Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 3
ÚR DAGSINS ÖNN
María Pétursdóttir
I
Hjúkrunarstéttin hefur und-
anfarið verið í sviðsljósinu,
vegna þess að mikill skortur á
'•« hjúkrunarkonum til starfa hef-
nr háð æskilegri framþróun í
heilbrigðismálum. Á síðustu
áratugum hefur vöxtur heil-
brigðisþjónustunnar verið ör og
þörfin fyrir hjúkrunarkonur
vaxið að sama skapi, en fyrir-
hyggja um menntunaraðstöðu
fyrir stéttina verið of lítil, og
oskir og ábendingar okkar
hjúkrunarkvenna hafa ekki ver-
teknar nægilega til greina.
Þegar komið er í óefni, eru uppi
ynisar ádeiluraddir, er kenna
hjúkrunarkonum um, hvernig
nú er komið. Það hefur verið
sngt, að hér á landi sé vafalaust
nieiri fjöldi hjúkrunarkvenna en
þörf er fyrir, en fjöldi þeirra
smni af ýmsum ástæðum öðrum
f störfum. Um áramótin voru fé-
ingar í Hjúkrunarfélagi Islands
1000. Starfandi hjúkrunarkon-
ur voru:
í fullu starfi 401
í % starfs 13
í hálfu starfi 75
í minna en 1/2 starfi 69
558
Hjúkrunarkonur komnar á
eftirlaun 51
Hjúkrunarkonur á vegum
HFI erlendis 18
Hjúkrunarkonur búsettar í
sveitum og þorpum, þar
sem ekki er aðstaða til
starfa 22
Húsettar erlendis 91
Það er ekki hægt að ætlast til
Pess, að hjúkrunarkonur, sem
:®ttar eru störfum vegna ald-
?rs eða búsettar erlendis, séu
1 starfi hér. En hvað hefur ver-
'o gert til þess að auðvelda gift-
um hjúkrunarkonum að skila
lengri starfsaldri í sínu fagi?
Ef tekið er tillit til þeirra launa-
kjara og starfsskilyrða, sem
stéttin hefur þurft að búa við,
er ekki að furða, þótt nokkur
afföll hafi verið á faglegum
störfum hjúkrunarkvenna.
Meðal þeirra h j úkrunar-
kvenna, sem skráðar eru starf-
andi, eru nokkrar, sem komnar
eru á eftirlaunaaldur. Auk þess
eru margar hjúkrunarkonur,
sem vinna tímabundið að hjúkr-
unarstörfum án þess að vera
skráðar starfandi.
Mjög sjaldgæft er, að hjúkr-
unarkonur hérlendis vinni utan
heimilis við önnur störf en
hjúkrun. Að því leyti sem um
afföll er að ræða, er það fyrst
og fremst vegna heimilis-
ástæðna, sem eðlilegt er í kvenna
stétt. Rannsóknir hafa sýnt, að
starfsævi giftra hjúkrunar-
kvenna er að meðaltali miklu
styttri en starfsævi annarra
giftra kvenna. Hver skyldi
ástæðan vera? Og hver skyldi
vera ástæðan til þess, að hæfir,
vel menntaðir karlmenn velja
önnur sambærileg störf frem-
ur, þar sem á þessum vettvangi
ætti þó að vera um örugg fram-
tíðarstörf að ræða? Það skyldi
þó ekki vera, að bæði giftu
h j úkrunarkonunum og karl-
mönnunum finnist hjúkrunar-
störf ekki rétt metin fjárhags-
lega? Nú eftir nýgerða kjara-
samninga hafa hjúkrunarkonur
látið í ljós óánægju með samn-
ingana.
Síðastliðið haust fluttu al-
þingismennirnir Einar Ágústs-
son og Sigurvin Einarsson til-
lögu til þingsályktunar um ráð-
stafanir vegna skorts á hjúkr-
unarkonum. Allsherjarnefnd
sendi tillöguna til umsagnar
Hjúkrunarfél. Islands, Hjúkr-
unarskóla Islands og Hjúkrun-
arnemafélags Islands. Frá öll-
um þessum aðilum bárust um-
sagnir. Svar stjórnar HFl var
þannig: „Sem svar við bréfi yð-
ar, dagsett 11. marz 1971, vill
stjórn Hjúkrunarfélags Islands
láta í ljós ánægju vegna þings-
ályktunartillögu Einars Ágústs-
sonar og Sigurvins Einarsson-
ar um ráðstafanir til að ráða
bót á hjúkrunarkvennaskortin-
um og telur, að ýmislegt þurfi
að gera í sambandi við grunn-
og framhaldsnám hjúkrunar-
kvenna, starfsskilyrði og kjara-
mál stéttarinnar. Við erum
reiðubúnar til viðræðna og sam-
starfs við fulltrúa ríkisvalds-
ins um heppilega lausn á þess-
um málum“.
Tillögugreinin var afgreidd
þannig frá allsherjarnefnd:
„Alþingi ályktar að skora á rík-
isstjórnina að gera ráðstafanir
til þess að ráða bót á skorti
hj úkrunarfólks til starfa í land-
inu“. Var hún samþykkt mót-
atkvæðalaust.
Hj úkrunarstéttin ætti því að
geta horft björtum augum til
framtíðarinnar, því vænta má
þess, að yfirvöld heilbrigðis- og
menntamála taki tillit til vilja
Alþingis og stuðli að því, að
hér verði fjölmenn og öflug, vel
menntuð og vel hæf hjúkrunar-
stétt. Verði látið til skarar
skríða til að leysa vandamálin,
ætti að verða hægt að fá nægar
hjúkrunarkonur til þeirra fjöl-
breytilegu starfa, sem þarf, til
þess að við getum haldið uppi
sómasamlegri heilbrigðisþ j ón-
ustu. Verði málin ekki tekin
föstum tökum, má búast við því,
að hið sama verði uppi á ten-
ingnum og með geirfuglinn
fræga.
1