Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Side 20

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Side 20
legar, en mér og fleirum fannst, að það kæmi ekki margt nýtt fram í þessum umræðum, og vildu þær snúast of mikið um sænsk vandamál. Það var líka búið að ræða um „kommunika- tion“ alla vikuna, svo að það var ekki mikið orðið ósagt um það mál. Mér fannst, að það hefði verið betra að hafa þess- ar umræður í byrjun vikunnar. Þegar komið var aftur til Söd- ertalje um kvöldið, var gengið frá hinum endanlegu tillögum ráðstefnunnar. Þessar tillögur voru samdar með það í huga, hvernig hjúkrunarkonur gætu stuðlað að betri tengslum og samvinnu í heilbrigðisþjónust- unni, með því að bæta samvinnu innan sinnar eigin stéttar, og einnig haft áhrif á samvinnu- vilja annarra heilbrigðisstétta. Samþykktir ráðstefnunnar voru eftirfarandi: 1. Ráðstefnan álítur, að hlut- verk hjúkrunarkonunnar sé fyrst og fremst að hjálpa einstaklingnum, sjúkum sem heilbrigðum. 2. Eitt af skilyrðunum fyrir betri samvinnu er, að hjúkr- unarkonan skilji hlutverk sitt, og eigi hún að geta haft áhrif á skipulagningu heil- brigðisþjónustunnar, er nauðsynlegt, að hún láti meira að sér kveða í þjóð- félaginu. 3. Til þess að unnt sé að skipu- leggja samhæfða hjúkrun sjúklings, þarf sá, sem byrj- ar hjúkrunina, að gera hjúkrunaráætlun. Úrdráttur eða afrit ætti síðan að fylgja sjúklingnum sem undirstaða fyrir áframhaldandi hjúkr- un hans, hvort sem hún fer fram innan sjúkrastofnana eða utan. Til tengsla og samvinnu skal nota skriflegar orðsend- ingar, símtöl, persónulegar viðræður og umræðufundi. 4. Til að fullnýta heilbrigðis- stofnanir og auðvelda skipu- lagningu og stjórnun heil- brigðisþjónustunnar á til- teknu svæði þurfa hjúkrun- arkonur innan stofnana og utan þeirra að þekkja vel starfssvið hver annarrar. Slíkri kynningu er t. d. hægt að koma á með regluiegum umræðufundum, þar sem einnig kæmu aðrar heilbrigð- isstéttir. Þarmig væri unnt að samræma vinnuaðferðir, skipuleggja kynningarstarf og jafnvel koma á vinnu- skiptum. 5. Frumskilyrði fyrir sam- hæfðri hjúkrun eða heil- brigðisþjónustu er skilning- ur hjúkrunarkonunnar á þörf einstaklingsins fyrir slíka alhliða þjónustu (total várd). Þess vegna þarf að leggja áherzlu á það i hjúkr- unarnáminu, að nemandinn öðlist þennan skilning og læri að gera hjúkrunaráætl- un. Einnig þarf að auka kennslu í samtalstækni. Þessi sömu atriði ættu að vera sjálfsagður liður í öllu fram- haldsnámi í hjúkrun. 6. Þátttakendur ráðstefnunnar vonast til þess, að SSN vinni áfram úr þessum tillögum, svo að þær geti stuðlað að betri heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Það var mjög fróðlegt að taka þátt í þessari ráðstefnu, þó að íslenzk heilbrigðismál yrðu nokkuð afskipt í um- ræðunum, bæði vegna þess, að engin greinargerð lá fyrir um okkar vandamál, og ég var eini fulltrúinn og ekki sérlega mælsk. Ég var reyndar beðin um að segja eitthvað frá skipu- lagi heilsuverndar hér á landi. og gerði ég lítillega grein fyrir því, hvernig henni er háttað hér í Reykjavík. Það skoi'ti samt ekki áhuga á Islandi, þ. e. a. s. á landi og þjóð almennt, því að þarna voru þó nokkuð margar hjúkrunar- konur, sem höfðu verið hér á SSN-þinginu s.l. sumar. Þær voru allar mjög hrifnar af dvöl- inni, og var mikið rætt um Is- land, en þær vildu miklu held- ur tala um okkar fögru fjöll og fossa og ýmislegt skemmti- legt, sem þær höfðu kynnzt hér í fyrra, en um heilbrigðismál. Mér skildist, að þær teldu, að hér gæti ekki skort neitt á tengsl og samvinnu. Kom mér í hug, að það hefði verið lærdómsríkt fyrir okkur, að hingað hefði einnig komið hjúkrunarkona frá einhverju Norðurlandanna til þess að kynna sér samvinnuleysið í okk- ar heilbrigðismálum. Ég held, því miður, að hún hefði komizt að raun um, að ástandið er sízt betra hér á landi en í hinum löndunum. Tímarit HFÍ óskar öllum lesendum sínum gleðilegs sumarsi ! 54 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.