Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Side 10
öllum til hæfis. 1 lífsbaráttunni
hafa ekki allir sama buröarþol,
hvorki líkamlega né tilf inninga-
lega séð.
Á geSdeild Borgarspítalans
dvelja einungis menn, sem eru
tilfinningalega vanheilir eða
vansælir. Stundum eru orsakir
þessarar vanheilsu óþekktar, en
stundum fer geðheilsan úr
skorðum af utanaðkomandi or-
sökum. Þiö þekkið eins vel og
ég öll þau atriði lífsins, sem eru
hverjum einstakiingi þungur
baggi að bera. Á geðdeildinni
á að ríkja það hugarfar, sem
æskilegt væri að ríkti alls stað-
ar, hjcdpfýsi og tillitssemi. Þeir,
sem ekkert þekkja til starfsemi
deildarinnar, gætu jafnvel hald-
ið, að hér væri ekkert að gera,
flestallir sjúklingar hefðu fóta-
vist og starfsliðið sæist bara
slóra í hrókasamræðum við
sjúklingana. En satt að segja
er starfsemi þessarar deildar
ekki hvað sízt fólgin í því að
hlusta á raunir annarra og hug-
lireysta og styrkja lífsneistann
í brjósti sjúklinganna. Margir
þeirra hafa aldrei átt trúnaðar-
vin og aldrei átt kost á því að
lofta út í tilfinningalífi sínu.
Hjónaband er því miður ekki
alltaf trúnaðarband. Hjón geta
tilfinningalega verið eins langt
frá hvort öðm og austrið er frá
vestrinu. En hlutverk mannúð-
arinnar er að laða fram það
heilbrigðasta og bezta í manns-
sálinni.
„SÝKOLOGI" þýðir: lærdómur um
sálina. Yfir henni hvílir alltaf
mikill leyndardómur, því að eng-
inn þekkir hana til fulls. Margir
telja hana hafa svo sjálfstæða
eiginleika, að hún lifi eilíflega
og deyi ekki með líkamanum.
Aðrir álíta, að sálin geti ekki
verið til án líkama. Mér skilst,
að orðin sál, andi og tilfinning
séu notuð nokkuð jöfnum hönd-
um um sama fyrirbærið. Hver
maður fær sína eigin reynslu
og skynjar sjálfan sig sem ein-
stakling í umheiminum. Hann
hugsar og framkvæmir, hann
vonar, óttast og athugar. Hann
minnist, óskar og hefur vilja og
trú. Hann gerir áætlanir og spyr
um meiningar og þýðingu. Hver
maður hefur eigin framkomu
og viðbrögð. Allt, sem við skynj-
um, hugsum og finnum til, eru
okkar andlegu hræringar eða
með öðrum orðum okkar sál-
ræna starfsemi. Jafnvel ytra
tjáningarform okkar, svo sem
hreyfingar og verknaðir, eru ná-
tengd sálarlífinu og eru hlutræn
einkenni mannsins, aftur á móti
tjáir hann huglæg einkenni sín
með orðum. Allur þessi aragrúi
hugsana og tilfinninga er svo
sem ekki á ringulreið um líkam-
ann. Nei, allt fer eftir sinni
ákveðnu taugabraut, sem hef-
ur miðstöð sína í heilanum. Líf-
ið er svo fjölskrúðugt, að hver
maður hefur eigið tilfinninga-
líf, að vísu misjafnlega sterk-
byggt, engu síður en líffærin,
eins og við þekkjum öll. En við
erum þó allflest útbúin einhverri
hæfni til að viðhalda og auka
andlega sem líkamlega hæfni
okkar með þekkingu og skyn-
samlegu lífsviðhorfi.
Við erum öll mjög vanabund-
in og veitist oft erfitt að rjúfa
gamla hefð. 1 lífsbaráttunni
reynir eiginlega mest á tilfinn-
ingalega orku mannsins og þess
vegna auðskilið, að hún láti und-
an síga í langvarandi and-
streymi. En líffæri okkar og
taugakerfi eru ein samofin
heild, sem við nefnum persónu
eða einstakling, sem er að ýmsu
leyti frábrugðinn öðrum ein-
staklingum. Náttúran, eða höf-
undur lífsins, sem við nefnum
Guð, hefur séð okkur fyrir
þroskamöguleikum við að
byggja lífið upp á andstæðum.
Ljós og myrkur, gleði og sorg,
vonzka og kærleikur, morð og
líkn. Við erum fullkomnasta
spendýr jarðarinnar, af því að
við höfum lært að hugsa og
álykta og tjá okkur á eigin
tungumáli. Við erum ábyrgasti
og sterkasti hlekkurinn í stöð-
ugri framvindu lífsins, sem aldr-
ei er í kyrrstöðu, öllu mjakar
áfram, þó að hægt fari. Við
þekkjum aðferð til að útrýma
öllu jarðlífi, en við vitum enn þá
engin ráð til að varðveita hjóna-
bandsást, ef hún gengur til
þurrðar, hvað þá heldur byggja
varanlegt traust milli ríkja og
heimsálfa. Kannski er fullkomn-
un takmark lífsins, og þá eigum
við öll langt í land enn þá, en
hver gengur sína þroskaleið.
Vökuástand mannsins er sál-
rænt spennustig, breytilegt eft-
ir atvikum og ólíkt frá manni
til manns. Það er háð líkams-
starfseminni, svo sem blóðþrýst-
ingi, blóðsykri, sýrumyndun o.
fl. Það þarf ekki annað en að
blóðsykurmagnið lækki snögg-
lega, þá hrapar vökuvitund okk-
ar niður að núlli og við miss-
um meðvitund. Á milli hæsta
vökustigs og meðvitundarleysis
eru ótal millistig, einnig tíma-
bundin. Eins og við þekkjum
öll, eru sumir atorkusamastir á
kvöldin, en aðrir eru sprækast-
ir á morgnana. Það er oft erfitt
að skera úr um, hver sé tilfinn-
ingalega heilbrigður eða sjúkur,
því að öll höfum við einhverja
vankanta, sem gott væri að geta
slípað af — og enginn er full-
kominn. En einhvers staðar
verður að setja mörkin. Þá er
miðað við, að sá maður, sem
getur án alvarlegra árekstra
samræmt sig heimilisháttum og
þörfum og kröfum atvinnu sinn-
ar, eigi að teljast heilbrigður.
En öll eigum við misjafnlega
létt eða erfitt með að uppfylla
þessar heilbrigðiskröfur. Það er
tiltölulega skammt síðan tekið
var nokkurt tillit til geðheilsu
mannsins í sjúkdómagreiningu
hans, þrátt fyrir að tilfinninga-
líf hans og líffæri hafa alla tíð
verið samofin heild. Við þekkj-
um öll dæmi þess, að líkamlegir
öryrkjar hafa menntazt og unn-
8 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS