Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 23
fylgzt nákvæmlega með hægð-
um hjá öllum þessum sjúkling-
um. Oftast var byrjað á því að
gefa staut daglega 4—5 morgna
í röð, síðan reynt hið sama ann-
an hvern morgun í 2—3 vikur,
þá þriðja hvern dag. Að lokum
dugði oft glyserine-stautur einu
sinni í viku. Þá hafði sjúkling-
ur vanizt að hafa hægðir á sama
tíma hvern dag og hélt því
áfram.
Staut verður að þrýsta vel
Upp í endaþarm, um vísifingurs-
lengd, og upp með innra vegg
þarmanna. Síðan er misjafnt,
hve fljótt þetta örvar þarma-
hreyfingar, og ertir mismikið.
Stundum þarf strax að setja
sjúkling á bekju, en oftar var
hægt að láta þá í bekjustól og
verkaði þetta ekki fyrr en að
30—45 mín. liðnum.
Tveir sjúkraliðarnir hjálpuð-
ust að við að hagræða þessum
sjúklingum vel á stólnum, settu
teppi yfir hné, kodda við bak
°g handleggi eftir þörfum,
stundum leguhringi á setu stóls-
ms. Oft fengu sjúklingarnir
heitt vatn að drekka, og mikið
vur notaður sveskjusafi. Þetta
bar árangur í 90% af tilfellun-
um. Þessir sjúklingar voru svo
yfirleitt hreinir, það sem eftir
var sólarhringsins. Engar píp-
Ul' þurfti að setja og ekkert að
skipta á óhreinum lökum.
Þetta var geysistórt og mikil-
yægt spor í endurhæfingarbar-
uttu okkar fyrir þessa langlegu-
sjúklinga. Það var eins og létt
væri af þessum mönnum þungu
furgi. Þeir fóru að hafa ánægju
af að borða. Lystin fór að auk-
ast.
Þeir voru komnir þarna í stól
~~ voru síðan aðeins fluttir í
Pyegilegri stóla. Þeir voru þá
th í að reyna að taka fáein fót-
spor milli stóla, og jókst svo
daS frá degi.
f^essir sjúklingar, sem við
leugum á deildina, voru sumir
. a elliheimilum, aðrir frá eig-
ln heimilum. Margir höfðu ver-
ið rúmfastir í eitt til tvö ár.
Handleggir og fætur voru oft
orðnir krepptir.
Vissulega var hjá okkur mik-
il vöntun á sjúkraþjálfurum. En
þar sem þeim var ekki til að
dreifa, reyndum við að nota tím-
ann milli 11.30 og 12, eins marg-
ir og mögulega gátu, til að fara
um og gera passívar æfingar á
öllum þessum sjúklingum, sem
voru lamaðir á einhvern hátt.
Við þetta aðstoðuðu okkur
nokkrir sjúklingar, sem höfðu
fótavist, en voru hjá okkur,
stundum nokkuð lengi. Einnig
kenndum við aðstandendum að
vinna með sjúklingnum, hreyfa
máttvana limi. Gladdi það
marga eiginkonuna, þegar henni
fannst hún geta eitthvað að-
stoðað við að koma maka sín-
um aftur til betri heilsu. Vissu-
lega urðum við fyrst að fá leið-
beiningar hjá sjúkraþjálfurum
og urðum síðan að fylgjast vel
með, að aðrir fylgdu þessum
leiðbeiningum eftir, en árang-
ur varð ótrúlega mikill og þeim
tíma ekki varið til einskis.
Við höfðum eitt lyftitæki á
deildinni, og notuðum við það
óspart fyrir alla farlama sjúkl-
inga okkar, og rík áherzla var
lögð á það, að allt starfslið á
deildinni, nótt og dag, notaði
þetta tæki til að lyfta sjúkling-
um í stól, á bekju, upp í rúm
aftur. Einnig notuðum við lyft-
una til að setja sjúklinga í heitt
bað. Þetta gerðum við oft kl. 14
—16, þegar mestu önnum dags-
ins var lokið. Reyndum við þá
að láta sjúklingana liggja í
heitu vatni í 20 mínútur annan
hvern dag. Síðan voru sjúkling-
ar yfirleitt látnir í rúmið, áður
en kvöldvaktin tók við, kl. 16.00.
Nú munu margir spyrja: ,,En
hvað um ósjálfrátt þvaglát?"
Þetta er nú auðvitað einnig mik-
ið vandamál. Við reyndum eftir
beztu getu að láta þvagflöskur
hjá sjúklingum með ákveðnu
millibili, sérstaklega eftir mál-
tíðir. Höfðum við þá á vökva-
skrá og gáfum þeim fullt glas
af vökva á tveggja tíma fresti
frá kl. 6 að morgni til kl. 20
að kvöldi. Alls varð þetta 200
ml X 8 = 1600 ml. Þetta var
stundum þolinmæðisverk, það
vita allir, sem hjúkrað hafa slík-
um sjúklingum. En þetta tekst
— með því að tauta kannske að-
eins í hljóði, en sýna jafnframt
mikla ástúð og kærleika. Síðan
gáfum við ekki vökva eftir kl.
20. Svo lærðum við mjög gott
ráð hjá einni eiginkonu, sem
hafði oft hjúkrað manni sín-
um lengri eða skemmri tíma
heima. Við hagnýttum okkur
plastpoka, sem ekki eru mjög
stórir, taka ca. 200—300 ml af
vökva, og festum þá um penis
með meðfylgjandi böndum, en
bundum aðeins um pokaopið,
púðruðum vel meðfram og skipt-
um jafnóðum og fylltist. Þetta
særir ekki eða ertir, og sjúkl-
ingur lætur þetta yfirleitt af-
skiptalaust.
Þar sem flestir sjúklingar
voru komnir í rúmið kl. 16 og
fóru ekki fram úr þar til kl. 6
næsta morgun, höfðum við
ákveðna stundaskrá fyrir þá.
Sjúklingarnir voru alltaf látnir
liggja á aukalaki, ,,lyfti-laki“.
Kl. 16 voru þeir látnir á hægri
hliðina — hagrætt í líf-
legu með smákodda milli
fóta og e. t. v. undir
handlegg, gæruskinn
undir sitjanda. Allir
sjúklingar (með mjög
fáum undantekningum)
geta legið á hliðunum, ef
nægilega vel er um þá
búið, koddi t. d. þétt-
ingsfast við bakið, og ein
hjúkrunarkona eða einn
sjúkraliði getur snúið
þessum sjúklingum við
og við, ef það er gert
með réttum tökum og
réttum stöðustellingum.
Sjúklingarnir fengu
kaffi, te eða aðra drykki,
Framh. á bls. 69.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 57