vestan ána með sín þýsku og austurrísku áhrif er ríkari af iðnaði og þar er örari uppbygging í dag. Land- flóttinn er aðallega frá B-hlutanum sem er Rússlandsmegin í austri. Sá hluti einkennist af dreifbýli og land- búnaði og hefur ekki náð sér á strik efnahagslega ennþá. Til Íslands koma flestir frá B-hlutanum, margir frá Kaszuby fyrir norðan Gdansk og einnig stór hluti frá Lomza sem var mikil gyðingaborg fyrir stríð. Árið 1931 voru íbúar þar 28 þúsund en fækkaði niður í 12 þúsund eftir stríð. Trúfrelsið sem hafði áður einkennt Pólland og gerði það að verkum að gyðingar, meðal annarra, settust þar að til þess að fá að lifa óáreittir með sína trú, endaði með mestu ósköp- um tuttugustu aldar og 3,2 milljónir gyðingar af þeim 3,5 í Póllandi voru þurrkaðar út. Þjóðverjar réðust á Lomza árið 1939 og seinna sama ár afhentu þeir Stalín borgina. Frændfólk í Bolungarvík Árið 2000 sá Jadwiga ekki fram á að geta framfleytt sér og strákunum lengur á pólskum launum sínum og þegar hún frétti af frændfólki sínu sem var þegar flutt til Bolungarvík- ur og vann í fiski hafði hún sam- band við það. Fjölskylda hennar í Bolungarvík, sem hvatti hana til að koma til Íslands, hafði komið með þeim sem kallast önnur bylgja inn- flytjenda frá Póllandi en það er straumurinn sem kom til þess að vinna í frystihúsunum rétt áður og um sama leyti og Jadwiga kom til landsins. Það var yfirleitt fjölskyldu- fólk sem settist að. Rúmlega 70% af Pólverjum sem komu til Íslands fyrir 2010 til vinnu komu hingað í gegn- um fjölskyldutengsl. Frændfólk Jad- wigu fyrir vestan vinnur fæst í fiski lengur. Frændi hennar rekur pólska matvörubúð á Ísafirði ásamt pólskri konu sinni og frænka hennar vinnur í leikskóla og giftist Íslendingi. Flutti á Tinda Þegar Jadwiga mætti á flugvöllinn í Varsjá hitti hún aðra Pólverja sem voru á leið til Íslands að vinna. Hún hóf hún störf hjá Matfugli og flutti stuttu síðar á Tinda þar sem pólskt samverkafólk hennar bjó fyrir. Á morgnana keyrðu tveir fólksbílar með fólkið frá Tindum til vinnu hjá Matfugli í Mosfellsbæ. „Ég vann við ýmislegt þarna, hreinsa innyflin úr fuglunum, reita fjaðrir, þrífa og það sem þurfti að gera.“ Í dag býr Jadwiga í Efra Breiðholtinu í eigin íbúð sem hún á skuldlaust. Hún hjólar til vinnu þegar hún tekur ekki strætó í Sundahöfn þar sem hún vinnur hjá fyrirtækinu, Í einum græn- um. Hún byrjar vinnudaginn klukkan 7 á morgnana og lýkur honum klukk- an 15. Hún vinnur í mötuneytinu sem hentar henni vel enda lærði hún matseld en það má segja um Jadwigu að hún er afbragðs kokkur. Á kvöldin þrífur hún tannlæknastofu í Kópa- voginum. Kom til Íslands í desember 2004 Artur og bróðir hans, Rafal, urðu eftir í íbúðinni í Lomza og kláruðu framhaldsskólann. Artur lærði tré- smíði og vann í tvö ár eftir skóla við þá iðn á meðan yngri bróðir hans kláraði menntaskóla. Snemma í des- ember árið 2004 kom Artur til Ís- lands þegar Jadwiga fékk vinnu fyrir hann hjá Matfugli. „Ég var nokkuð fær að grípa kjúklinga, hljóp á eftir þeim og greip svona tvo til þrjá í sitt hvora höndina. Þetta var nú frekar blóðug vinna. Í framhaldi af því fékk ég vinnu við mína iðngrein við smíði hjá fyrirtæki sem setti upp glerskála en missti þá vinnu 2008 þegar fyrir- tækið minnkaði við sig eftir hrun. Ég var atvinnulaus í 8 mánuði og nýtti tímann til þess að læra íslensku. Ég hef unnið í pítsufyrirtækjum síðan 2009, fyrst vann ég nokkra daga hjá Dominos en það var Lithái sem var yfirmaður þar og honum var eitthvað í nöp við mig og setti út á allt sem ég gerði, hann sagði mér upp áður en ég hafði náð tökum á pít- sugerðinni. Kannski var ég eitthvað óöruggur og hann var ekki að gefa neitt eftir heldur hreytti hann í mig ónotum. En stuttu eftir það fékk ég vinnu hjá Pizza Sbarro í Kópavogin- um þar sem ég hef unnið síðan. Ég er ekki eini Pólverjinn hjá því fyrir- tæki en nýlega voru ráðnir tveir aðrir, ungt fólk sem er nýkomið til Íslands en þau tala ekki íslensku og það hefur háð þeim. Unga stúlkan fékk einhver leiðindi yfir sig um daginn þegar hún gat ekki svarað einum kúnnanum. Kúnninn varð hin fúlasti og spurði hvort maður ætti að tala ensku eða ís- lensku á Íslandi? Og rauk síðan á dyr.“ Dreymir um eigið fyrirtæki Artur og Marta kynntust í brúðkaupi bróður Arturs en Marta er vinkona mágkonu Arturs. Stuttu síðar flutti Marta til Íslands og hefur þegar ver- ið hjá honum í fjögur ár. Marta er frá Varsjá, hún er einkabarn foreldra sinna, en hún missti pabba sinn fyrir einu ári. Pabbi Mörtu, Jan Kaja var velmetinn hagfræðingur í Póllandi og frægur fyrir að hafa þróað „lýsandi“ aðferð í hagfræði. Hann hafði sank- að að sér upplýsingum aftur til stofn- unar alþingis á Íslandi sem hann ætlaði að nota til þess að greina efna- hagsbreytur í íslensku efnahagslífi. Því miður dó hann frá því verkefni. Marta er ný hætt að vinna hjá Amer- ican Style þar sem hún var vaktstjóri. Hana dreymir um að opna sitt eig- ið fyrirtæki. Hún er þessa dagana að setja upp viðskiptaáætlun fyrir mat- sölustað. „Í eldhúsinu hjá American Style varð mér ljóst að ég hef áhuga á matargerð og það er það sem ég vil vinna við,“ segir Marta sem lærði markaðs- og auglýsingafræði í Varsjá. Marta er alls ekki sammála Arturi um það að konur séu eitthvað sjálfstæðari á Íslandi en í Póllandi. „Konur fá lægri laun en karlar hérna á Íslandi, alveg eins og í Póllandi, segir hún.“ Matarkistan Heiðmörk Þegar talið berst að samanburðinum á Íslandi og Póllandi þá er það helst að fá ávexti sem vaxa undir berum himni sem þau sakna frá heima- landinu. Þau safna sér líka fyrir hlut- um áður en þau kaupa og forðast að taka lán það er ekki mjög íslenskt. Þau telja það víst að Pólverjar eldi miklu meira heima en Íslendingar. Íslendingar fari meira út og kaupi til- búinn mat. „Það er kannski af því að það er ódýrara, segir Artur, að elda heima, en við eldum allt frá grunni og maturinn er líka betri þannig.“ Jadwiga kemur með fulla skál af hundasúrum sem hún tíndi um morguninn en þær notar hún í pólsku Sorrel súpuna. Jadwiga og Marta eru mjög hissa á Íslendingum hvað þeir nota lítið það sem vex í kringum okkur. Þær bera fram krukkur með hundasúrum í ediklegi, heimagerðar kjötbollur í ediklegi og þrjár tegund- ir af sveppum úr Heiðmörk í ediklegi Hún klippir furunálatoppa og leggur í sykur- lög, en sírópið af því þykir allra meina bót og er tekið inn við öllum kvillum. „Í eldhúsinu hjá American Style varð mér ljóst að ég hef áhuga á matargerð og það er það sem ég vil vinna við.“ krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma@krumma.is PICK&MIX Þú velur sjálf/ur hvaða liti þú vilt í þinn poka 50% afsláttur af PLUSPLUS PICK&MIX barnum á laugardögum PLUSPLUS kubbana fáið þið í verslun við Gylfaflöt Soltysiak fjölskyldan í Efra-Breiðholtinu eldar allt frá grunni. Þeim finnst Íslendingar ekki nýta það sem náttúran býður, eins og hundasúrur sem eru dýrindismatur og uppistaðan í pólsku Sorrel súpunni. Furunálagreinar í sykurlegi er pólskt húsráð við flensu. og nýlagaða rabarbarasaft. Á haustin tína þær bláber í Heiðmörk og búa til sultu. Í matarkistunni í Heiðmörk tína þær líka skessujurt í súpur og klippa furunálatoppa sem lagðir eru í sykur- lög, en sírópið af því þykir allra meina bót og er tekið inn við öllum kvillum. Þegar ég kveð þessa pólsku fjölskyldu á laugardagseftirmiðdegi er ég leyst út með krukku af sveppum í ediklegi, heimagerðum karamellum og rabar- barakökusneið pakkaðri í álpappír og mér leið eins og ég væri fær í flestan sjó. Ég held ekki að ég hafi verið leyst út með matargjöfum af þessu tagi síðan fyrir þrjátíu árum hjá ömmu minni, henni Ollu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.