Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 40

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 40
FRÉTTIR og TILKYilNGAR llpilbri)i(Usmálii ráif Keykjavíkur. Eins OG getið var um í fyrsta tölu- blaði þessa árgangs, var á síðasta ári stofnað Heilbrigðismálaráð Reykja- víkur. Ritstjórnin hefur farið þess á leit við mig, að ég segði nánar frá starf- semi ráðsins. Á vegum Reykjavíkurborgar eru reknar nokkrar heilbrigðisstofnanir: Borgarsjúkrahúsið, sem stjórnað var af sjúkrahúsnefnd, Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur, sem hafði sérstaka stjórnarnefnd, og loks heilbrigðis- nefnd Reykjavíkurborgar, sem hafði með höndum stjórn heilsuverndar- starfs og heilbrigðiseftirlits í borg- inni. Þar sem starfsemi þessara þriggja nefnda var nátengd á marga vegu, var horfið að því ráði að fela einni stofnun, Heilbrigðismálaráði Reykja- víkur, yfirstjórn allra þessara mála, en eldri nefndir lagðar niður. Fer því Heilbrigðismálaráð nú með stjórn allra þessara stofnana í umboði borg- arstjórnar og undir yfirstjórn hennar. í júní 1970 var Heilbrigðismálaráð skipað til fjögurra ára. I ráðinu eiga sæti eftirtaldir aðalfulltrúar: Birgir ísleifur Gunnarsson, hrh, formaður, Ulfar Þórðarson, læknir, varafor- maður, Árni Björnsson, læknir, Gunnlaugur Snædal, læknir, Halldór Steinsen, læknir, Herdís Biering, hjúkrunarkona, Margrét Guðnadóttir, prófessor. Varafulltrúar: Alda Halldórsdóttir, hjúkrunar- kona, Arinbjörn Kolbeinsson, læknir, Björgvin Guðmundsson, borgarfull- trúi, Jónatan Þórmundsson, prófessor, Ólafur Jensson, læknir, Ólafur B. Thors, borgarfulltrúi, Ottó Michelsen, forstjóri. Fulltrúi borgarstjóra: Páll Líndal, borgarlögmaður. Framkvæmdarstjóri Heilbrigðismála- ráðs: Dr. med. Jón Sigurðsson, borgar- læknir. Fljótlega eftii' að Heilbrigðismála- ráð hóf störf sín, voru stofnaðar starfsnefndir, sem hafa með daglegt starf stofnananna að gera, en allar ákvarðanir þessara starfsnefnda eru bornar undir Heilbrigðismálaráð til samþykktar. 1 starfsnefnd Borgarspítalans eiga sæti auk borgarlæknis Haukur Bene- diktsson, framkvæmdarstjóri sjúkra- hússins, Sigurlín Gunnarsdóttir, for- stöðukona, og Karl Strand, yfirlækn- ir, sem kjörinn er af læknaráði Borg- arspítalans. Annað starfslið sjúkra- hússins situr fundi starfsnefndar- innar, eftir því sem það er kvatt til. Allar ályktanir starfsnefndar eru bókaðar og fundargerðir sendar til Heilbrigðismálaráðs til samþykktar. I starfsnefnd Heilsuverndarstöðv- arinnar eiga sæti borgarlæknir, Guð- mundur Skúlason, framkvæmdar- stjóri stofnunarinnar, og Sigríður Jakobsdóttir, forstöðukona. Sömu starfsreglur gilda í þessari nefnd og þeirri, sem getið var um á undan. Starfsnefnd heilbrigðiseftirlits er skipuð borgarlækni, Þórhalli Hall- dórssyni, framkvæmdarstjóra heil- brigðiseftirlits, auk þess heilbrigðis- fulltrúum borgarinnar, sem nú eru sex talsins. Geta má þess, að starfsnefnd Borg- arspítalans fer einnig með málefni annarra sjúkrastofnana borgarinnar, svo sem sjúkradeildarinnar í Heilsu- verndarstöðinni, Hvítabandinu og Arnarholti. Starfsnefndir halda að jafnaði fundi vikulega og oftar, ef þörf ger- ist, en Heilbrigðismálaráð hefur fast- an fundartíma, vikulega á föstudög- um kl. 12—14. Verulegur hluti af starfi ráðsins er fólginn í eftirliti með fundargerð- um starfsnefnda, því að ályktanir þeirra öðlast ekki gildi fyrr en Heil- brigðismálaráð hefur samþykkt þær. Þannig hafa flest mál, sem ráðið tekur til meðferðar, verið rækilega undirbúin af starfsnefndum áður. Framkvæmdarstjórar Borgarspít- alans, Heilsuverndarstöðvarinnar og heilbrigðiseftirlits sitja fundi ráðs- ins, og veita þeir upplýsingar eða skila greinargerðum, eftir því sem þörf gerist í einstökum málum. Fyrstu mánuði af starfstíma ráðs- ins var farið í eftirlits- og kynningar- ferðir í allar þær stofnanir, sem und- ir það heyra. Hafa ferðir þessar stuðlað verulega að aukinni þekkingu meðlima ráðsins á starfsemi þessara stofnana. Hafa ferðir þessar verið hinar ánægjulegustu og skapað ákjós- anlegan starfsgrundvöll. Svo sem sjá má af skipan ráðsins, er það að mestum hluta skipað fag- fólki, læknum og hjúkrunarkonum, og er óhætt að segja, eftir þann stutta tíma, sem ráðið hefur starf- að, að þessi skipan mála hefur veriS vel ráðin. Mikil eindrægni ríkir á fundum og mun óhætt að fullyrða, að meðlimir ráðsins binda miklar vonir við starf- semi þess á komandi tímum. Herdís Biering. Frétí frá IljúkrunarKkólsi íslaniis. 1. Brautskráðir voru í lok febrúar s.l. 43 nemendur og væntanlega verða brautskráðir 44 nemendur í sept. n.k. Á síðasta ári var svip- uð tala eða 43 + 39 = 82 nem- endur brautskráðir. 2. Nú eru 210 nemendur í skólanum, á síðasta ári voru nemendur að meðaltali 230. 3. Nýir nemendur hefja nám 2svar á ári, venjulega í marz og sept- ember. Mikil aðsókn er að skólanum. Flestir þeirra, sem byrja í haust hafa 2ja ára nám í viðbót við gagnfræðapróf eða landspróf. Margir koma nú úr framhalds- deildum gagnfræðaskólanna. Venjulega eru nokkrir stúdentar í hverjum hópi. Ráðgert er að afhenda umsóknar- eyðublöð skólans síðari hluta apr- íl-mánaðar fyrir námskeið, sem hefjast í september n.k. og marz 1972 og verður það auglýst nánar eftir miðjan april-mán. 4. Hjúkrunarkennaraskortur er hér ríkjandi og hefur verið árum sam- an. Skólinn hefur leyfi til að greiða 6 föstum kennurum laun. Starfandi eru nú aðeins 2 kenn- arar með hjúkrunarkennararétt- indum, en í hinum fjórum stöðun- unum eru nú 7 hjúkrunai'konur, fjórar þeirra fastráðnar og þrjár lausráðnar, þar af eru aðeins 2 í fullu starfi. Þrátt fyrir, að margir stunda- kennarar vinna við skólann eru þessir starfskraftar engan veginn nægdlegir og sem dæmi má nefna, að þeir tveir hjúkrunarkennarar, sem eru með réttindi hafa á síð- ustu 6 mánuðum til samans unnið um 600 stundir í yfirvinnu. Þessi mikla yfirvinna, ásamt of lágum lamium, en hjúkrunarkennarar voru í 17. launaflokki, þegar al- mennar hjúkrunarkonur voru í 15. fl., hefur greinilega orðið ein aðalorsök þess, að hjúkrunarkenn- arar hafa ekki séð sér fært að vinna hér mörg ár samfellt. Við hjúkrunarskóla af sambæri- legri stærð á Norðurlöndum þykir hæfilegt að hafa 1 hjúkrunar- kennara fyrir hverja 15—20 nem- endur og jafnvel er sums staðar farið að setja mörkin við 10—12 nem. á hvern kennara. 70 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.