Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Side 8
sjúklingum með myelomeningo-
cele. Hjá um 50% sjúklinganna
er um vaxandi hydrocephalus
að ræða, sem riðið getur sjúkl-
ingi að fullu, sé ekkert að gert.
Með því að „shunta“, þ. e. út-
búa afrás vökva frá heilahólf-
um, var unnt að sporna við
hættu þessari. Sjúklingar þess-
ir voru eftir sem áður meira
eða minna lamaðir og tilfinn-
ingalausir í ganglimum og með
„incontinence“ á þvagi og saur.
Legusár urðu því tíð hjá sjúkl-
ingum þessum, auk þess sem
blöðrulömun olli krónískri þvag-
teppu, er síðan leiddi af sér
krónískan pyelonephritis. Eink-
um varð hin króníska þvagfæra-
sýking sjúklingum þessum
hættuleg. Með þeirri meðferð,
sem að framan er lýst, er talið,
að aðeins 30% sjúklinga með
myelomeningocele hafi náð 3 ára
aldri (Sharrard et al. 1967).
Árið 1963 birtist grein í iækn-
isfræðiriti, er fljótlega olli
straumhvörfum í meðferð sjúkl-
inga með myelomeningocele.
Höfundar greinar þessarar
höfðu tekið sér fyrir hendur að
kanna, hver áhrif það hefði að
gera skurðaðgerð á myelomen-
ingocele sjúklinga þessara strax
eftir fæðingu, en fram að því
hafði það verið talið mjög óráð-
legt og raunar hættulegt. Rann-
sókn sinni höguðu höfundar
þannig, að sérhver sjúklingur,
er fæddist með myelomeningo-
cele, var tekinn til gaumgæfi-
legrar skoðunar strax eftir fæð-
ingu. Einkum var ástand gang-
lima kannað náið, athugað var,
hvaða vöðvar væru starfandi og
hverjir lamaðir. Sömuleiðis var
athugað, hvort sjúklingur var
„incontinent" á þvag og saur
(sphincter um endaþarm) og
hvaða tilfinning var í ganglim-
um. Annar hvor sjúklingur var
síðan tekinn til aðgerðar strax
eftir fæðingu. Var aðgerð fólg-
in í því að fríleggja mænu og
taugaleifar í sekknum og sökkva
þeim niður að hrygg, en síðan
lokað yfir með fasciu og húð.
Annar hvor sjúklingur var hins
vegar meðhöndlaður á hefðbund-
inn hátt, með sterilum umbúð-
um yfir myelomeningocele sekk
ásamt antibiotica-meðferð. —
Rannsókn þessari var raunar
aldrei lokið í því formi, er lækn-
arnir höfðu upphaflega hugsað
sér, þar sem þeir töldu sér ekki
fært að halda áfram samvizku
sinnar vegna. Niðurstöður rann-
sóknarinnar urðu hins vegar
þær, að hjá börnum þeim, er
tekin voru til aðgerðar strax,
versnaði lömun í ganglimum
aldrei, en lagaðist hins vegar
oft frá því, sem verið hafði við
skoðun fyrir aðgerð. Hjá hin-
um hópnum, sem ekki var tek-
inn til aðgerðar, lagaðist löm-
un aldrei frá því, sem var við
upphaflega skoðun, en versnaði
hins vegar oft, þannig að sjúkl-
ingar, sem við skoðun strax eft-
ir fæðingu höfðu haft einhverja
starfhæfa vöðva í ganglimum,
reyndust oft algjörlega lamaðir,
þegar frá leið.
Segja má, að rannsókn þessi
hafi valdið algjörum straum-
hvörfum, þannig að nú hafi ver-
ið tekin upp miklu ákveðnari
meðferð þessara sjúklinga með
náinni samvinnu fulltrúa hinna
ýmsu greina læknisfræðinnar.
Ef lýsa skal meðferð þessari í
stuttu máli, má gera það á eftir-
farandi hátt:
Gert er við myelomeningo-
cele barnsins strax eftir fæð-
ingu, eins og áður var lýst. Því
næst er fylgzt náið með sjúkl-
ingi. Hydrocephalus á það háu
stigi, að grípa verður inn í með
aðgerð, kemur fram hjá meira
en helmingi barna með myelo-
meningocele. Við hydrocephalus
eru gerðar svonefndar „shunt“-
aðgerðir. Lagður er ventill ut-
an á höfuðkúpu undir húð. Ann-
ar armur ventils þessa gengur í
gegnum borholu á höfuðkúpu
inn í heilahólf, en hinn armur-
inn í bláæð á hálsi og þaðan í
foi’hólf hjarta eða niður í kvið-
arhol. Er þannig mynduð afrás
fyrir vökva úr heilahólfum út
í líkamann.
Þegar barnið hefur jafnað sig
eftir þessar upphafsaðgerðir og
er farið að þrífast og dafna,
kemur orthopaedísk meðferð til
greina, ef hennar er þörf. My-
elomeningocele eru algengust í
lumbosacral-svæðinu, sjaldgæf-
ari í lumbal-svæðinu og sjald-
gæfust í thoracolumbal-svæðinu.
Yfirleitt gildir sú regla, að því
neðar sem myelomeningocele er
á hryggnum, þeim mun meiri
eðlilegri vöðvastarfsemi má bú-
ast við í ganglimum. Lömun
þessara barna er því mjög mis-
jöfn, sum eru algjörlega lömuð
í ganglimum, önnur að hluta, en
nokkur hafa nær eðlilega vöðva-
starfsemi og tilfinningu.
Orthopaedískar skurðaðgerð-
ir koma sjaldan til greina á
börnum með algjöra lömun.
Hins vegar er þjálfunarmeðferð
og spelkugerð þeim nauðsynleg.
Algengast er, að grípa þurfi til
orthopaedískra skurðaðgerða á
börnum, sem eru lömuð að hluta
til. Hið ójafna tog vöðva, sem
sumir eru starfandi, en aðrir
lamaðir, leiðir gjarnan til
kreppu í liðum. Algengt er t. d.,
að mjaðmar-flexorar og adduc-
torar séu starfhæfir, en extens-
orar og abductorar (þ. e. glute-
alvöðvar) lamaðir. Þetta leiðir
nær undantekningarlaust til lið-
hlaups í mjaðmarliðum. Eru
mjaðmarliðhlaup þessi tvímæla-
laust erfiðasta viðfangsefnið, er
bíður orthopaedsins við meðferð
þessara barna. Sharrard hefur
komið fram með aðgerð, svo-
nefnda „iliopsoas transplanta-
tion“, til að sporna við liðhlaup-
um þessum. Er aðgerð hans
fólgin í því að losa einn hinna
starfandi flexorvöðva mjaðm-
arinnar, þ. e. iliopsoas, flytja
hann síðan í gegnum glugga,
sem gerður er í mjaðmarspað-
ann, út í glutealsvæðið og festa
sin vöðvans síðan við aftanverð-
an trochanter major. Breytir
6 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS