Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Side 11

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Side 11
ið sér til sjálfsbjargar, lífsupp- fyllingar og jafnvel heimsfrægð- ar, ef þeir voru greindir og and- lega heilbrigðir. Við þekkjum einnig, hvað lunderni sumra okkar, sem heilbrigð erum tal- in, getur verið okkur fjötur um fót, hvað þá ef það er meira eða minna sjúkt. Almennasti bagi manns er minnimáttar- kennd, skortur á tillitssemi, öf- undar- og haturstilhneigingar og alltaf að streitast við að vera eins og aðrir, þó að hann frá náttúrunnar hendi sé öðruvísi, og hver hefur sín eigin skilyrði sér til framdráttar. En ef til vill er þetta gagnlegt fram- vinduhugsjón lífsins. Maðurinn þarf að sjá fyrirmynd sína, á hvaða þroskastigi sem hann er, þótt fyrirmyndirnar séu auðvit- að misgóðar. Þrátt fyrir allan einstaklings- mun eigum við þó margt sam- eiginlegt. Við erum öll meira eða minna eigingjörn og þráum að lifa í samræmi við eðli okk- ar og tilfinningar. Við eigum oft erfitt með að skilja, að við höfum ekki alltaf á réttu að standa, okkar eigin viðmiðun nær svo skammt. 1 sambúð og úti í atvinnulífinu lærum við samlögunarhæfni og tillitssemi í garð þeirra, sem við búum eða störfum með. Við þráum öll til- litssemi, viðurkenning, ástúð og umhyggju. En enginn getur ótakmarkað gefið slík tilfinn- ingaleg verðmæti án þess að fá goldið í sömu mynt eða fara til- finningalega halloka. Maðurinn er í eðli sínu félagsvera, og eng- inn getur lifað algjörlega ein- nngraður. En hvað sem misræmi manna er mikið, erum við kór- óna sköpunarverksins, öll á sama farartæki, sem heitir jörð og svífur í lausu lofti kringum lífgjafa sinn, sólina. Við erum börn náttúrunnar, eins marg- vísleg og aðrar líftegundir jarð- arinnar. Ef við gefum því g'aum, þurfum við að gráta eins og skýin, við göslumst áfram hver með sínum eðlilega hraða eins og vindurinn. Við verðum að fá útrás fyrir tilfinningaorku okkar á ýmsan hátt, eftir aldri og manngerð, t. d. í leik, söng, starfi, ástalífi og íþróttum, svo að eitthvað sé nefnt. Við hegðum okkur þó ekki eins ribbaldalega og eld- fjöllin, sem hreinlega springa utan af innibyrgðri orku, sem flæðir yfir hvað sem fyrir er. Við notum skammaryrði, hót- anir og stöku sinnum handaflið, þegar við ráðum ekki við til- finningaorku okkar. Við erum búin til úr sömu efnum og fyrirfinnast í mold- inni. Þó að við lítum jafnan á hana sem skít og notum jörð- ina margsinnis fyrir eins konar ruslatunnu, er hún og verður alltaf frumskilyrði mannlegs lífs. Eg hef lagt áherzlu á, að maðurinn lifir ekki samtenging- arlaus á jörðinni, hann tilheyr- ir þróunarsögu lífsins. Það, að hver maður er ólíkur öðrum að útliti og andlegri og líkamlegri hreysti, sýnir aðeins auðlegð hins skapandi máttar, hvaða nafni sem við nefnum hann. En maðurinn er einnig gæddur skapandi eiginleikum, ekki að- eins listamenn, heldur hver lífs- borgari. Við verðum fyrir áhrif- um af öðrum og aðrir fyrir áhrifum frá okkur, þannig mót- um við hvert annað, ýmist til góðs eða ills, og þetta kalla ég skapandi mátt. Fjölbreytni lífs- ins ríkir ekki aðeins manna á meðal, hún er eins og rauður þráður gegnum allt ríki náttúr- unnar, þó að við þekkjum ef til vill bezt margbreytileika þess dýrs spendýraflokksins, sem maður nefnist. Nú skulum við hugsa okkur lárétta línu sem tákn fyrir al- heilbrigt geðlíf mannsins, sem í rauninni tæpast er til. En þessi lárétta lína, sem við hugsum okkur sem heilbrigt tákn, er auðvitað ekki óhagganleg. Hún er háð tímans straumi. Hún er hreyfanleg samkvæmt tízku og skoðunum og viðhorfi hvers tíma og jafnvel einstaklings- bundin. Allt er á hreyfingu. Ef tilfinningalífið sveiflast óeðli- lega langt upp eða niður fyrir þessa línu, fer hátterni manns- ins og líðan að birtast í einhvers konar sjúklegri mynd. Ein af ráðgátum lífsins er, hvers vegna við öll getum ekki haldið okkur sem næst heilbrigðu línunni. En þó höfum við lært af reynslunni, að erfðir, uppeldi og umhverfi eigi sinn þátt í að móta til- finningalíf okkar, og ég held, að erfðir séu þar mestu um ráð- andi. Allt, sem gleður sál okk- ar eða hryggir, virðist geymt, en ekki gleymt. Enginn þekkir sjálfan sig til fullnustu, hvað þá aðra menn. Við virðumst hafa einhvers konar ósýnilegan og ósjálfráðan tilfinningasarp, er sogar til sín reynslu okkar frá vöggu til grafar og á sinn þátt í mótun skoðana okkar og hegð- un. Þarna er sjálfsagt mikill hrærigrautur af svokölluðum illum og góðum kenndum, er gegnir hlutverki sínu í þróun mannsins, engu síður en sarp- forðabúr fuglanna, þótt annarr- ar tegundar sé. Það er nauðsyn- legt að gera sér sem bezta grein fyrir sjálfum sér og ganga sem sjaldnast í berhögg við sinn eigin dómara, samvizkuna. Við ættum helzt að geta lifað óttalaus og útrýma hatri og öf- und. Hjá okkur er ýmislegt ann- aðhvort í ökla eða eyra. Guði sé lof, nú þarf enginn að fara á vergang, en það er líka hægt að styðja of lengi þá, sem ættu að geta gengið hjálparlítið eða jafnvel hjálparlaust. Að vísu er tilfinningalegt burðarþol manna misjafnlega mikið, — en ég held, ef svo má að orði kveða, — að hver hafi sinn djöful að draga og enginn sé öfundsverð- ur. Spyrjum okkur heldur sjálf: Hver er ég? Hvað geri ég til að TÍMARIT H.TÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 9

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.