Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 20

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 20
legar, en mér og fleirum fannst, að það kæmi ekki margt nýtt fram í þessum umræðum, og vildu þær snúast of mikið um sænsk vandamál. Það var líka búið að ræða um „kommunika- tion“ alla vikuna, svo að það var ekki mikið orðið ósagt um það mál. Mér fannst, að það hefði verið betra að hafa þess- ar umræður í byrjun vikunnar. Þegar komið var aftur til Söd- ertalje um kvöldið, var gengið frá hinum endanlegu tillögum ráðstefnunnar. Þessar tillögur voru samdar með það í huga, hvernig hjúkrunarkonur gætu stuðlað að betri tengslum og samvinnu í heilbrigðisþjónust- unni, með því að bæta samvinnu innan sinnar eigin stéttar, og einnig haft áhrif á samvinnu- vilja annarra heilbrigðisstétta. Samþykktir ráðstefnunnar voru eftirfarandi: 1. Ráðstefnan álítur, að hlut- verk hjúkrunarkonunnar sé fyrst og fremst að hjálpa einstaklingnum, sjúkum sem heilbrigðum. 2. Eitt af skilyrðunum fyrir betri samvinnu er, að hjúkr- unarkonan skilji hlutverk sitt, og eigi hún að geta haft áhrif á skipulagningu heil- brigðisþjónustunnar, er nauðsynlegt, að hún láti meira að sér kveða í þjóð- félaginu. 3. Til þess að unnt sé að skipu- leggja samhæfða hjúkrun sjúklings, þarf sá, sem byrj- ar hjúkrunina, að gera hjúkrunaráætlun. Úrdráttur eða afrit ætti síðan að fylgja sjúklingnum sem undirstaða fyrir áframhaldandi hjúkr- un hans, hvort sem hún fer fram innan sjúkrastofnana eða utan. Til tengsla og samvinnu skal nota skriflegar orðsend- ingar, símtöl, persónulegar viðræður og umræðufundi. 4. Til að fullnýta heilbrigðis- stofnanir og auðvelda skipu- lagningu og stjórnun heil- brigðisþjónustunnar á til- teknu svæði þurfa hjúkrun- arkonur innan stofnana og utan þeirra að þekkja vel starfssvið hver annarrar. Slíkri kynningu er t. d. hægt að koma á með regluiegum umræðufundum, þar sem einnig kæmu aðrar heilbrigð- isstéttir. Þarmig væri unnt að samræma vinnuaðferðir, skipuleggja kynningarstarf og jafnvel koma á vinnu- skiptum. 5. Frumskilyrði fyrir sam- hæfðri hjúkrun eða heil- brigðisþjónustu er skilning- ur hjúkrunarkonunnar á þörf einstaklingsins fyrir slíka alhliða þjónustu (total várd). Þess vegna þarf að leggja áherzlu á það i hjúkr- unarnáminu, að nemandinn öðlist þennan skilning og læri að gera hjúkrunaráætl- un. Einnig þarf að auka kennslu í samtalstækni. Þessi sömu atriði ættu að vera sjálfsagður liður í öllu fram- haldsnámi í hjúkrun. 6. Þátttakendur ráðstefnunnar vonast til þess, að SSN vinni áfram úr þessum tillögum, svo að þær geti stuðlað að betri heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Það var mjög fróðlegt að taka þátt í þessari ráðstefnu, þó að íslenzk heilbrigðismál yrðu nokkuð afskipt í um- ræðunum, bæði vegna þess, að engin greinargerð lá fyrir um okkar vandamál, og ég var eini fulltrúinn og ekki sérlega mælsk. Ég var reyndar beðin um að segja eitthvað frá skipu- lagi heilsuverndar hér á landi. og gerði ég lítillega grein fyrir því, hvernig henni er háttað hér í Reykjavík. Það skoi'ti samt ekki áhuga á Islandi, þ. e. a. s. á landi og þjóð almennt, því að þarna voru þó nokkuð margar hjúkrunar- konur, sem höfðu verið hér á SSN-þinginu s.l. sumar. Þær voru allar mjög hrifnar af dvöl- inni, og var mikið rætt um Is- land, en þær vildu miklu held- ur tala um okkar fögru fjöll og fossa og ýmislegt skemmti- legt, sem þær höfðu kynnzt hér í fyrra, en um heilbrigðismál. Mér skildist, að þær teldu, að hér gæti ekki skort neitt á tengsl og samvinnu. Kom mér í hug, að það hefði verið lærdómsríkt fyrir okkur, að hingað hefði einnig komið hjúkrunarkona frá einhverju Norðurlandanna til þess að kynna sér samvinnuleysið í okk- ar heilbrigðismálum. Ég held, því miður, að hún hefði komizt að raun um, að ástandið er sízt betra hér á landi en í hinum löndunum. Tímarit HFÍ óskar öllum lesendum sínum gleðilegs sumarsi ! 54 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.