Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Side 33

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Side 33
Aska. Kali umkarbonat, natríum, málmsambönd. Uppgufunarmörkin. Nokkuð af hinum heitu brennslu- efnum gufa upp og mynda gufur, sem sameinast aðalstraumnum. Reyksía. Ekki hefur tekizt að sanna að reyk- siurnar séu nein vernd gegn skemmd- arverkum tóbaksreykinganna. Hliðarstraumur. Nikótín, tjörutegundir, koleinsýrlingur, koltvísýrlingur, vatnsgufur, brennisteinsvatnsefni, ammoníak (salmíak) og blásýruvatnsefni. Glóð. Nikótín: Ca. 35% brennur og myndar hættu- laus lífræn sambönd. 30% fara yfir í hliðarstrauminn, 35% lenda í aðalstraumnum. Tjöruefni. Þegar tóbakið og pappírinn brennur myndast mörg hundruð mismunandi efni. Hið þekktasta þeirra er krabbameinsvaldurinn bens- pyren. Koleinsýrlingur. Af honum myndast 5—25 rúm- sentimetrar úr einni sígarettu og úr einni tóbaks- pípu, en 50—100 rúmsentimetrar úr einum meðal- stórurn vindli. Þéttimörk. Þegar aðalstraumurinn kólnar, þéttist nokkuð af hinum uppgufuðu brunaefnum í vökvadropa. Nokkur hluti þeirra fer með aðalstraumnum. Það sem afgangs er fer út í tóbakið og brennur á ný samfara tilfærslu glóðarmarkanna. 1 sígarettu- stubbnum eru um 15% af upprunalega nikótín- magninu. í síðasta sentimetra sígarettunnar er helmingi meira tjöruefni en í næsta sentimetra á undan. Nikótín. Um það bil 20% af upprunaiega magninu. Tjöruefni í einni sígarettu eru 20—40 mgr., sýnu 1T>eira í einni pípu og vindli. Hættan á að pípu- og v 'J'dlareykingar valdi lungnakrabba er þó ekki talin "í'kil, þar sem fæstir anda reyknum að sér og brennslu- hitinn er miklu minni en í sígarettunni. Aoleinsýrlingur er u. þ. b. 2% í sígarettu og pípu, í 'indlareyk nánast 6%. Aðalstraumur. í tóbaksreyknum myndast gufur, föst efni og vökva- agnir. Magn hinna hættulegu efna byggist á tóbaksteg- undinni, efnum sem blandað er í hana, brennsluhitanum og hversu ákaft er sogað að sér. Dirt með leyfi Krabbameinsfélags Reykjavikur, en ofangreindar upplýsingar eru í einu þeirra mörgu fræðslurita, sem félagið gefur út.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.