Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Qupperneq 6

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Qupperneq 6
og ef til vill til hins verra er að taka sjúkling fram úr og setja hann í stól með fæt- ur hangandi niður, en hné og mjaðmir hálfbeygð. — Sjúklingurinn þarf sjálfur að stíga í fætur og ganga, svo að vöðvar hans hvetji blóðrennsli í bláæðunum. Geti s j úklingurinn ekki farið fram úr, er nauðsyn- legt að láta hann hreyfa fæt- ur í rúminu oft á dag (t. d. 5—10 mín. á hverri klst.). Sums staðar eru notaðir gangstigar eins og á reið- hjóli, sem festir eru á rúm- gafl og sjúklingurinn æfir sig á. Gott er líka, að sjúkl- ingar liggi þannig í rúmi, að þeir nái að spyrna í fóta- gafl og geti „aktivt“ hreyft fætur. — Ég held líka, að gálgi með handfangi yfir rúmi hvetji sjúkling til þess fyrr en ella að hreyfa sig í rúminu sjálfur. 2. Lyfta fótagafli 10—15° bæði í aðgerð og eftir, svo að blóð- ið renni betur frá fótunum. 3. öndunaræfingar fyrir og eftir aðgerð, þar til sjúkl- ingurinn er kominn á fætur. Djúp öndun eykur blóð- rennsli í bláæðum vegna þrýstingsbreytinga í brjóst- holi. Fyrir allar meiri hátt- ar aðgerðir og hjá gömlu fólki þarf sérstaklega að hugsa til þessa. — Þetta verkar líka vel á samanfall lungna (atelectasis) af ýms- um ástæðum. 4. Teygjuumbúðir á fætur hafa reynzt vafasamar og alla vega mjög hvimleiðar og óvíða notaðar. 5. Segavamir fyrirbyggjandi hafa mikið verið ræddar síð- ustu áratugi, en ekki náð fótfestu vegna blæðingar- hættu og aukakvilla, en sums staðar verið notaðar með góðum árangri. Er þá byrj- að að gefa heparín stuttu eftir aðgerð öllum þeim sjúklingum, sem taldir eru í sérstakri hættu. M»:»FEII» 1ILÁ/E1IARÓI.GIJ Þegar bláæðabólga hefur ver- ið greind eða mjög sterkar lík- ur eru til, að svo sé, er meðferð hafin hið fyrsta. Bezta og fljótvirkasta lyfið til að hindra áframhaldandi blóðsegamyndun er heparín, sem gefið er í æð, því að það nýtist illa og óörugglega öðru- vísi. Vanalegur skammtur fyrir meðalþungan sjúkling er 10 000 einingar, en 100 einingar eru 1 mg af heparíni, svo að reikna má með 1.5 mg pr. kg líkams- þunga. Gefa þarf heparínið a. m. k. á 6 klst. fresti, en sumir gefa það á 4 klst. fresti (í minni skömmtum), því að þá fara áhrif lyfsins að dvína. Storkn- unartími er svo mældur, áður en næsti skammtur er gefinn, og stærð lyfjagjafar hagað mest eftir því. Hægt mun vera að mæla heparín-magn í segum sjúklinga, og er það auðvitað nákvæmari aðferð. Hafi verið gefnir of stórir skammtar af heparíni, jafnar það sig fljótlega, en blæði úr sjúklingi, má tafarlaust gera storknun eðlilega með því að gefa prótamínsúlfat í æð: 5 ml af 1% upplausn fyrir hverjar 5000 einingar heparíns (1 :1). Þar sem bláæðabólga og sega- myndun er að jafnaði langvar- andi ástand, er oftast byrjað á dicumarol-meðferð jafnframt, en hún tekur svo við eftir nokkra daga af heparíni. Dicumarol er gefið í töflum einu sinni á dag, eftir að p.p. tími hefur verið mældur. Er leitazt við að hafa hann milli 15 og 25% af normalgildi. Fari hann mikið niður eða blæði úr sjúklingi, er hægt að gefa mót- efni: k-vitamín (Mephyton eða Aquamephyton), sem verkar mjög fljótt, en menadion tekur upp undir sólarhring að verka og dugir því varla hér. Segavörn þessari (anti-coagu- latio) er haldið áfram um lang- an tíma, eða að minnsta kosti þar til sjúklingurinn er kominn vel á fætur og stundum nokkra mánuði. Hvíld í rúmi er ráðleg sjúkl- ingi með bláæðabólgu. Má þó undanskilja smávegis æðabólgu staðbundna í grunnum æðum eða æðahnútum á fótum. Verkir minnka og bjúgur hverfur fyrr, enda er nauðsynlegt að hækka fótagafl rúmsins um ca. 30° til að auðvelda vökvastreymi frá fótum. Sjúklingurinn má hreyfa sig og snúa sér í rúminu. Rúmlegu er haldið áfram, þar til hiti er orðinn eðlilegur, bjúg- ur horfinn af fæti fyrir neðan hné og eymsli eru lítil. Þegar sjúklingur fer á fætur, er ráðlegt að nota teygjusokka eða vefja fætur með teygjubind- um. Þarf oft að nota þrýstings- umbúðir um langan tíma eða þar til tilhneiging til bjúgs er horfin. Ýmis lyf hafa á seinni árum verið notuð til að minnka bólgu- viðbragð kringum bláæðabólgu (anti-inflammatorisk), t. d. phenylbutazone (Butazolidin). Er þá gefið 200 mg X 3 á dag í 3 daga, en síðan 100 mgX3, þar til bólgan hefur minnkað verulega. Þetta lyf dregur mjög úr verkjum og flýtir sennilega fyrir bata. Nýrra lyf er glyven- ol, sem notað er við ýmsum blá- æðasj úkdómum. SKUltRAUGEIMlIR á stífluðum æðum á ilco- femoral svæðinu hafa nokk- uð rutt sér til rúms síð- asta áratuginn. Er þá skorið inn á bláæð í nára, þeim meg'in sem stíflan er, og seginn dreg- inn út með því að þræða sér- stakan katheter - Fogarti - upp eftir og niður eftir æðinni. Er blaðra á enda slöngunnar, sem er þanin með vatni, þegar hún er komin fyrir enda segans, en 40 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.