Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 8

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 8
AÐ DAGSVERKI LOKNU Rœtt við Eli Magnussen, sem segir m.a.: „Ég hef alltaf veriö hreyhin af pví að vera hjúkrunarkona.,> 1. janúar 1971 lét Eli Magn- ussen af störfum sem yfir- maöur hjúkrunardeildar dönsku heilbrigðisstj órnarinnar. Þar með lýkur umfangsmiklu dags- ve^'ki, því að Eli Magnussen hef- ur starfað að þessum málum all- ar götur frá 1. jan. 193í, er hún réðst til starfa fyrir heilbrigðis- stjói'nina sem hjúkrunarkona samtímis því að löggildingarlög- in tóku gildi. Eli Magnussen var um þær mundir nýskipuð forstöðukona við Ríkisspítalann í Khöfn. Hún gegndi þessum tveimur störfum allt til 1. apríl 1955, en þá tók hún við fullu starfi sem for- stöðumaður hjúkrunardeildar heilbrigðisstjómarinnar. 1 tilefni af því, að Eli Magnus- sen lét af störfum hafði Tid- skrift for sygeplejersker viðtal við hana. Viðtalið birtist í 1. tölubl. 1971. Birtum við það hér, með leyfi ritstjóra tímaritsins, Solvejg Torbensen og að ósk formanns HFl, Maríu Péturs- dóttur. — Það er margt, sem fróðlegt væri að spyrja yður um, Eli Magnussen, en ég veit að eitt af því sem mörgum hjúkrunar- konum leikur hugur á að vita er, hvaða viðfangsefni lijúkrunar- deild heilbrigðisstj órnarinnar fæst við. — Fyrst vil ég biðja yður að taka eftir því, að deildin heitir hjúkrunaráeWá, ekki hjúkrunar- kvennadeild, þ. e. a. s. við fjöll- um ekki aðeins um málefni hjúkrunarkvenna, heldur um hjúkrunarmálin í heild. Verkefni deildarinnar eru lið- ur í starfsemi heilbrigðisstjórn- arinnar og eru fyrst og fremst í því fólgin að vera ráðgjafar- aðili fyrir stjórnvöld bæði ríkis og sveitarfélaga um öll mál, er varða sjúkra- og heilsuverndar- hjúkrun. Enn fremur hefur heilbrigð- isstjórnin yfirumsjón með starfsliði heilbrigðismála og okkar deild þannig með hjúkr- unarfólkinu. Loks hafa á liðn- um árum verið sett ýmis lög, sem fela heilbrigðisstjórninni margháttuð stjórnsýsluleg verk- efni. Hin fyrstu slíkra laga voru lögin um heilsuverndarhjúkrun- arkonur, en samkvæmt þeim þurfti heilbrigðisstjórnin að samþykkja þá umdæmaskipt- ingu, sem lögin gerðu ráð fyrir, og menntun þeirra heilsuvernd- arhjúkrunarkvenna, sem ráða átti. Þá má nefna heimahjúkrunar- lögin, þar sem okkur eru einnig falin ákveðin verkefni, og loks eru hjúkrunarkvennalögin og hin konunglega tilskipun, þar sem okkur er falið að annast viðurkenningu og eftirlit með hjúkrunarskólunum. Flestum er víst kunnugt um, að deildin gef- ur út löggildingarskilríki hjúkr- unarkvenna á sama hátt og heil- brigðisstjórnin að öðru leyti annast löggildingu lækna. — Hvaða álirif hefur tilkoma hinnar nýju félagsmálastjómar á starfsemina? — Mér er kunnugt um að landlæknir hefur þegar stofnað til náinna samstarfstengsla við félagsmálastjórnina, enda er það bæði eðlilegt og nauðsynlegt, þegar þess er gætt, hve viðfangs- efni þessara tveggja stjórn- sýslustofnana fléttast saman á mörgum sviðum. — Hafa menn gert sér nokkra grein fyrir, hvemig samræma megi framtíðarskipulag mennt- unar fyrir starfslið félags- og heilbrigðismála ? — Að sjálfsögðu hefur þetta mál verið íhugað, en neinar end- anlegar ákvarðanir hafa ekki enn þá verið teknar. Það virð- ist ekki fráleitt, að félagsmála- stjórnin hefði sama hátt á og innanríkisráðuneytið, sem sé að setja á fót menntunarnefnd. 1 menntunarnefnd innanríkis- ráðuneytisins eru reyndar þeg- ar fulltrúar bæði frá félags- málaráðuneytinu og mennta- málaráðuneytinu, og væntanlega væri eðlilegt, að félagsmála- stjórnin kæmi á fót menntunar- nefnd, þar sem bæði heilbrigðis- stjórnin og innanríkisráðuneyt- ið ættu fulltrúa. — Hjúkrunarkonur finna nú á dögum stundum til nokkurs óöryggis í starfi sínu, m. a. varð- andi það, hvaða verkefni megi fela öðrum að annast. Gætuð þér sagt eitthvað til uppörvun- ar um þetta efni? — Eiginlega er það ekki að undra, þótt hjúkrunarkonurnar kenni nokkurs vanöryggis, það gera margir aðrir í þjóðfélag- 42 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.