Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 4

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 4
Páll Gíslason. BLÁÆÐABÓLGA OG BLÓÐ- TAPPAR í LUNGUM Páll Gíslason, yfirlæknir hancLlækningadeildar Land- spítala íslands. Á SÍÐUSTU ÁRUM hafa orðið geysilegar framfarir í læknis- fræði og margvíslegri tækni beitt til að lækna ýmsa þá sjúk- dóma, sem áður voru oftast ban- vænir, en eru nú læknaðir með nýjum lyfjum eða skurðaðgerð- um. Fyrir 40 árum sögðu læknar: „Ef við hefðum nú einhver lyf við lungnabólgu eða berklum!“ Þessi lyf höfum við nú, en ný vandamál hafa komið í þeirra stað. Einn er sá sjúkdómur, sem erfiðlega hefur gengið aðeiga við og hefur ekki breytzt mikið síð- ustu árin, en er stöðugt vand- meðfarinn, en það er bláæða- bólga og blóðtappar í lungum vegna hennar, sem oft leiða sjúkling til dauða, eftir að vel hefur gengið meðferð á sjúk- dómi þeim, sem lagði sjúkling í rúmið í upphafi. Ég vil í mjög stuttu máli greina frá tíðni, helztu orsök- um, einkennum og me'ðferö blá- æðabólgu og lungnablóðtappa, áður en skýrt er frá ýmsum nýjungum í rannsókn og með- ferð, sem nokkrar vonir standa til að geti breytt til batnaðar ástandi og horfum þessara sjúklinga. DÍI»M — OIISAKIÍI Bláæðabólga eða -segi kemur oftast í kjölfar annars sjúk- dóms, sem hefur lagt sjúkling í rúmið. Erfitt er að segja um tíðni bláæðabólgu vegna þess, hve sjúkdómsgreining er oft óviss, en varla er vafi á, að hún hef- ur aukizt. Á spítölum í Oxford jókst hún um helming á tímabilinu frá 1947 til 1960. Með nýrri rannsóknartækni (mælingu á geislavirku fibrino-geni) hefur fundizt bláæðasegi eftir skurð- aðgerð hjá !/s hluta sjúklinga yfir 40 ára, en helmingur þess- ara sjúklinga voru einkenna- lausir með öllu. Helztu orsakir og atvik upp talin eru: 1. Eldri sjúklingum er hætt við bláæðabólgu. Sjaldgæft hjá börnum. 2. Lega í rúmi eða setur í stól, þ. e. kyrrstaða, sérstaklega gamals fólks. 3. Skurðaðgerðir og því frem- ur sem aðgerðin tekur lengri tíma. 4. Staðbundinn áverki eða þrýstingur (slys, gips, lega á kodda í hnésbót). 5. Bólgur í grindarholi eða fót- um. 6. Æðahnútar og afleiðing fyrri æðabólgu. 7. Fæðing eða fósturlát. 8. Ýmsir sjúkdómar í blóði, krabbamein o. fl. 9. Notkun hormónlyfja, svo sem getnaðarvarnarlyfja. Tíðni er mest við kviðarhols- aðgerðir og þá meiri við aðgerð- ir á innri kynfærum kvenna, en mest við meiri háttar aðgerðir á kviðarholslíffærum, svo sem maga, ristli og legi. Bláæðabólga kemur oftast án þess að sýklar eigi beinan þátt í. Komist sýklar að, getur graf- ið í bólgunni, en annars mynd- ast þéttur rauður segi, sem hvítnar, þegar blóðið síast úr honum. Er hann þá fastur við æðavegginn og lokar æðinni um langan tíma. Æðin getur samt opnazt aftur og starfað, en er þá án lokanna, og rennur blóðið þá ekki alltaf í rétta átt. Veld- ur þetta miklum óþægindum og oft bjúg og sárum á fótum. Bláæðabólga á handleggjum er fátíð, nema staðbundin eftir nálarstungur og langvarandi vökvagjafir. Helztu staðbundnu orsakir storknunar í æð eru: 1. Hægt rennsli blóðsins. 2. Sært innra borð æðarinnar. 3. Óeðlileg samsetning blóðsins — aukin tilhneiging til storknunar. Við rúmlegu og kyrrstöðu hægist blóðrennsli í bláæðum fóta og grindarhols. í gömlu fólki og í sjúklingum með bólg- ur í grindarholi eru oft skadd- aðar bláæðar. Eftir skurðað- gerðir, við blóðsjúkdóma og krabbamein, er storknun oft óeðlilega mikil (minni fibrino- lysis, aukin viðloðun throm- bocyta o. s. frv.). 38 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.