Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 24.06.2016, Qupperneq 59

Fréttatíminn - 24.06.2016, Qupperneq 59
…sumarhátíðir7 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016 Írskir dagar verða haldnir í sautjánda sinn í ár Rauðhærðasti Íslendingurinn vinnur ferð fyrir tvo til Dublin Unnið í samstarfi við Akraneskaupstað Sérstaklega vel er tek-ið á móti rauðhærðum á írskum dögum þar sem keppnin Rauðhærðasti Íslendingurinn fer fram. Þar skrá rauðhærðir sig til leiks og sérvalin dómnefnd sker úr um rauðasta hárið og írskasta útlitið,“ seg- ir Hallgrímur Ólafsson, verk- efnastjóri írskra daga. Til mikils er að vinna því sú eða sá sem hlýtur titilinn Rauðhærðasti Ís- lendingurinn fær í verðlaun ferð til tvo til Dublinar í boði Gaman Ferða. Skilyrði til þáttöku er nátt- úrulegt rautt hár. Einnig er keppt um titilinn Efnilegasti rauðhærði, það er sá sem þykir líklegastur til vinsælda. Írskir dagar verða haldnir í 17. sinn á Akranesi dagana 30. júní til 3. júlí. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem ein vinsælasta fjöl- skylduhátíð sumarsins enda er flott barnadagskrá í boði og mikil fjölskyldustemning. Ástæðan fyrir því að á Akranesi eru haldnir Írskir dagar er sú að það voru Írar sem námu land á Skaganum upp úr 880. Þar á ferð voru tve- ir bræður, Bresasynir bornir og uppkomnir á Írlandi, ásamt upp- komnum börnum sínum og fleira fólki. Tónlist leik- ur stórt hlutverk á Írskum dögum Á fimmtudagskvöldinu verða tónleikarnir Litla lopapeysan þar sem ungt hæfileikafólk á Akranesi kemur fram með stórhljómsveit. „Valdir eru þeir sem þykja skara fram úr í tónlistarlífinu á Akranesi til að koma fram,“ segir Hallgrímur. Írskum uppruna fagnað með stæl Stórhátíðin Írskir dagar er að margra mati ein besta fjölskylduhátíð sumarsins og er haldin í 17. sinn dagana 30. júní til 3. júlí. Leitað verður að rauðhærðasta Íslendingnum, keppt um írskasta húsið og fjöldi tónleika verður á boðstólum, bæði Lopapeysan og Litla lopapeysan og brekkusöngurinn verður á sínum stað. Götugrill, tívolí og markaður verða einnig í boði, eitthvað við allra hæfi. Tónleikarnir eru í boði Norður- áls. Risatónleikar verða á föstu- dagskvöldinu í boði Egils Appelsín með Björgvin Halldórssyni, Valdi- mar Guðmundssyni, Sturlu Atlas og Stefaníu Svavars- dóttur ásamt stór- sveit sem eingöngu er skipuð Skaga- mönnum. „Á Akra- nesi hefur verið ríkt og öflugt tónlistarstarf í mörg ár og mikilvægt að versla í heimabyggð þegar kemur að því svo það fái að lifa áfram,“ segir Hallgrímur, aðspurður um tónlistarhæfileika Skagamanna. Stærsta sveitaball ársins, risatónleikarnir Lopapeysan, verður á sínum stað á laugardags- kvöldinu á hafnarsvæðinu. Í ár eru það Agent Fresco, Friðrik Dór, Emmsé Gauti, Páll Óskar, Stefán Hilmarsson og fleiri sem koma fram. Þar er aldurstak- mark 18 ára. Ingó Veðurguð leiðir brekkusöng á laugardagskvöldinu en það ’71 árgangur- inn sem sér um að skipuleggja þann viðburð. „Alltaf gríðarleg stemning þar og allir koma með börnin sín í brekkusönginn,“ segir Hallgrímur. Til viðbótar verður tívolígarð- ur og stór markaður í íþróttahús- inu. Bæjarbúar eru hvattir til að skreyta hús sín í írsku fánalitun- um og er ferð til Dublin í verðlaun fyrir „írskasta húsið“. Götugrill verða haldin og þar er oft mikil samkeppni milli hverfa, til dæmis er búið að byggja heilt hús undir grill hérna í einni götunni,“ segir Hallgrímur. „Þetta er gríðarlega skemmtileg helgi og mikil stemn- ing í bænum. Þetta er frábær helgi til að koma saman og gleðj- ast og mjög vinsælt meðal brott- fluttra Skagamanna, enda miklir endurfundir.“ Á sunnudeginum lýkur hátíð- inni í Garðalundi hjá Skógrækt Akraness þar sem öllum er boðið á leiksýningu hjá Leikhópnum Lottu. „Allir koma með eitthvað á grillið og slútta helginni með því að eiga góða stund saman.“ Ókeypis er á alla viðburði hátíðarinnar, að Lopapeysunni undanskilinni, en miðar eru seldir á tónleikana og er aldurstakmark 18 ára. Rauðir lokkar Keppnin um Rauðhærðasta Íslendinginn er einn af hápunktum hátíðarinnar Írskir dagar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.