Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 64
Unnið í samstarfi við
Akureyrarstofu
Kaffi í görðum heima-manna er dálæti flestra á Hríseyjarhátíðinni,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir,
einn skipuleggjanda hátíðarinnar.
„Þá opna íbúar Hríseyjar heimili
sín fyrir gestum og gangandi og
bjóða í kaffi. Fólk sækir hingað
aftur á ári hverju að heimsækja
sömu húsin. Hér er allt svo heimil-
islegt og fjölskylduvænt.“
Hríseyjarhátíðin er sannkölluð
fjölskylduhátíð aðra helgina í júlí,
og hefur verið svo frá árinu 1997.
Á hverju ári flykkjast fjölskyldur
með ferjunni Sævari frá Árskógs-
sandi til Hríseyjar, en siglingin
tekur um 15 mínútur. „Það er upp-
lifun út af fyrir sig að sigla með
ferjunni umvafin fjallasalnum og
fallegri náttúru,“ segir Linda Mar-
ía og bætir við að þá sé ævintýrið
rétt að hefjast við bryggjuna.
Dagskrá helgarinnar er fjöl-
breytt og nóg um að vera fyrir
börnin. Þar á meðal óvissuferð
þar sem ferðast verður um eyjuna
á traktor og fá börnin að njóta sín
í öruggu umhverfi eyjunnar í nánu
sambandi við náttúruna. „Við
leggjum upp úr því að börnin leiki
sér í náttúrunni. Skralli trúður frá
Hrísey fer með krakkana í fjöru-
ferð og leikur listir sínar. Á há-
tíðarsviðinu verður nóg um lifandi
dagskrá þar sem ýmsir listamenn
stíga á stokk og skemmta há-
tíðargestum. Ratleikurinn verður
á sínum stað en hann slær í gegn
Ormsteiti er Héraðshátíð Fljótsdalshéraðs sem fer fram á Egilsstöðum
10-14 ágúst þar sem heimamenn og gestir samgleðjast.
Hátíðin er nú haldin í 23 skiftið en ýmsar hefðir hafa fest
sig í sessi svo sem Karnival gangan sem verður fjörug með
þáttöku heimamanna með ýmsum skemmtilegum atriðum,
Sirkus Íslands verður með og Aksturs Íþróttaklúbburinn
START frá Egilsstöðum skemmtir Karnival þátttakendum
með tónlist leikinni úr glæsilegum bifreiðum í göngunni.
Við bjóðum upp á barnahátíð þar sem Magga Stína
tekur vel á móti börnunum og öðrum gestum,
þar verður að finna söngvakeppni barna, ferugðar-
samkeppni gæludýra verður á sínum stað,
hoppukastalar af ýmsum gerðum, og margt fleira
skemmtilegt fyrir börnin.
Gistihúsið á Egilsstöðum býður í laugardags
morgunkaffi en þangað eru allir heimamenn
og gestir hjartanlega velkomnir en sérstaklega
viljum við hvetja þá sem eru nýlega fluttir í
Hérað til að láta sjá sig í Gistihúsinu svo við
getum formlega boðið þá velkomna.
Bókakaffi býður í bóka og ljóða upplestur,
Helgi Björnsson Skemmtir hátíðargestum eins
og honum er einum lagið. Markaður með kolaportsstemningu stendur alla
hátíðina, Leikfélag Fljótsdalshéraðs sem er 60 ára í ár
skemmtir gestum og margt margt fleira, allir ættu að
finna eitthvað við sitt hæfi.
Við vonumst eftir góðri þátttöku heimamann því hátíðin er fyrst og fremst fyrir þá þó svo að aðrir séu hjartanlega
velkomnir.
Hátíð fjölskyldunnar í perlu Eyjafjarðar
Hríseyjarhátíð fer fram helgina 8.–10. júlí. Heimamenn bjóða í kaffi, börnin fá að kynnast náttúrunni í fjöruferð með
Skralla trúði og blásið verður til ratleiks, traktorsferða og brekkusöngs. Það verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjöl
skylduna sem kýs að njóta samverunnar í kyrrð og fegurð Hríseyjar.
Fjöruferð Skralli trúður leiðir krakkana í fjöruferð á Hríseyjarhátíðinni, þar leikur hann listir sínar og krakkarnir fá að leika sér.
Brekkusöngur Á laugardagskvöldinu á Hríseyjarhátíð sameinast gestir og heimamenn í
brekkusöng.
Sundlaugin ómissandi Sundlaugin í Hrísey
er ómissandi eftir göngu en fjölmargar
gönguleiðir er í boði á eyjunni. Stórbrotin
náttúra, kyrrð og fjölbreytt gróður og
fuglalíf einkenna eyjuna.
á hverju ári þar sem Hrísey öll er
leikvangurinn. Einnig verða hinir
vinsælu vatnaboltar á staðnum,
sem má stíga inn í og spóla á
vatni.“
Komið verður til móts við alla
aldurshópa með fjölbreyttri
dagskrá. Samverustund fjöl-
skyldunnar í næði og áhyggjuleysi
er höfð að leiðarljósi. „Við viljum
að fólk komi og njóti kyrrðarinn-
ar, samverunnar og náttúrunnar.
Það verður að sjálfsögðu fjör og
skemmtilegheit, við leggjum mikið
upp úr því að það sé eitthvað fyrir
alla,“ segir Linda María. Á laugar-
dagkvöldinu stendur fjörið hæst
en þá sameinast gestir og heima-
menn í brekkusöng við varðeld til
miðnættis.
Í Hrísey búa um 130 manns allt
árið um kring og er hún sannköll-
uð perla Eyjafjarðar. Eyjan býður
upp á fyrirtaks tjaldsvæði með
góðri aðstöðu fyrir þau sem
vilja tjalda. Á heimasíðu Hrís-
eyjar verður hægt að koma sér
í samband við heimamenn og
fá upplýsingar um gistingu og
afþreyingu í eyjunni. Fallegar
gönguleiðir eru um eyjuna og
hvetur Linda María sem flesta til
þess að kanna þær. „Það er til-
valið að kíkja í lautarferð og svo
í sundlaugina okkar sem er alveg
æðisleg.“
Hríseyjarbúðin, Verbúðin 66,
Gallerí Perla og sundlaugin verða
opin yfir alla helgina.
Nánari upplýsingar um hátíð-
ina, ætlun ferjunnar og Hrísey al-
mennt má nálgast á www.hrisey.is
…sumarhátíðir 12 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016