Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 47
Elín tók áskorun frá manninum sínum að ganga á Esjuna,
þrátt fyrir að vera í slæmu formi og nýbúin að eignast barn
„Ég hafði lítið sem ekkert hreyft mig í
rúmt ár enda nýbúin að eignast barn
og því var gönguferð á toppinn á Esj-
unni töluverð áskorun. Maðurinn minn
skokkaði léttur á fæti á undan mér báð-
ar leiðir en á þrjóskunni hafðist þetta.
Þegar ég kom heim var ég svo gjör-
samlega búin á því en var svo heppin
að eiga BetterYou magnesíum flögur í
kílóapoka. Ég setti hálfan poka í baðkar-
ið, lá þar í hálftíma og fann þreytuna líða
úr mér. Daginn eftir var ég spræk og
með litlar sem engar harðsperrur með-
an maðurinn minn gat ekki hreyft sig í
þrjá daga á eftir og dauðöfundaði mig af
magnesíum baðinu.
Viku seinna hljóp ég 7 km í
kvennahlaupinu og fór svo heim í
magnesíumbað og eins og síðast leið
mér bara vel í fótunum daginn eftir. Ég
er frekar spæld yfir að hafa ekki verið
búin að uppgötva magnesíumflögurnar
og magnesíum spreyin þegar ég var á
fullu í fótbolta í Pepsi deild kvenna. Það
er klárt mál að magnesíum flögurnar
hefðu getað hjálpað mér að halda fótun-
um ferskum þegar álagið var sem mest.
Ég mæli eindregið með magnesíum
flögunum í baðið eftir að búið er að taka
vel á því og svo er BetterYou magnesí-
um spreyið mjög handhægt og upp-
lagt að hafa það í íþróttatöskunni eða
göngubakpokanum. Maður spreyjar því
á sig fyrir og eftir æfingar eða fjall-
gönguna,“ segir Elín Pálmadóttir, fram-
kvæmdastjóri Bókhalds og kennslu ehf.
Útsölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir
og heilsuhillur stórmarkaða og verslana.
Frekari upplýsingar á www.gengurvel.is
„Fjölmörg ensk úrvals
deildarlið nota BetterYou
Magnesíum böð eftir leiki
og æfingar og eru leikmenn
mun fljótari að ná upp styrk
og vöðvabata en eftir ís
böð,“ segir Andrew Thomas
hjá Better You.
„Spreyin eru frábær lausn
þar sem þeim er úðað beint
á vandamálasvæðið og
virknin kemur nánast strax.
Frábært í íþróttatöskuna
eða göngubakpokann.“
Skothelt ráð gegn harðsperrum!
Artasan kynnir Magnesíum flögur og Magnesíum Oil sprey frá Better You hafa sem reynst sérstaklega vel fyrir alla þá
sem stunda íþróttir, mikla útivist eða fjallgöngur. Hvort heldur er fyrir börn, unglinga eða fullorðna, fyrir og eftir æfingar
eða göngur, til að lina þreytuverki, krampa og strengi.
Fótboltafár á Íslandi
Sýndu fótboltastrákunum okkar stuðning í verki með því að spila fótbolta á grænum svæðum höfuðborgarinnar
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Óhætt er að segja að fótboltafár ríki á Íslandi vegna velgengni íslenska karlalandsliðsins á EM í fótbolta. Fárið snýst að miklu leyti um að horfa á fótbolta og jafnvel fá sér öl með, en það er um að gera að færa stuðninginn við liðið á næsta stig og fara út á tún eða fótboltavöll og spila smá fótbolta til
heiðurs strákunum okkar. Ef þú kannt ekki leikinn þá kallarðu bara til
einhvern með smá þekkingu og færð hann með þér í lið.
Fótboltavelli eða græn svæði til íþróttaiðkunar má nefnilega finna
víðsvegar um höfuðborgina og hér eru nokkrar tillögur.
Garðurinn við
Landakotskirkju
Er ekki mikið notaður en hann er
nokkuð rúmgóður og hentar því
ágætlega fyrir boltaleiki. Það getur
reyndar verið vindasamt á svæð-
inu en á sólríkum sumardögum
skín sólin þar nánast allan daginn.
Víðistaðatún
Stórt grænt svæði á milli norð-
ur- og vesturbæjar Hafnarfjarðar.
Túnið samanstendur af nokkrum
stórum grasbölum og því mjög
hentugt fyrir knattleiki.
Hljómskálagarðurinn
Flestir þekkja garðinn og hafa ein-
hvern tíma átt leið þar um. Hann
er stór og því auðvelt að stunda
boltaleiki eða aðrar íþróttir í stærri
hópum. Sólin skín þar allan lið-
langan daginn og tilvalið er að
taka með sér nesti til að gæða sé á
eftir æsilegan boltaleik.
Klambratún
Er vinsælt til ýmiskonar íþróttaiðkunar og þar má
hæglega spila fótbolta með góðu móti. Það er um
að gera að virkja krakkana í boltaleik á túninu en
ef þeim fer að leiðast leikurinn geta þau farið á
skemmtilegt leiksvæði sem er á Klambratúni.
Ægisíða
Við Ægisíðu er fótboltavöllur með
mörkum sem er mikið notaður af
fótboltakrökkunum úr KR og Gróttu
en þegar völlurinn er laus er ekkert
því til fyrirstöðu að grípa með sér
boltann og skora nokkur mörk.
Laugardalur
Eitt vinsælasta útivistarsvæðið á
höfuðborgarsvæðinu og þar er svo
sannarlega hægt að spila fótbolta
með tveimur fullskipuðum liðum.
Svo er hægt að skella sér í sund í
Laugardalslauginni eftir leikinn.
Gufunes
Stórt og vinsælt útvistarsvæði í
Grafarvogi þar sem góð aðstaða er
til íþróttaiðkunar, eins og fótbolta.
Helsti ókosturinn er að stundum
blæs vindur af hafinu.
…heilsa11 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016
Ég setti hálfan poka
í baðkarið, lá þar í
hálftíma og fann þreytuna
líða úr mér. Daginn eftir
var ég spræk og með litlar
sem engar harðsperrur
meðan maðurinn minn gat
ekki hreyft sig í þrjá daga
á eftir og dauðöfundaði
mig af magnesíum baðinu.
Fyrir
svefninn og
fótaóeirð
Hentar
öllum
Sérstak
lega fyrir
íþrótta fólk