Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Page 18
SSN'RÁÐSTEFNA 1 SÖDER TÁLJE,
um tengsl og samvinnu innati heilbrigdisþjónustunnar
Sigríður Jakobsdóttir.
Sigríöur Jakobsdóttir, forstööu-
kona Heilsuvemdarstöövar
Reykjavíkur.
Vikuna 22.—28. nóvember s.l.
var haldin ráðstefna á vegum
Samvinnu hjúkrunarkvenna á
Norðurlöndum (SSN) í Söder-
talje í Svíþjóð. Þátttakendur
voru 32 og skiptust nokkurn
veginn jafnt frá hverju landi,
nema undirrituð var ein frá Is-
landi. Fyrir þessari ráðstefnu
lá málefni, sem hefur verið
nokkuð lengi til umræðu hjá
SSN, en það var: Tengsl og sam-
vinna innan heilbrigðisþjónust-
unnar (Kommunikation mellan
öppen och slutten várd). Heilsu-
verndar- og sjúkragæzlunefndir
SSN höfðu undirbúið verkefni
fundarins, sem var eftirfarandi:
Að semja tillögur um það,
hvernig bæta mætti tengsl og
samvinnu milli hinna ýmsu
þátta heilbrigðisþjónustunnar:
a) til að mæta sem bezt þörf-
um einstaklingsins,
b) til að auðvelda skipulagn-
ingu og stjórnun innan heil-
br igðisþ j ónustunnar,
c) til að nýting heilbrigðis-
stofnana verði betri frá heil-
brigðislegu og fjárhagslegu
sjónarmiði.
Fyrir ráðstefnunni lágu
greinargerðir um þetta efni frá
öllum löndunum nema fslandi.
SSN hafði skipulagt gagn-
kvæmar kynnisferðir hjúkrun-
arkvenna á árinu 1969, þannig
að tvær norskar hjúkrunarkon-
ur fóru til Danmerkur, tvær
danskar til Finnlands, tvær
finnskar til Svíþjóðar og tvær
sænskar til Noregs. Hjúkrunar-
konurnar dvöldu tvær vikur í
því landi, sem þær heimsóttu,
og kynntu sér, hvernig þessum
málum var háttað. Þær skrif-
uðu síðan greinargerðir um at-
huganir sínar í viðkomandi
landi og sendu til SSN. Þessar
skýrslur voru sú undirstaða,
sem umræður ráðstefnunnar
byggðust á, svo að ísland hlaut
að verða þarna dálítið utan-
gátta. Þess var samt sérstak-
lega óskað af hálfu SSN, að full-
trúi kæmi héðan til þess að
fylgjast með umræðunum.
Formaður sænska hjúkrunar-
félagsins, Gerd Zetterström
Lagervall, setti ráðstefnuna,
bauð þátttakendur velkomna og
skýrði frá undangengnum um-
ræðum hjá SSN um verkefni
fundarins. Stjórnandi ráðstefn-
unnar var sænsk heilsuverndar-
hjúkrunarkona, Siri Hággmark.
Dagskráin var nokkuð ströng,
dagarnir voru skipulagðir frá
morgni til kvölds. Mest af tím-
anum fór að sjálfsögðu í um-
ræður, en auk þess voru nokkr-
ir ágætir fyrirlestrar, sem allir
snertu þetta málefni á einn eða
annan hátt. Okkur var skipt í
5 umræðuhópa, og átti hver hóp-
ur að leggja fram sínar tillög-
ur. Síðar í vikunni var kosin
sérstök nefnd, sem ræddi niður-
stöður umræðuhópanna, en hún
gekk svo frá hinum endanlegu
samþykktum ráðstefnunnar.
Það var álit þeirra hjúkrun-
arkvenna, sem sátu þennan
fund, að á öllum Norðurlönd-
unum skorti mikið á, að
samvinna innan heilbrigðisþjón-
ustunnar væri viðunandi. Það
var að vísu nokkuð misjafnt
eftir löndum og landshlutum,
hvað mest þótti ábótavant á
hverjum stað. Sums staðar hafði
heilbrigðisþjónustan verið end-
urskipulögð með þetta atriði í
huga og tekizt vel. Það kom ;
greinilega fram í umræðunum,
hversu slæmt þetta samvinnu-
leysi er fyrir alla aðila. Það
eykur á kostnað heilbrigðisþjón-
ustunnar, því að stofnanir og
starfsfólk nýtist ekki sem
skyldi, og það veldur starfs-
fólkinu oft miklum erfiðleikum.
Sá, sem skortur á samvinnu
bitnar þó mest á, er einstakl-
ingurinn, sem leitar sér aðstoð-
ar, hvort sem hann er sjúkur
eða heilbrigður.
Alls staðar þótti mest skorta
á tengsl og samvinnu milli þeirr-
ar þjónustu, sem veitt er í heil-
brigðisstofnunum og utan
þeirra. Er þá t. d. átt við heim-
ilislækningar, heilsuvernd og
heimahjúkrun. j
Heimilish j úkrunarkonurnar
kvörtuðu mikið, sögðust hvorki
fá nægilegar upplýsingar um
sjúkdóma né fyrri hjúkrun
þeirra sjúklinga, sem þær tækju
við frá sjúkrahúsum eða lækn-
52 TÍMARIT HJÚIÍRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
J