Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 9

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 9
inu nú á dögum, því að það er enginn hægðarleikur að fylgjast nieð hinni stórstígu þróun; á sviði heilbrigðisþjónustunnar hefur nánast orðið bylting. Hjúkrunarkonur skyldu þó ekki vera í vafa um hlutverk sitt, því að það er að annast hjúkr- unina — og hjúkrun er ekki ein- ungis það að veita sjúkum að- hlynningu, heldur einnig að sjá til þess, að fólk verði ekki veikt, þ- e. sjúkragæzla og heilsuvernd uiynda eina heild. Hjúkrunarkonan er sá aðili, sem stendur sjúklingnum næst. Einnig í heilsuverndarstarfinu er hún næst þeim einstaklingi, sem um er að ræða hverju sinni. Og hlutverk hennar hlýtur að vera það, að tryggja beztu hjúkrun. Þá má spyrja — hvað er bezta hjúkrun? Það veit hjúkrunarkonan sjálf í krafti sinnar góðu menntunar, eðlisá- vísunar sinnar og þekkingar á viðfangsefnunum, hvort sem um er að ræða sjúkrahússtörfin, að- hlynningu barna, aldraðra eða unnarra. Á grundvelli þessarar þekkingar veit hún einnig, hvað hún getur falið öðrum að annast. Hað er vel hægt að gefa ákveðn- ar leiðbeiningar, og það hefur líka verið gert, m. a. varðandi starfssvið sjúkraliða og í hinu uýja nefndaráliti um aðstoðar- fóik á hjúkrunarheimilum. En það verður aldrei unnt að láta 1 té tæmandi skrá um hvað þessi nðili eigi að gera og hvað hinn. Það er svo einstaklingsbundið °&_ svo háð aðstæðum og þeim hjálpartækjum, sem hjúkrunar- honunni standa til boða, að hún verður að ráða fram úr því, hvernig haga beri verkaskipt- lrigu milli þess starfsliðs, sem tiltækt er, og þar með verður 1ún ábyrg fyrir því, að látin se í té eins góð hjúkrun og kost- uu er á. ■— Hvemig kemur yður þró- unin á sviði hjúkrunarhevmila fyrir sjónir — erurti við á leið út úr öngþveitinu ? Eli Magnussen. — Á þessu sviði öllu hefur verið ringulreið vegna þess, hve ósamstæð sú starfsemi er, sem undir það fellur. Hin nýja fram- færslulöggjöf markar hins veg- ar þróuninni skýra stefnu og veitir allt aðra möguleika en áður til að skapa viðunandi vinnuskilyrði fyrir það starfslið, sem á að vera á þessum heim- ilum. Af þeim sökum verða að- stæðurnar sem betur fer einnig góðar fyrir vistmenn heimil- anna. Ekki sízt fyrir hjúkrun- arkonur er það mjög mikilvægt, að nú verður unnt að inna af hendi jákvætt starf einnig á þessum vettvangi. Það mun laða að vel hæft starfslið, og á því er brýn þörf, en við megum bara ekki gera ráð fyrir því að allt starfsliðið eigi að vera skipað hjúkrunarkonum. Talið er, að u. þ. b. 15% af öllu starfsliði hjúkrunarheimilis þurfi að vera hjúkrunarkonur, og þær munu framvegis, þótt það muni taka nokkurn tíma, fá gott sam- starfsfólk, í fyrsta lagi þegar hin nýja menntun fyrir aðstoð- arfólk á hjúkrunarheimilum verður komin til fullra fram- kvæmda, og í öðru lagi með hinni endurbættu sjúkraliða- menntun. Hér er það enn mennt- un, sem krafizt er, og eftir henni verður að bíða; það er m. a. ekki hægt að efla menntunina örar en unnt er að afla kennara og fjármagns. Þessa kennara verður að mennta. Það er ekki sérlega auðvelt að koma sér- hæfðum starfshópum á fót í skyndi, en ég er sæmilega bjart- sýn á möguleikana á að skapa viðunandi skilyrði á hjúkrunar- heimilunum á næstu árum. — Hvemig verður unnt að tryggja, að hjúkrunin verði áfram undir stjórn hjúkrunar- kvenna, þótt nýtt ski'pulag komi til sögunnar? — Þessu verð ég að svara þannig, að það er nú einu sinni svo, að ekki er hægt að ákveða í eitt skipti fyrir öll, að þessi eða hinn skuli stjórna þessu eða hinu. Tryggingin fæst með því að sýna, að maður sé öðrum hæf- ari til starfsins. Vilji stjórn- völdin koma á virkilega góðri skipan fyrir íbúana á viðkom- andi svæðum, verða þau að tryggja sér það fólk, sem hefur sérmenntun og hæfni til starfs- ins. Þess vegna verður eindreg- ið að vonast til, að hjúkrunar- konur skilji gildi þess að afla sér menntunar og að þær reyn- ist fúsar að taka við þeim stöð- um, sem stofnað verður til. Þeg- ar litið er á þau verkefni sem t. d. heilsuverndarhjúkrunar- konur amtanna hafa á hendi, virðist mér augljóst, að þar sé um að ræða geysiskemmtilegt og áhugavert starf, og mér er nær að halda að margar í hópi hinna yngri heilsuverndar- hjúkrunarkvenna hafi hug á þessum stöðum. — Vilduð þér segja okkur svolítið um samskipti Danska hjúkrunarfélagsins og heilbrigð- isstjórnarinnar ? Hvemig geta TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.