Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Síða 5

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Síða 5
Athygli hefur beinzt að því, hvenær bláæðaseginn byrjar að myndast. Margir hafa haldið því fram, að strax á skurðborð- inu sé upphafið. Sjúklingurinn liggi þar slappur og hreyfing- arlaus. Jafnvel geti nýjasta svæfingartækni með vöðvaslapp- andi lyfjum og öndunarvélum átt sinn þátt í að hægja rennsli blóðsins. Duran og félagar í Bretlandi hafa getið um tilraun með að lyfta fótum sjúklings um 15° og hvetja vöðva í fótum með galv- anískum rafstraum, og minnk- nði það tíðni bláæðasega veru- inga, hvor aðferðin sem notuð var. Hér á landi eru 22 sjúkling- ar taldir hafa dáið árin 1966 og 1967 úr bláæðabólgu og lungna- blóðtappa. Ber að treysta varlega svo lágum tölum, því að þar sem nannsakað hefur verið frekar nrn tíðni dauðsfalla, hefur tíðn- ]n verið miklu hærri, t. d. telja Conn og Willis, að um 47000 þianns deyi í Bandaríkjunum avlega af lungnablóðtappa og hann eigi verulegan hlut að hauða 150 000 manns í viðbót. Samsvarandi tölur hér ættu að vera 47 og 150, ef miðað er við íbúatölu. KI.VKHVM Eins og áður getur, eru ein- kenni oft óljós og sjúkdóms- greining óviss. Fyrstu einkenni bláæðabólgu: 1. Væg hitahækkun, sem ekki skýrist öðruvísi. 2. Væg hraðaaukning á púlsi, jafnvel án hitahækkunar. 3. Eymsli í kálfum. Stundum verkir þar. Eymsli innan á læri og neðan í iljum eru sjaldgæfari. Seinni einkenni: 1. Þensla á yfirborðsæðum á fótlegg. 2. Bjúgur, lítill eða mikill, sem oft segir til, hve mikil blá- æðabólgan er. 3. Homans einkenni: Verkur í kálfa, þegar rist er „passivt dorsalflekteruð". Einkenni um lungnablóStappa: 1. Verkur í brjósti eins og við br j ósthimnubólgu. 2. Blóð í hráka. 3. Merki um lungna-„infarkt“ við hlustun. 4. Hækkaður hiti, púls og önd- un hraðari. 5. Breytingar á Röntgen-mynd- um af lungum ásamt ein- kennum á hjartarafriti. Eins og upptalning þessi, sem er þó að sjálfsögðu ekki tæm- andi, gefur til kynna, eru ein- kenni oft óljós, og verður að taka tillit til margra atriða, þeg- ar sjúkdómsgreining fer fram. MEBFEltn Skipta má meðferð í tvo meg- inflokka: fyrirbyggjandi að- gerðir og lækningu sjúkdómsins, þegar hitt bregzt. Fyrirbyggjandi aögerðir: Þær skipta mestu máli eins og víðar í læknisfræði. Mikið má gera í ljósi þess, sem áður hefur verið sagt: 1. „Aktivar“ æfingar fóta: Mikilvægt er, að rúmlega sjúklingsins verði sem stytzt. Sjúklingum sé hjálpað fram úr rúmi, strax og sjúkdóms- ástand leyfir. I flestum til- fellum geta sjúklingar farið fram úr með hjálp að kvöldi aðgerðardags og gengið kringum rúmið. Ekkert gagn l'XIi.VA-AXKIOIÍIUKIV Til vinstri: Margir bló'ötappar báöum megin, en gegnblæði all-gott. Til hægri: Stórir blóötappar í báðum lungnaslagæðum og gegnblæði lítið. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 39

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.