Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Síða 7

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Síða 7
Hljóðbylgjutæki til blóörennslis- mælinga. síðan dregin út, og ýtir hún þá seganum á undan sér út um skurðsárið í náranum. Síðan er gefið heparín til að hindra storknun og því haldið áfram, eins og áður er lýst. Aðgerðin er kölluð thrombectomia. Nokk- ur hætta er á, að æðin stíflist aftur, ef æðaveggurinn hefur skaddazt, og er því nauðsynlegt að gera aðgerðina sem fyrst eft- lr að æðin stíflaðist. Ávinning- ur aðgerðar er að hindra bjúg- myndun og sár á fæti eftir stífl- ur og ná eðlilegri starfsemi æða 1 fætinum. MeðferS á lungnablóðtappa er uiikið vandaverk. Oft er eng- mn fyrirvari á honum, en blá- ^eðabólga er orsök hans. Hindr- un og meðferð hennar verður Því mikilvæg til að hindra lungnablóðtappa. Segavörn með heparíni og dicumarol er mik- ilvægust. Blóðsegarnir, sem skolast til 'ungna, geta verið mjög mis- stórir, og fara einkenni eftir því. Séu þeir litlir, verða ein- kenni lítil, en einn stór segi get- Ur gert út af við sjúkling á svip- stundu með því að stífla lungna- slugæðina. Sé tappinn lítill, en fljótlega komi annar þrátt fyrir sega- vöm (anticoagulatio), þá kem- ur mjög til greina að rjúfa blá- fyrir ofan bláæðabólguna. ®r það oftast gert með því að setja „síu“ á vena cava in- terior rétt neðan við nýrnaæð- ur- Eru sett nokkur saumspor 1 Segnum æðina eða plastklemma með smágötum utan um æðina. rer þá mest af blóðinu í gegn, en segarnir, sem fljóta með, sitja eftir fyrir neðan. Sé blóðseginn stærri, verða 3rúð einkenni mikil, og þarf þá Hð bregða fljótt við og styðja starfsemi lungna og hjarta eins og hægt er (digitalis, diuretica, súrefni o. s. frv.). Intubation og öndunarvél geta hjálpað í byrjun. Nánari rannsóknir (angiografia) geta svo sýnt, að seginn sé stór, og er þá tvennt til: að reyna lyf, sem leysa upp segann (fibrinolysin: strepto- kinasi, urokinasi) eða opna brjóstholið og lungnaslagæðina og tæma út segana. Hafa margir lifað af slíkar aðgerðir, sérstak- lega síðan hinar miklu fram- farir urðu í notkun hjarta- lungnavéla til að halda blóðrás og súrefnisinnihaldi hennar í lagi, meðan aðgerð fer fram. -'VÝ.IISTI' ItAIVIVSÓKIVARAUFElUim Á síðustu árum hafa komið fram ný tæki til að fylgjast með blóðrásinni og þá þeim stífl- um, sem þar geta myndazt. Eins er eldri rannsóknartækjum nú meira beint að þessum rann- sóknum og þá ekki síður í bráða- tilfellum. Eru þessar helztar: 1. Röntgen: Arteriografia pulmonalis. 2. Phlebografia. 3. Geislavirk efni (scanning). 4. Hljóðbylgjutæki. 1. Arteriografia pulmonalis: Með því að sprauta skugga- efni inn í lungnaslagæðina má sjá, hve stór blóðseginn er og hvar hann situr. Má því áætla, hvort búast megi við árangri af fibrinolysin- um (segarnir dreifðir, en aðalæðar opnar) eða hvort embolectomia sé eina vonin (segi situr í aðalæðum). 2. Phlebografia: Sprautað er skuggaefni í bláæð fyrir neð- an væntanlega stífu og með endurteknum Röntgen- myndum fylgzt með rennsli blóðsins. Er þá hægt að sjá, hvar stíflur eru og hve mikl- ar, og gera sér grein fyrir því, hvort aðgerð væri fýsi- leg. 3. Geislavirk efni: Með því að sprauta geislavirku efni (125 I. Fibrinogen) í æð, þá dreifist það um allan lík- amann, en sezt þó meir í storknað blóð en annars staðar. Má því mæla þetta með næmum mælum (iso- tope-localisation monitor) og finna, hvar stíflur eru að myndast. Þetta er þó taf- samt og varla hægt að nota Frumh. á bls. 68. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 41

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.