Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 15

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 15
sjaldan, áhætta þessara blóð- flokka virðist mjög lítil og svip- uð. Langflestar konur, sem fá æðabelgskrabba, eru úr AB- blóðflokknum. Það finnst mjög mikið af mót- efnakveikjum (antigenum) í sambandi við æðabelgskrabba og jafnframt mikil mótefna- myndun. Meinfrumurnar eru stórar og mikil sogeitlafrumu- íferð á milli þeirra og í kring- um meinið. Eins og við vitum, er þessi nieinsemd mjög viðkvæm fyrir nietothrexate og læknast vel af því, jafnvel til fullnustu. Bag- shave vildi þó halda því fram, uð svo væri ef til vill ekki. Hin niikla sogeitlafrumuíferð kring- uni meinið benti á einbeittar varnaraðgerðir frá líkamans hálfu auk mótefnakveikja og niótefnamyndunar og því væri sennilegast, að þegar lyfið hefði sigrazt á meininu að vissu marki pg lamandi áhrif þess á ónæm- iskerfi líkamans væru um garð gengin, tækju þessi varnarkerfi við og fullkomnuðu útrýmingu ’þeinsins. Það væri skýringin f> hvað batinn væri oft fullkom- mn og varanlegur. Þarna kom fram hinn frægi Denis Burkitt, sem hefur vannsakað Burkittslymphomið allra manna mest og sérstak- |sga landfræðilega útbreiðslu þess í Afríku. Hann ferðaðist á ákaflega frumstæðan hátt, í lé- legum stationsvagni um geysi- ^uikil landflæmi með tveim öðr- uni læknum, sem óskuðu eftir að taka þátt í þessum rann- soknarleiðangrum hans. Annar þeirra var snillingur í bílavið- gei'ðum og gat fengið næstum ^vaða bíldruslu sem var til að ganga. Þetta kom sér meira en vel. Það fór svo, að þeir ferðuðust Um 9 lönd. En seinna tókst Bur- itt svo fleiri leiðangra á hend- Ur °g linnti ekki fyrr en hann v ai' búinn að gera nákvæmt kort yfir útbreiðslusvæði sjúkdóms- ins í Afríku. Það sýndi sig, að í Mið- Afríku, í nánd við miðbaug, fannst sjúkdómurinn allt upp í 5000 feta hæð. 1 Nyasalandi þekktist hann ekki í meira en 3000 feta hæð og í Swasilandi ekki ofan við 1000 fet. Þetta skildi enginn í fyrstu, en síðan varð mönnum ljóst, að hitastigið virtist ráða mörkun- um. Þar sem það var komið nið- ur fyrir 16 stig á C, hvarf sjúk- dómurinn. Þegar Burkitt kom til Vestur- Afríku til að rannsaka sjúk- dóminn, mætti honum ný ráð- gáta. 1 Suður-Nígeríu var sjúk- dómurinn næstum alls staðar, en í hinni þéttbýlu Norður-Níg- eríu sást hann helzt ekki. Sama var upp á teningnum í Ghana. Skýringin virtist vera sú, að sjúkdómurinn stæði að ein- hverju leyti í sambandi við úr- komu og raka. 1 Suður-Nígeríu og nokkrum hluta Ghana er úr- koman 1500—2200 mm á ári, en á norðursvæðunum er hún mjög lítil. Niðurstaðan var sú, að ákveð- ið hitastig og úrkomumagn væri skilyrði fyrir útbreiðslu sjúk- dómsins. Þegar Burkitt hafði opinber- að allt um háttalag og útbreiðslu sjúkdómsins, benti Jack Davies læknir á, að mýgulusótt eða Yellow fever hefði sama út- breiðslumynztur og Burkitts- lymphomið. Flugan, sem henni veldur, er athafnasömust á þess- um sömu heitu og röku lands- svæðum. Síðan hefur sú spurning leit- að mjög á vísindamennina: Er Burkittslymphomið veirusjúk- dómur, sem berst með flugum? Nú fór Burkitt að gera til- raunir til að lækna sjúkdóminn og komst þá að raun um, að metothrexate hafði áhrif á hann. Hann bókstaflega bráðn- aði niður undan því í sumum tilfellum. En honum til mikill- ar skelfingar fór svo um einn af fyrstu sjúklingunum, að móð- irin nam barnið á brott um nótt, þegar meðferðin var rétt í byrjun og batinn að hefjast. Eftir eitt ár hafðist upp á barn- inu, sem þá var alheilt, og 8 árum seinna sá hann sömu telp- una, enn alheila. Hann hafði fram að þessu gefið lyfið í smáskömmtum, sem voru taldir allsendis ófullnægj- andi í meðferð annarra tegunda krabbameins. En þar sem fram- vegis vildi brenna við, að for- eldrar kæmu að næturlagi og hirtu börnin snemma í meðferð, fór hann að gefa einn stóran toxískan skammt og sá, að það gaf miklu betri raun. Vefirnir í kjálkabeinunum, sem meinið óx í, virtust nú ná sér að fullu. Burkitt segir: Stóri skammtur- inn veldur miklum eiturverkun- um, sem standa stutta stund, og eyðir meininu betur en marg- ir smáskammtar, en áhrif hans endast ekki nógu lengi til að brjóta niður ónæmisvarnir lík- amans, nema að litlu leyti, þess vegna geta þær tekið fljótt við og gert það, sem á vantar til að tryggja batann. Hann segist ekki vita, hvort þessi hugmynd sín sé rétt, en telur margt benda til þess, að svo sé. Og eitt styður mjög þessa hugmynd hans: meinið hverfur stundum af sjálfu sér án nokk- urrar meðferðar. 1 seinni tíð hefur Burkitt notað mest cyklo- phosphamid við sjúkdómnum, með afbragðs árangri. Þá ræddi Burkitt um Kaposi sarkomið, og taldi hann ekki ólíklegt, að það væri svipaðs eðlis og Burkittslymphomið og hagaði sér líkt því. Hann sagði frá margra ára sóttarhléum af 1—2 spr. af nitrogenmustarði, en auk þess á sér stað sjálfkrafa eyðing meinsins. Hvort þarna væri um ónæmisáhrif að ræða, sagðist hann ekki vita enn þá, en spurði án þess að fá svar: Hvað gæti það verið annað? TÍMARIT HJ ÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.