Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 5

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 5
Athygli hefur beinzt að því, hvenær bláæðaseginn byrjar að myndast. Margir hafa haldið því fram, að strax á skurðborð- inu sé upphafið. Sjúklingurinn liggi þar slappur og hreyfing- arlaus. Jafnvel geti nýjasta svæfingartækni með vöðvaslapp- andi lyfjum og öndunarvélum átt sinn þátt í að hægja rennsli blóðsins. Duran og félagar í Bretlandi hafa getið um tilraun með að lyfta fótum sjúklings um 15° og hvetja vöðva í fótum með galv- anískum rafstraum, og minnk- nði það tíðni bláæðasega veru- inga, hvor aðferðin sem notuð var. Hér á landi eru 22 sjúkling- ar taldir hafa dáið árin 1966 og 1967 úr bláæðabólgu og lungna- blóðtappa. Ber að treysta varlega svo lágum tölum, því að þar sem nannsakað hefur verið frekar nrn tíðni dauðsfalla, hefur tíðn- ]n verið miklu hærri, t. d. telja Conn og Willis, að um 47000 þianns deyi í Bandaríkjunum avlega af lungnablóðtappa og hann eigi verulegan hlut að hauða 150 000 manns í viðbót. Samsvarandi tölur hér ættu að vera 47 og 150, ef miðað er við íbúatölu. KI.VKHVM Eins og áður getur, eru ein- kenni oft óljós og sjúkdóms- greining óviss. Fyrstu einkenni bláæðabólgu: 1. Væg hitahækkun, sem ekki skýrist öðruvísi. 2. Væg hraðaaukning á púlsi, jafnvel án hitahækkunar. 3. Eymsli í kálfum. Stundum verkir þar. Eymsli innan á læri og neðan í iljum eru sjaldgæfari. Seinni einkenni: 1. Þensla á yfirborðsæðum á fótlegg. 2. Bjúgur, lítill eða mikill, sem oft segir til, hve mikil blá- æðabólgan er. 3. Homans einkenni: Verkur í kálfa, þegar rist er „passivt dorsalflekteruð". Einkenni um lungnablóStappa: 1. Verkur í brjósti eins og við br j ósthimnubólgu. 2. Blóð í hráka. 3. Merki um lungna-„infarkt“ við hlustun. 4. Hækkaður hiti, púls og önd- un hraðari. 5. Breytingar á Röntgen-mynd- um af lungum ásamt ein- kennum á hjartarafriti. Eins og upptalning þessi, sem er þó að sjálfsögðu ekki tæm- andi, gefur til kynna, eru ein- kenni oft óljós, og verður að taka tillit til margra atriða, þeg- ar sjúkdómsgreining fer fram. MEBFEltn Skipta má meðferð í tvo meg- inflokka: fyrirbyggjandi að- gerðir og lækningu sjúkdómsins, þegar hitt bregzt. Fyrirbyggjandi aögerðir: Þær skipta mestu máli eins og víðar í læknisfræði. Mikið má gera í ljósi þess, sem áður hefur verið sagt: 1. „Aktivar“ æfingar fóta: Mikilvægt er, að rúmlega sjúklingsins verði sem stytzt. Sjúklingum sé hjálpað fram úr rúmi, strax og sjúkdóms- ástand leyfir. I flestum til- fellum geta sjúklingar farið fram úr með hjálp að kvöldi aðgerðardags og gengið kringum rúmið. Ekkert gagn l'XIi.VA-AXKIOIÍIUKIV Til vinstri: Margir bló'ötappar báöum megin, en gegnblæði all-gott. Til hægri: Stórir blóötappar í báðum lungnaslagæðum og gegnblæði lítið. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.