Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 59
…sumarhátíðir7 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016
Írskir dagar
verða haldnir
í sautjánda
sinn í ár
Rauðhærðasti
Íslendingurinn
vinnur ferð
fyrir tvo til
Dublin
Unnið í samstarfi við
Akraneskaupstað
Sérstaklega vel er tek-ið á móti rauðhærðum á írskum dögum þar sem keppnin Rauðhærðasti
Íslendingurinn fer fram. Þar skrá
rauðhærðir sig til leiks og sérvalin
dómnefnd sker úr um rauðasta
hárið og írskasta útlitið,“ seg-
ir Hallgrímur Ólafsson, verk-
efnastjóri írskra daga. Til mikils
er að vinna því sú eða sá sem
hlýtur titilinn Rauðhærðasti Ís-
lendingurinn fær í verðlaun ferð
til tvo til Dublinar í boði Gaman
Ferða. Skilyrði til þáttöku er nátt-
úrulegt rautt hár. Einnig er keppt
um titilinn Efnilegasti rauðhærði,
það er sá sem þykir líklegastur til
vinsælda.
Írskir dagar verða haldnir í 17.
sinn á Akranesi dagana 30. júní
til 3. júlí. Hátíðin hefur fest sig í
sessi sem ein vinsælasta fjöl-
skylduhátíð sumarsins enda er
flott barnadagskrá í boði og mikil
fjölskyldustemning. Ástæðan
fyrir því að á Akranesi eru haldnir
Írskir dagar er sú að það voru Írar
sem námu land á Skaganum upp
úr 880. Þar á ferð voru tve-
ir bræður, Bresasynir
bornir og uppkomnir
á Írlandi, ásamt upp-
komnum börnum
sínum og fleira fólki.
Tónlist leik-
ur stórt hlutverk
á Írskum dögum Á
fimmtudagskvöldinu
verða tónleikarnir Litla
lopapeysan þar sem ungt
hæfileikafólk á Akranesi kemur
fram með stórhljómsveit. „Valdir
eru þeir sem þykja skara fram
úr í tónlistarlífinu á Akranesi til
að koma fram,“ segir Hallgrímur.
Írskum uppruna
fagnað með stæl
Stórhátíðin Írskir dagar er að margra mati ein besta fjölskylduhátíð sumarsins og er haldin í 17. sinn dagana
30. júní til 3. júlí. Leitað verður að rauðhærðasta Íslendingnum, keppt um írskasta húsið og fjöldi tónleika
verður á boðstólum, bæði Lopapeysan og Litla lopapeysan og brekkusöngurinn verður á sínum stað.
Götugrill, tívolí og markaður verða einnig í boði, eitthvað við allra hæfi.
Tónleikarnir eru í boði Norður-
áls. Risatónleikar verða á föstu-
dagskvöldinu í boði Egils
Appelsín með Björgvin
Halldórssyni, Valdi-
mar Guðmundssyni,
Sturlu Atlas og
Stefaníu Svavars-
dóttur ásamt stór-
sveit sem eingöngu
er skipuð Skaga-
mönnum. „Á Akra-
nesi hefur verið ríkt
og öflugt tónlistarstarf
í mörg ár og mikilvægt að
versla í heimabyggð þegar kemur
að því svo það fái að lifa áfram,“
segir Hallgrímur, aðspurður um
tónlistarhæfileika Skagamanna.
Stærsta sveitaball ársins,
risatónleikarnir Lopapeysan,
verður á sínum stað á laugardags-
kvöldinu á hafnarsvæðinu. Í ár
eru það Agent Fresco, Friðrik Dór,
Emmsé Gauti, Páll Óskar, Stefán
Hilmarsson og fleiri sem koma
fram. Þar er aldurstak-
mark 18 ára.
Ingó Veðurguð
leiðir brekkusöng á
laugardagskvöldinu
en það ’71 árgangur-
inn sem sér um að
skipuleggja þann
viðburð. „Alltaf
gríðarleg stemning þar
og allir koma með börnin
sín í brekkusönginn,“ segir
Hallgrímur.
Til viðbótar verður tívolígarð-
ur og stór markaður í íþróttahús-
inu. Bæjarbúar eru hvattir til að
skreyta hús sín í írsku fánalitun-
um og er ferð til Dublin í verðlaun
fyrir „írskasta húsið“. Götugrill
verða haldin og þar er oft mikil
samkeppni milli hverfa, til dæmis
er búið að byggja heilt hús undir
grill hérna í einni götunni,“ segir
Hallgrímur. „Þetta er gríðarlega
skemmtileg helgi og mikil stemn-
ing í bænum. Þetta er frábær
helgi til að koma saman og gleðj-
ast og mjög vinsælt meðal brott-
fluttra Skagamanna, enda miklir
endurfundir.“
Á sunnudeginum lýkur hátíð-
inni í Garðalundi hjá Skógrækt
Akraness þar sem öllum er boðið
á leiksýningu hjá Leikhópnum
Lottu. „Allir koma með eitthvað á
grillið og slútta helginni með því
að eiga góða stund saman.“
Ókeypis er á alla viðburði
hátíðarinnar, að Lopapeysunni
undanskilinni, en miðar eru seldir
á tónleikana og er aldurstakmark
18 ára.
Rauðir lokkar Keppnin um Rauðhærðasta Íslendinginn er einn af hápunktum hátíðarinnar Írskir dagar.