Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 17

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 17
Ef við athugum mótefnasam- stæðuna, þá liggur það í aug- um uppi, að starfsemi mótefna kemur til skjalanna vegna þess, að það eru mótefnakveikjur í meinsemdinni, en það er einnig sýnilegt, að þau lamast á mjög skömmum tíma. Sé meinsemd í tilraunadýri, sem er framköll- uð með efni, sem veldur krabba- meini, numin burt og gerður úr henni frumugrautur, honum síðan sprautað í sama dýrið og önnur dýr af sama stofni, vex engin meinsemd í dýrinu, sem meinið var tekið úr, en hins veg- ai' myndast hraðvaxandi mein- semdir í hinum dýrunum. Þetta sýnir, að mótefni (antibodies) eru að verki. Enn fremur: Séu hlutar úr meinsemd látnir vera í snertingu við miltisfrumur úr dýrinu, sem gengur með mein- semdina, kemur fram sterk cytotoxisk og cytostatisk verk- un. Meinsemdir geta þá vaxið þrátt fyrir mótstöðu líkamans eða mótefnaaðgerðir hans, en það er aðeins hægt að sanna með vefjaflutningi. Sé tekin hálf meinsemdin í stað þess að nema hana alla burt, þá myndar vefja- Srautur úr henni nýja mein- semd í dýrinu og miltisfrumur Ul' því sýna engin cytotoxisk áhrif. Þetta sýnir, að þótt ekki sé skilin eftir nema hálf mein- semdin, lamar hún hæfni lík- amans til að mynda mótefni (antibodies). Enn fremur lam- ai' meinsemdin starfsemi sog- ^eðahnútanna, sem eru síur hans eða hreinsistöðvar, og það sann- ast á því, að í eitlunum, sem hggja í sogæðabrautum út frá meinsemdinni, finnast nær eng- lr lymphocytar, en í eitlunum, sem liggja til hliðar við þær og ei'U ekki í neinu sambandi við ^ueinið, morar af þeim. 'Uan iin MEÐ Ú\VEMlSI.VMPIIOCYTIM er sú ónæmisaðgerð, sem nú er mest í tízku og lofar beztu. Yfirleitt eru lymphocytar, sem ráðast á meinsemdir, allt of fáir til þess að geta haft úrslitaáhrif. Þess vegna hefur verið reynt að flytja lymphocyta annars staðar frá í tilraunadýr með mein- semdir. Það er gert á þann hátt að taka örlítinn bita úr meinsemd dýrsins og flytja yfir á annað dýr sömu tegundar, safna síð- an sogeitlafrumum úr ductus thoracicus á því dýri og flytja yfir á dýiúð með upprunalegu meinsemdina. Þá kom í ljós, að meinsemd, sem ferfaldaðist að stærð á 20 dögum, var nú 80 daga að ferfaldast. En hins veg- ar fékkst enginn árangur, þeg- ar lymphocytarnir voru teknir úr dýrum, sem höfðu ekki feng- ið ónæmisaðgerð, né heldur ef dýrin, sem sogeitlafrumurnar voru fluttar úr, höfðu verið gerð ónæm með meinsemdum ann- arrar tegundar. Áhrifin eru þess vegna sérhæfð og einstaklings- bundin fyrir hverja meinsemd. Lymphocytarnir hafa engin áhrif á meinið, ef það er meira en 2 cm í þvermál. Það er al- gild regla, að meðferð með ónæmissogeitlafrumum kemur því aðeins til greina, að mein- semdin sé lítil. 1 tilraunum Al- exanders kom í ljós, að lympho- cytarnir höfðu engin áhrif, ef það var meira en 2.5 cm í þver- mál eða stærra. Tæknin við að ná sogeitla- frumum úr ductus thoracicus á rottum er mjög erfið, og auk þess var talið, að betri árang- ur næðist með því að fá sog- eitlafrumurnar beint úr sog- æðabrautunum, og var þá farið að athuga, hvort ekki væri hugs- anlegt að nota ósamkynja sog- eitlafrumur. Það kom í ljós, að með því að sprauta sérstaka geitategund með graut úr rottu- æxlum var hægt að fá úr þeim immuniceraða lymphocyta, sem höfðu dramatískar verkanir á rottumeinsemdirnar, þannig að 15% þeirra hurfu með öllu og læknuðust, og hjá geitunum tókst að ná sogeitlafrumunum beint úr sogæðabrautunum, þar sem lífsþróttur þeirra er mest- ur, og tæknilega reyndist þetta auðvelt. MlMTtSTÖIM It AI.KXAMMTtS EIIU IMiSSAIt: Áhrif ónæmismeðferðar á framkallaðar meinsemdir eða það, sem Alexander kallar primitive tumors, eru mjög at- hyglisverð. En við verðum að vera mjög gætnir í túlkun okkar á áhrifunum, sem við verðum vitni að. Meinsemdirnar, sem við höfum notað í rannsóknum okkar, eru 3.4 — benzpyrene- mynduð æxli - sarcom - og þau eru sannarlega brellin. Við vit- um, að líkaminn, sem hýsir þau, myndar sterk viðbrögð gegn þeim og að þessar meinsemdir vaxa vegna þess, að þær sigr- ast mjög naumlega á vörnum líkamans. Með öðrum orðum: örlítil utanaðkomandi áhrif geta nægt til þess að þyngja vogar- skálina aðeins til þeirrar hand- ar, að meinsemdin víki. Þessar meinsemdir eru þó mjög nyt- samur grundvöllur undir próf- un ónæmismeðferðarinnar; aðr- ar meinsemdir bjóða ekki slík tækifæri. Hvað snertir meinsemdir hjá mönnum vil ég leggja sérstaka áherzlu á, að allar ónæmisrann- sóknir og ónæmisaðgerðir til þessa dags gefa í skyn, að þessi lækningaaðgerð öðlist gildi sem hjálparþáttur við lækningu, ekki til að lækna ein út af fyrir sig, til þess eru verkanirnar allt of veikar enn sem komið er. Það liggur að nokkru í því, að svo lítið af áhrifum varnarherj- anna nær til meinsemdanna. Mótefni, hákfrumur og sogeitla- frumur ná ekki að beita áhrif- um sínum — eða streyma — í nógu miklu magni að mein- semdinni, þótt þau séu í ríkum Framh. á bls. 68. TÍMARIT HJÚKRUNARPÉLAGS ÍSLANDS 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.