Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is ára ábyrgð5 Reynsluaktu nýjum Audi A4 Öflugri, sparneytnari og snjallari: Nýr Audi A4 sameinar tækni og fagurfræði með einstökum hætti. Nýstárlegt Audi Virtual mælaborð með 12,3 tommu háskerpu LCD skjá og Bang & Olufsen hljómkerfi (valbúnaður) með þrívíðu hljóði gefa innanrýminu áhrifamikið yfirbragð. Komdu og reynsluaktu nýjum Audi A4 sem er margverðlaunaður um allan heim. ítarlega um vistina á sínum tíma, enda einsdæmi á þeim tíma að Ís- lendingur afplánaði í fangelsi svo fjarri heimahögunum. Úr varð að Stefán hlaut samúð þjóðarinnar og hóf DV söfnun fyrir Stefán árið 1985. Upphæðin sem safnaðist fyrir hann er á reiki, en mun hafa verið á bilinu 60 til 100 þúsund krónur. Til gamans má geta uppreiknuð nemur upphæðin um 500 til 800 þúsund krónum á verðlagi dagsins í dag. Stefán var þó enginn nýgræðing- ur þegar kom að því að sitja í fang- elsi. Hann hafði margsinnis setið inni á Litla-Hrauni og ræddi Frétta- tíminn meðal annars við samferð- armenn Stefáns sem afplánuðu með honum hér á landi skömmu áður en hann fór til Spánar. „Honum var aldrei treystandi, það var helst það,“ sagði einn fangi sem mundi vel eftir Stefáni. Hann sagði Stefán ekki hafa verið mjög hátt skrifaðan á meðal glæpamanna á Litla-Hrauni. Stefáni er lýst sem myndarlegum manni á yngri árum, hann var hverfull og mikill fíkill. Æskuvinir hans voru meðal annars Bubbi Morthens tónlistarmaður og svo Þórður Jóhann, sem síðar átti eftir að verða dæmdur fyrir tvö morð. Þegar Fréttatíminn hafði sam- band við Bubba sagðist hann ekki vilja tjá sig um þá félaga. Hann sagði þó í lok skeytisins sem hann sendi blaðamanni: „Báðir eru góðir drengir í kjarna sínum.“ Æskuvinir úr Vogunum Þórður Jóhann Eyþórsson er ári yngri en Malagafanginn en þeir ólust upp í Vogunum þegar hverf- ið markaðist af gríðarlega hraðri uppbyggingu og ungu fjölskyldu- fólki. Börnin og unglingarnir háðu hatramma götubardaga sem Doddi og Stefán tóku þátt í, auk þess sem börnin léku sér í Grafarvoginum og sigldu á öllu sem hægt var að sigla á. Allt frá flekum yfir í bílhræ. „Við vorum bara æskufélagar, lékum okkur saman á skellinöðrum og svona,“ segir Doddi í viðtali við Fréttatímann þegar hann rifjar upp æskuárin. Strax á unglingsaldri fór slæmt orð af Stefáni og sagði einn viðmælandi Fréttatímans að hann væri enn hræddur við Stefán, kom- inn á miðjan aldur, enda alræmdur strax á unglingsaldri. Doddi aftur á móti virtist annars- konar maður. Á meðan Stefán braust ítrekað inn og fjármagnaði vímuefnaneyslu sína naut Doddi mikillar kvenhylli á yngri árum en átti á sama tíma í erfiðri baráttu við Bakkus. „Við hættum að hanga saman upp úr 16 ára aldri, svona eins og gerist oft með æskufélagana,“ út- skýrir Doddi sem fór þá þegar að huga að alvöru lífsins á meðan Stef- án hélt áfram á braut smáglæpa. Í fróðlegri grein dagblaðsins Eintaks frá árinu 1994 – sem rithöfundur- inn Gerður Kristný skrifaði – kem- ur fram að Doddi hafi verið farinn að búa með konu átján ára gamall og eignuðust þau sitt fyrsta barn, stúlku, skömmu síðar. Barnsmóðir hans sagði í viðtali við Gerði Kristnýju á þessum tíma, þegar hún lýsti Dodda: „Mér fannst Doddi vera mikill persónuleiki og það var mikið í hann spunnið þegar vín var ekki annars vegar. Það var þægilegt að búa með honum þó hann sé svolítil karlremba. Honum finnst að konan eigi að sjá um heim- ilið og þrífa. Doddi er líka vissulega skapmikill en þess á milli er hann ljúfur. Svo er hann mikill pabbi og hefur alltaf verið óbeinn uppalandi þrátt fyrir fangelsisvistina.“ Doddi Double Árið 1983, þegar Doddi var 26 ára gamall, varð hann Óskari Árna Blomsterberg að bana. Hann stakk Óskar Árna í slagsmálum þegar þeir voru á fylliríi í heimahúsi í miðborg Reykjavíkur. Árásina mátti rekja til slagsmála þeirra á milli nokkru áður, þar sem Doddi varð undir. Í dóminum segir að hann hafi stung- ið Óskar nokkrum sinnum, eða fjór- um sinnum í bakið, og fékk Doddi að dúsa inni í 7 ár. Tíu árum síðar, 1993, myrti Doddi Ragnar Ólafsson. Sá hafði verið í tygjum við kærustu Dodda, sem hafði átt við alvarlegan vímuefnavanda að stríða. Doddi var dæmdur í ævilangt fangelsi í hér- aði, en hæstiréttur mildaði dóminn og fékk hann 20 ára fangelsi. Það er þyngsti refsidómur sem kveðinn hefur verið upp í Hæstarétti Ís- lands. Þegar Doddi var spurður á sínum tíma hversvegna hann hefði myrt Ragnar, svaraði hann: „Ragnar var að reyna að fá stúlkuna aftur í dóp- ið.“ Eftir þetta hefur Þórður Jóhann verið þekktur sem Doddi Double á meðal þeirra sem til þekkja. Og þá að samhengi hlutanna Stefán virðist nátengdur Guð- mundar- og Geirfinnsmálinu, en hann hefur áður tvívegis komið ábendingum til lögreglu sem tengj- ast málinu. Þá heldur Erla Bolla- dóttir því fram að Stefán hafi bent á hana og hennar félaga í því skyni að hefna sín á Kristjáni Viðari Við- arssyni, sem átti eftir að verða Eintak fjallaði um líf Þórðar og varp- aði athyglisverðu ljósi á líf hans. Erla Bolladóttir hefur haldið því fram að framburður Stefáns hafi orðið til þess að hún var handtekin. Skjáskot | RUV Stefán Almarsson, oftast kallaður Malagafanginn, hlaut samúð þjóðar- innar á níunda áratugnum og söfnuðust um 800 þúsund krónur á verðlagi dagsins í dag þegar hann sat inni í spænsku fangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.