Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 2

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 2
HöfuÖlausn hin nýja Hr. læknir Stefán Skaftason og hjúkrunarlið Háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans, Reykjavík. Þótt ég tækni þrotinn sé þennan óð að spinna, flyt ég lækni fáni-Ste fátækt ljóða minna. Meðan lífs ég mæli svið milli gleði og sorgar, eg hann lofa og allt hans lið á spítala- Borgar. Innrás gerði hann í minn haus sem ekki var í lagi, mörg þar skrölti skrúfan laus og skran af ýmsu tagi. Bitrum geiri beitti hann búnum til af stáli, allan dreif hann óþverrann út með reku og páli. Ekki dugðu orðin tóm ýmislegt var fleira: sauma þurfti gat í góm, gramsa í nefi og eyra. Allt fór þetta eftir von utan mæðu og trega, Stefán Skafta- stæltur -son stagaði prýðilega. Býst ég við að batni mér brátt á þessum vetri, þeir liggja ekki á lausu hér læknar aðrir betri. Háls- á, nef- og „heyrnardeild" hópur kvenna fríður að mér hlúði í einni heild sem englaskari blíður. Lík var þeirra bjarta brá bliki norðurljósa, ástúð lagði augum frá sem ilminn hvítra rósa. Þar var ekkert óðagot, allt í föstum skorðum, margt við sprautu- og mælapot miðlað hlýjum orðum. Er mitt kemur ævikvöld yrði ég næsta feginn, ef mig slíkur englafjöld annaðist hinumegin. Þögult er mitt þakkarmál þegar létt er raunum, allt mitt hjarta og alla sál ég ykkur gef að launum. Óðum nálgast árið nýtt, aftur hækkar sólin. Eg mun hugsa ofurhlýtt ykkar til um jólin. Ég er aftur orðinn frár, andinn hress og glaður. Nú ég verð hið næsta ár nýr og betri maður. Þótt hörmung æði heims um ból og hrynji margt eitt tárið, gefi ykkur gleðileg jól guð og farsælt árið. 5.—12. nóv. 1970. Loftur ámundason, stofu 305. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 2. TÖLUBLAÐ 1971 47. ÁRGANGUR ÚTGEFIÐ AF HJÚKRUNARFÉLAGI (SLANDS SKRIFSTOFA ÞINGHOLTSSTRÆTI 30 REYKJAVlK OPIN MÁNUDAGA, ÞRIÐJU- DAGA, FIMMTUDAGA OG FÖSTUDAGA KL. 9-12 OG 2-5 FORMAÐUR MARlA PÉTURSDÓTTIR VIÐTÖL EFTIR SAMKOMULAGI SlMI 21177 GJALDKERI RAGNHEIÐUR STEPHENSEN RITARI MARlA GUÐMUNDSDÓTTIR RITSTJÓRN INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM. SlMI 35623 LILJA ÓSKARSDÓTTIR SlMI 15168 ALDA HALLDÓRSDÓTTIR SlMI 84270 BLAÐIÐ KEMUR ÚT ÁRSFJÓRÐUNGSLEGA ÁSKRIFTARGJALD ER 175 KRÓNUR VERÐ I LAUSASÖLU 50 KRÓNUR SELT I BÓKAVERZLUN ISAFOLDAR PRENTUN (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.