Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016
Siemens kæliskápar á sumartilboði.
Gildir til 24. júní eða meðan birgðir endast.
Kæliskápur
KG 36VUW20
Hvítur, 186 sm. Útdraganleg „crisper-
Box“- skúffa sem tryggir lengur
ferskleika grænmetis og ávaxta.
LED-lýsing. „lowFrost“-tækni:
Lítil klakamyndun. Stór „bigBox“-
frystiskúffa. Hraðfrysting.
H x b x d: 186 x 60 x 65 sm.
Tilboðsverð:
Fullt verð: 94.700 kr.
74.900 kr.
Kæliskápur stál 186 sm
KG 36VVI32
Stál, 186 sm. Orkuflokkur A+.
Útdraganleg „crisperBox“-skúffa sem
tryggir lengur ferskleika grænmetis
og ávaxta. LED-lýsing. „lowFrost”-
tækni: Mjög lítil klakamyndun og
affrysting auðveld. Stór „bigBox“-
frystiskúffa. Hraðfrysting.
H x b x d: 186 x 60 x 65 sm.
Tilboðsverð:
Fullt verð: 133.900 kr.
104.900 kr.
Sakamál „Það vita það allir
sem vilja að þetta er tómt
bull,“ segir Þórður Jóhann
Eyþórsson, en hann var
handtekinn ásamt Sigurði
Stefáni Almarssyni, þekkt-
astur sem Malagafanginn, í
síðustu viku vegna gruns um
aðild að hvarfi Guðmundar
Einarssonar. Rúm 40 ár eru
liðin frá hvarfi Guðmundar
og Geirfinns en endurupp-
tökunefnd rannsakar nú
málið á ný eftir að Ögmund-
ur Jónasson, þáverandi inn-
anríkisráðherra, kom á fót
rannsóknarnefnd um málið.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Þórður Jóhann, eða Doddi eins og
hann er jafnan kallaður, hefur hlot-
ið þyngsta refsidóm sem hefur fallið
í hæstarétti, þegar hann var dæmd-
ur í 20 ára fangelsi fyrir manndráp
árið 1993, aðeins tíu árum eftir að
hann varð öðrum manni að bana.
Doddi slapp út úr fangelsi árið
2006 og segist hafa haldið sér á
beinu brautinni síðan. Hann upp-
lifir handtökuna sem aðför að sér
og sinni framtíð, enda skyndilega
flæktur inni í alræmdasta sakamál
Íslandssögunnar.
Dularfullt hvarf Guðmundar
En byrjum á einkennilegu hvarfi
Guðmundar Einarssonar. Í sem
stystu máli var Guðmundur á
dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnar-
firði í janúar árið 1974. Hann varð
viðskila við félaga sína sem fóru til
Reykjavíkur. Síðar um nóttina segj-
ast tvö vitni hafa séð til Guðmundar
ásamt Kristjáni Viðari Viðarssyni,
sem síðar átti eftir að verða dæmd-
ur fyrir morðið á Guðmundi sem
og Geirfinni. Þeir félagar eiga að
hafa verið að reyna að stöðva bíla
sem áttu leið hjá í því skyni að fá
far aftur heim til Reykjavíkur. Þegar
þeim tókst ekki að fá far gengu þeir
heim til Sævars Cielsielski og Erlu
Bolladóttur sem áttu heima á Ham-
arsbraut í Hafnarfirði. Þar fyrir var
Tryggvi Rúnar Leifsson. Eftir því
sem greinir í dómi hæstaréttar urðu
átök á milli Guðmundar og Sævars,
Kristjáns Viðars og Tryggva Rúnars
vegna ósættis um áfengiskaup, en
Guðmundur færðist undan því að
leggja fram fé til slíkra viðskipta.
Lést hann í átökunum, að því er
greinir frá í dómi hæstaréttar. Al-
bert mun svo hafa aðstoðað hina
þrjár við að flytja líkið út í Hafnar-
fjarðarhraun, þar sem það var lagt
í gjótu, en fært þaðan aftur á ann-
an stað nokkru síðar. Líkamsleifar
Guðmundar hafa aldrei fundist,
eins og kunnugt er.
Tryggvi, Sævar og Kristján voru
allir dæmdir fyrir morðið á Guð-
mundi. Allir drógu þeir vitnisburð
sinn til baka strax árið 1977 og hafa
sakað lögreglu og fangaverði um að
hafa þvingað játningarnar fram.
Nokkur orð um Malagafangann
Sigurður Stefán Almarsson er fædd-
ur árið 1956 og er því sextugur í
ár. Hann fékk nafngiftina Malaga-
fanginn á níunda áratugnum þegar
hann var handtekinn á Malaga á
Spáni fyrir innbrot í íslenskt sum-
arhús. Fékk hann að dúsa í tæpt ár
í fangelsi í landinu en DV fjallaði
Þórður Jóhann hafnar alfarið
að tengjast hvarfi Guðmundar
Þórður Jóhann Eyþórsson hefur afplánað tvo refsidóma fyrir morð. Nú hefur hann verið
bendlaður við alræmdasta sakamál seinni tíma en hann segir handtökuna aðför að framtíð sinni.
Guðmundur Einars-
son hvarf í Hafnarf-
irði í lok janúar árið
1974. Lik hans hefur
aldrei fundist.
Þórður Jóhann Eyþórsson,
eða Doddi Double eins og
hann hefur stundum verið
kallaður, var sakfelldur fyr-
ir tvö morð áður en hann
varð fertugur.