Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 18

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 18
SSN'RÁÐSTEFNA 1 SÖDER TÁLJE, um tengsl og samvinnu innati heilbrigdisþjónustunnar Sigríður Jakobsdóttir. Sigríöur Jakobsdóttir, forstööu- kona Heilsuvemdarstöövar Reykjavíkur. Vikuna 22.—28. nóvember s.l. var haldin ráðstefna á vegum Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum (SSN) í Söder- talje í Svíþjóð. Þátttakendur voru 32 og skiptust nokkurn veginn jafnt frá hverju landi, nema undirrituð var ein frá Is- landi. Fyrir þessari ráðstefnu lá málefni, sem hefur verið nokkuð lengi til umræðu hjá SSN, en það var: Tengsl og sam- vinna innan heilbrigðisþjónust- unnar (Kommunikation mellan öppen och slutten várd). Heilsu- verndar- og sjúkragæzlunefndir SSN höfðu undirbúið verkefni fundarins, sem var eftirfarandi: Að semja tillögur um það, hvernig bæta mætti tengsl og samvinnu milli hinna ýmsu þátta heilbrigðisþjónustunnar: a) til að mæta sem bezt þörf- um einstaklingsins, b) til að auðvelda skipulagn- ingu og stjórnun innan heil- br igðisþ j ónustunnar, c) til að nýting heilbrigðis- stofnana verði betri frá heil- brigðislegu og fjárhagslegu sjónarmiði. Fyrir ráðstefnunni lágu greinargerðir um þetta efni frá öllum löndunum nema fslandi. SSN hafði skipulagt gagn- kvæmar kynnisferðir hjúkrun- arkvenna á árinu 1969, þannig að tvær norskar hjúkrunarkon- ur fóru til Danmerkur, tvær danskar til Finnlands, tvær finnskar til Svíþjóðar og tvær sænskar til Noregs. Hjúkrunar- konurnar dvöldu tvær vikur í því landi, sem þær heimsóttu, og kynntu sér, hvernig þessum málum var háttað. Þær skrif- uðu síðan greinargerðir um at- huganir sínar í viðkomandi landi og sendu til SSN. Þessar skýrslur voru sú undirstaða, sem umræður ráðstefnunnar byggðust á, svo að ísland hlaut að verða þarna dálítið utan- gátta. Þess var samt sérstak- lega óskað af hálfu SSN, að full- trúi kæmi héðan til þess að fylgjast með umræðunum. Formaður sænska hjúkrunar- félagsins, Gerd Zetterström Lagervall, setti ráðstefnuna, bauð þátttakendur velkomna og skýrði frá undangengnum um- ræðum hjá SSN um verkefni fundarins. Stjórnandi ráðstefn- unnar var sænsk heilsuverndar- hjúkrunarkona, Siri Hággmark. Dagskráin var nokkuð ströng, dagarnir voru skipulagðir frá morgni til kvölds. Mest af tím- anum fór að sjálfsögðu í um- ræður, en auk þess voru nokkr- ir ágætir fyrirlestrar, sem allir snertu þetta málefni á einn eða annan hátt. Okkur var skipt í 5 umræðuhópa, og átti hver hóp- ur að leggja fram sínar tillög- ur. Síðar í vikunni var kosin sérstök nefnd, sem ræddi niður- stöður umræðuhópanna, en hún gekk svo frá hinum endanlegu samþykktum ráðstefnunnar. Það var álit þeirra hjúkrun- arkvenna, sem sátu þennan fund, að á öllum Norðurlönd- unum skorti mikið á, að samvinna innan heilbrigðisþjón- ustunnar væri viðunandi. Það var að vísu nokkuð misjafnt eftir löndum og landshlutum, hvað mest þótti ábótavant á hverjum stað. Sums staðar hafði heilbrigðisþjónustan verið end- urskipulögð með þetta atriði í huga og tekizt vel. Það kom ; greinilega fram í umræðunum, hversu slæmt þetta samvinnu- leysi er fyrir alla aðila. Það eykur á kostnað heilbrigðisþjón- ustunnar, því að stofnanir og starfsfólk nýtist ekki sem skyldi, og það veldur starfs- fólkinu oft miklum erfiðleikum. Sá, sem skortur á samvinnu bitnar þó mest á, er einstakl- ingurinn, sem leitar sér aðstoð- ar, hvort sem hann er sjúkur eða heilbrigður. Alls staðar þótti mest skorta á tengsl og samvinnu milli þeirr- ar þjónustu, sem veitt er í heil- brigðisstofnunum og utan þeirra. Er þá t. d. átt við heim- ilislækningar, heilsuvernd og heimahjúkrun. j Heimilish j úkrunarkonurnar kvörtuðu mikið, sögðust hvorki fá nægilegar upplýsingar um sjúkdóma né fyrri hjúkrun þeirra sjúklinga, sem þær tækju við frá sjúkrahúsum eða lækn- 52 TÍMARIT HJÚIÍRUNARFÉLAGS ÍSLANDS J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.