Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016
alla föstudaga
og laugardaga
Sjónvarp Fram undan
er þaulseta fyrir framan
sjónvarpið um helgina fyrir
þá sem hafa bæði áhuga á
pólitík og fótbolta. Fyrir
utan venjulega fréttatíma
bjóða sjónvarpsstöðvarnar
upp á sextán klukkutíma
af beinum útsendingum
frá leikjum frá laugardegi
til mánudagskvölds og 12
klukkutíma af kappræðum
og kosningasjónvarpi.
Samtals eru þetta 28 klukkustundir
á rétt rúmlega þremur sólarhring-
um; frá kvöldinu í kvöld þegar
kappræður hefjast í Ríkissjónvarp-
inu og þar til f lautað verður til
leiksloka í leik Íslands og Englands
í Nice á mánudagskvöldið.
Ef við gerum ráð fyrir að tve-
ir leikir fari í framlengingu og að
áhugasamir horfi í korter á EM-
-stofuna og líka á kvöldfréttatíma
sjónvarpsstöðvanna þá má reikna
með að hinir áhugasömustu muni
sitja fyrir framan sjónvarpið í um
33 klukkustundir, frá 18.30 í kvöld
og fram undir klukkan 21 á mánu-
daginn.
Ef við drögum frá 8 tíma svefn á
hverri nóttu þá munu tveir þriðju
hlutar vökutímans fara í áhorf á fót-
bolta og forsetakosningar.
Viðskipti Framleiðslufyrir-
tækið Zik Zak er farið í þrot.
Kvikmyndaframleiðslufyrirtæk-
ið Zik Zak hefur verið úrskurðað
gjaldþrota, samkvæmt tilkynningu
í Lögbirtingablaðinu sem birt var í
gær. Fyrirtækið hefur verið starf-
andi í sextán ár og framleitt á ann-
an tug kvikmynda. Fyrsta mynd
fyrirtækisins var myndin Fíaskó
sem var jafnframt fyrsta kvikmynd
Ragnars Bragasonar leikstjóra sem
er hugsanlega þekktastur fyrir
Vaktarseríurnar svokölluðu. Zik
Zak framleiddi einnig kvikmynd-
ir Dags Kára, meðal annars Nóa
Albínóa og The Good Heart. Stutt-
myndin, Síðasti bærinn í dalnum,
var einnig framleidd af fyrirtæk-
inu, en myndin var tilnefnd til Ósk-
arsverðlauna.
Helstu aðstandendur fyrirtækis-
ins eru þeir Þórir S. Sigurjónsson
og Skúli Malmquist. Ekki náðist í þá
við vinnslu fréttarinnar. -vg
Zik Zak leggur upp laupana
Sjónvarpshelgin mikla
28 klukkustundir af
kosningum og fótbolta
Sjónvarpsdagskrá hinna áhugasömustu
Föstudagur
18.30 Kvöldfréttir Stöðvar 2
19.00 Kvöldfréttatími Ríkissjónvarpsins
19.55 Kappræður forsetaframbjóðenda
Laugardagur
13.00 Sviss – Portúgal
16.00 Wales – Norður Írland
18.30 Kvöldfréttir Stöðvar 2
19.00 Króatía – Portúgal
19.00 Kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins
19.10 Kosningasjónvarp Stöðvar 2
22.00 Kosningavaka Ríkissjónvarpsins
Sunnudagur
12.00 Aukafréttatími Stöðvar 2
12.00 Aukafréttatími Ríkissjónvarpsins
13.00 Frakkland – Írland
16.00 Þýskaland – Slóvakía
18.30 Kvöldfréttir Stöðvar 2
19.00 Ungverjaland – Belgía
19.00 Kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins
Mánudagur
16.00 Ítalía – Spánn
18.00 Kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins
18.30 Kvöldfréttir Stöðvar 2
19.00 Ísland – England
Þórir S. Sigurjónsson
var annar eigenda
fyrirtækisins, en
hann starfar enn
við framleiðslu kvik-
mynda erlendis.
„Hoppaði í loftið
og gólaði af gleði“
Myndlist Egill Sæbjörns-
son fer fyrir hönd Íslands á
Feneyjatvíæringinn á næsta
ári. Verkið mun hann vinna í
samvinnu við tröll sem hann
kynntist fyrir hálfu ári.
„Ég hoppaði upp í loftið og gólaði
af gleði og dansaði um herbergið,“
segir Egill Sæbjörnsson aðspurður
um viðbrögð sín þegar í ljós kom að
hann færi fyrir hönd Íslands á Fen-
eyjatvíæringinn. „Við sem komum
að lokum til greina vorum búin að
bíða í tvær vikur eftir niðurstöðum
svo við vorum orðin mjög spennt.
Það var búið að kynda mann svo
lengi. En þetta er bara rosalegt.“
Aðspurður um verkið segir Eg-
ill það verða spes því að því komi
tröll sem hann kynntist fyrir hálfu
ári. „Tröllin vita ekkert mjög mik-
ið um mannlegt samfélag en það
eru samt þau sem eru að fara til
Feneyja. Þau hafa verið að fylgjast
með mér gera myndlist og prófa
að gera eins og það hefur verið
mjög gaman. Þau eru mjög stór og
skapmikil og með miklar langan-
ir og vildu endilega gera sýningu
með mér enda eru þau rosalegar
frekjur. Ég gafst bara upp og leyfði
þeim að vera með í þessu líka, ég
mun hjálpa þeim og halda utan um
þetta.“
Og hvernig leið þeim að heyra að
þið væruð á leið til Feneyja?
„Þau voru rosalega glöð. En þau
eru líka svo gráðug í að komast
og gera þetta, það er eiginlega
hrikalegt. En þetta verður rosalega
skemmtilegt, það sem skemmtileg-
asta sem ég hef komist í.“ | hh
Dómsmál Lögmaðurinn
Helga Vala Helgadóttir segir
of mörg mál látin niður falla
og slíkt sé beinlínis vand-
ræðalegt þegar kemur að
kynferðisbrotum.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
„Lögmenn eiga að láta reyna meira
á þetta í einkamálum,“ segir lög-
maðurinn Helga Vala Helgadóttir
varðandi það að fara í einkamál í
kjölfar árásarmála sem hafa verið
látin niður falla hjá lögreglu eða
saksóknara. Slík mál eru í bígerð
hjá lögmannsstofu Helgu Völu,
en að sögn Helgu er það réttlætis-
kenndin sem drífur fólk áfram til
þess að sækja slík einkamál.
Eftir því sem Fréttatíminn kemst
næst eru 11 ár liðin síðan einkamál
var höfðað á svipuðum forsendum,
en þá höfðaði kona einkamál gegn
þremur mönnum sem áttu að hafa
nauðgað henni. Í fyrstu kærði hún
málið til lögreglu, en það var að
lokum látið niður falla hjá ríkissak-
sóknara þar sem það þótti ekki lík-
legt til sakfellingar.
„Það eru alveg ofboðslega mörg
mál látin niður falla,“ segir Helga
Vala og bætir við að það sé mjög
hátt hlutfall þegar kemur að kyn-
ferðisbrotum. „Það er vandræða-
legt hvað það fara fá mál áfram í
þeim málaflokki og ég vil meina að
þegar dómarar fá ekki nauðsynlega
reynslu til þess að skoða afleiðingar
og viðbrögð brotaþola, eða hegðun
hinna kærðu í kjölfar brota, þá sé
ekki að finna nægilega mikla breidd
í málunum sem fara fyrir dóminn,“
segir Helga Vala.
Hún telur að ákæruvaldið, hér-
aðssaksóknari og ríkissaksóknari,
séu allt of ragir við að láta á reyna
að gefa út ákærur í brotaflokknum,
og það komi í raun niður á réttar-
kerfinu. Þannig sé sakfellingarhlut-
fall í ofbeldismálum sem fara fyrir
dóm afar hátt, en það segir þó að-
eins hálfa söguna, enda aðeins lít-
ill hluti allra kærðra ofbeldisbrota
sem ná svo langt sem inn í dómsali
landsins.
Það var síðast árið 2005 sem
kona sigraði í hæstarétti þar sem
hún fór í mál við þrjá karlmenn sem
áttu að hafa nauðgað henni í sumar-
bústað. Kærurnar voru látnar niður
falla þar sem málið þótti ekki líklegt
til sakfellingar. Konan sigraði hins-
vegar í einkamálinu, bæði í héraði
og hæstarétti. Var mönnunum gert
skylt að greiða henni rúma milljón
í skaðabætur.
Helga Vala segir að sönnunarkraf-
an í einkamálum sé minni en í saka-
málum en bótakrafan í slíkum mál-
um er sambærileg og í sakamálum
– og hleypur oft á milljónum.
Aðspurð hvað drífi brotaþola
áfram til þess að fara í einkamál,
svarar Helga Vala: „Tilgangurinn er
alltaf sá að fá einhverskonar rétt-
læti.“
Hún segir ennfremur að það sé
ekki útilokað að farið verði í einka-
mál vegna eltihrellamála en, eins
og Fréttatíminn hefur fjallað um,
þá eru slík mál oft afar þung í vöfum
þegar kemur að því að ákæra í þeim
og oftar en ekki látin niður falla.
Lögmaður vill láta reyna meira á einkamál þegar réttarkerfið bregst
Undirbýr einkamál
vegna kynferðisbrots
Helga Vala Helgadóttir vill láta reyna meira á
einkamál þegar réttarkerfið bregst
Mynd | Hari
Það eru alveg ofboðslega
mörg mál látin niður falla.
Egill Sæbjörnsson
og frek tröll munu
fara á Feneyjatvíær-
inginn á næsta ári.
„Perkele! Útlendingastofnun neitar
mér um ríkisborgararétt, í bili a.m.k.!
Og ég fæ ekki að kjósa á laugardag.
Þetta segir Lena Nyberg, finnsk kona,
sem hefur verið búsett á Íslandi í 30 ár.
„Vegna þess að ég fór í skiptinám til
Finnlands í 6 mánuði fyrir tveim árum
telst ég ekki hafa búið hér nógu lengi
til að fullnægja skilyrðum um ríkis-
borgararétt,“ segir hún á Facebook-
síðu sinni.
Lena segir að lögfræðingar
Útlendingastofnunar telji að lögheim-
ili og aðsetur sé það sama. „Ég borg-
aði hér þó bæði skatta og útsvar þessa
mánuði sem ég var úti en það virðist
ekki skipta máli,“ segir Lena sem benti
sjálf á það í umsókninni að hún hefði
farið í skiptinám með þessum afleiðing-
um. | þká
Útlendingastofnun
Neitað um ríkisborgararétt
eftir 30 ára búsetu
Lena Nyberg segir að lögfræðingar Útlendingastofn-
unar telji að lögheimili og aðsetur sé það sama.