Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Qupperneq 13
orð um svo blæbrigðaríkt til-
finningalegt ástand.
Þunglyndi getur bæði orsak-
azt af óþekktum innri orsökum
og af ytri aðstæðum, svo sem
ástvinamissi, einmanaleika og
öðrum tilfinningalegum örðug-
leikum, sem við rísum ekki
undir.
Hinir fróðustu menn í þess-
um fræðum álíta, að þetta lítt
þekkta þunglyndi muni eiga
rætur sínar að rekja til efna-
fræðilegrar röskunar og það
jafnvel í sjálfum heilafrumun-
um. Geðsjúkdómar eru algeng-
ari í sumum ættum en öðrum,
þó að ýmsar geðveilur séu í
hverri ætt. Þetta gæti leitt at-
hygli manna að erfðamöguleik-
um, og finnst mér það mjög trú-
verðugt, því að ég hef oft á æv-
inni rekizt á, að það er margt
líkt með skyldum. En hins veg-
ar geta geðsjúkir eignazt heil-
brigð börn, svo að þetta er enn
þá ein af óráðnum gátum lífs-
ins. Upphaf þunglyndis er oft
á þann veg, að hinn sjúki missir
þrek og getu til að vinna þau
verk, sem áður léku honum í
hendi. Hann er eins og tæmd-
ur allri lífsorku. Þetta hugar-
ástand er algjör andstæða of-
virkninnar. Sjúklingurinn á
bágt með að festa hugann við
lestur og gleymir jafnóðum því,
sem hann les. öll starfslöngun
hverfur, og sjúklingurinn vill
helzt breiða sængina sína upp
yfir höfuð. Hann ásakar sjálf-
an sig fyrir ómennsku og leti,
hann sé aðeins í vegi fyrir öðr-
um ástvinum sínum, og þá fer
að verða skammt til þeirrar
hugsunar, hvort ekki væri
hyggilegast að losa aðra við sig
og binda endi á þessar andlegu
þjáningar, sem sé fremja sjálfs-
morð.
Sjúklingurinn er fyllilega
skýr og áttar sig á stað og stund.
Hann þráir að tala við þá, sem
skilja ástand hans og vita, að
hér er um sjúkdóm að ræða. En
allt of margir eru svo fáfróðir
um gildi, heilsu og vanheilsu
geðlífsins, að þeir telja eingöngu
til sjúkdóma það, sem hægt er
að sjá og mæla. Þessi vanþekk-
ing eykur erfiðleika hinna til-
finningalega sjúku, því að þeir
eru hitalausir og geta ekki sýnt
nein sönnunargögn veikindum
sínum til stuðnings. Þó ber öll-
um þessum sjúklingum saman
um, að vanlíðan eftir uppskurð
og alla vega líkamlegar þján-
ingar sé eins konar barnaleikur
í samanburði við andlegar þján-
ingar. Þunglyndið getur rist svo
djúpt, að sjúklingnum finnist,
að hann sé dáinn. Hann er eins
og dauður hlutur í rúminu, get-
ur ekki grátið sér til hugar-
hægðar, veigrar sér við að borða
og drekka, getur ekki komið upp
neinu orði til skýringar á
ástandi sínu. Einasta ósk hans
er sennilega sú að vera ekki til
lengur.
Reynsla mín er sú, að slíkt
þunglyndi, sem óþekktar innri
orsakir hafa stofnað til, læknist
fljótast með raflækningu og hún
stytti þjáningatímabil sjúklings-
ins til muna. í slíku ástandi
skortir sjúklinginn alla fram-
kvæmdargetu og þá einnig til
sjálfsvígs. Sú áhætta er mest,
þegar sjúklingnum er að batna
og framkvæmdaorkan vakin að
nýju.
Þunglyndi kvað vera ríflega
helmingi algengari kvilli meðal
kvenna en karlmanna. Maður
hlýtur að spyrja sig: hvers
vegna? Kynin hafa verið alin
upp með gjörólíkt lífstakmark
fyrir augum, allt frá leikföng-
um og upp til menntunarmögu-
leika. Karlmaðurinn hefur allt-
af haft frjálsari aðstöðu í líf-
inu. Hann er alinn upp til að
gegna fyrirvinnuhlutverki, hon-
um er kennt að drepa bæði menn
og dýr þjóð sinni og fjölskyldu
til hagsbóta. Hann gekk fyrir,
ef um menntunarmöguleika var
að ræða. Konunni var almennt
ekki ætlað annað hlutverk en
giftast og ala börn, og þetta gátu
þær, þó að þær væru ólæsar og
hefðu aldrei lært að draga til
stafs. Brjóstvitið varð að nægja,
enda hefur það reynzt mörgum
drjúgur forði. Húsmóðurstörf-
in hafa aldrei skipað neinn önd-
vegissess í þjóðfélögum, þó að
uppeldi barna sé vandasamt
verk Störf þeirra hafa yfirleitt
sjaldan verið þökkuð og metin,
nema þá helzt í dánarminning-
um. Ynni kona úti í fiskiðnaði
eða við sveitastörf, fékk hún
alltaf miklu lægra kaup, jafnvel
þótt hún ynni á móti karlmanni.
Og ekki má ganga sporlaust
fram hjá ástalífinu. Ekki hefur
blessuð lykkjan og pillan verið
til alla tíð. Hér áður fyrr hafa
sennilega margar konur með
hreiðrið fullt af börnum og sáu
enga von fleirum til framdrátt-
ar óskað þess í laumi, að maki
þeirra væri orðinn náttúrulaus.
Ég hef í mörg ár unnið af og
til á fæðingadeild og rætt kyn-
ferðismál við fjölda kvenna, og
ég er sannfærð um, að kynhvöt
maka síns gegna fleiri konur af
skyldurækni en þörf, ekki hvað
sízt þegar á líður ævina. Eðlis-
lægt hafa þær skynjað, að hans
var þörfin meiri en þeirra, og
voru á þessu sviði sem öðrum
reiðubúnar að gera allt fyrir
maka sinn og tryggja sér hann
sem föður og fyrirvinnu, því að
sjálfar voru þær lítt undirbún-
ar að Þvka að sér fyrirvinnu-
hlutverkið. Karlmaðurinn hef-
ur alla tíð miðað manndóm sinn
að verulegu leyti við samfara-
hæfni, tíðni og jafnvel fjölda
þeirra kvenna, er hann sigraði.
Enda finnst honum lífið eitt-
hvað bragð- og litlaust, eftir að
náttúran sjálf hefur svipt hann
þeirri getu.
Ástartúlkun kvenna hefur
löngum átt fleiri farvegi. Þær
geta lengi blómstrað við gælur,
ástúðleg orð og tillitssemi. Kon-
an hefur unnið sín störf í ein-
angrun, en karlmaðurinn oftast
í félagsskap. Og svo má ekki
Framh. á bls. 38.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 11