Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Síða 16
með hverri ephedrintöflu, til
þess að vega upp á móti þessum
aukaverkunum.
Lyf, sem komu í veg fyrir niöur-
brot cyklisks AMP.
Theophyllamine má gefa um
munn, í endaþarm og í æð. Theo-
phyllamine-töflur (100 mg) eru
oft gefnar sjúklingum að stað-
aldri. Því miður berst þetta
efni ógreiðlega frá þörmum
út í blóðrásina, og er talið,
að þyrfti að gefa að meðaltali
um 12 töflur á dag til þess að fá
verulegan árangur af því. Gefið
í slíkum skömmtum þolist það
illa í maga, getur valdið brjóst-
sviða, verkjum og uppköstum.
Venjulega eru því gefnar 4 töfl-
ur á dag, og telja margir lyfið
gagnslaust í slíkum skömmtum.
Betra er að gefa theophyllamine
í stikkpillum (500 mg). Þannig
berst það betur inn í blóðið, en
því miður ertir það endaþarm-
inn talsvert. Er því nauðsynlegt
að rjóða stikkpillurnar vel með
vaselíni, og minnkar það erting-
una. Sjúklingum með nætur-
asthma er gott að gefa stikk-
pillur á kvöldin, en fæstir þola
það oftar en einu sinni á sólar-
hring að staðaldri vegna erting-
ar í endaþarmi. Þó má grípa til
þess oftar þá daga, sem sjúkl-
ingur er slæmur. Gefið í æð er
theophyllaminið eitt bezta
asthmalyfið. Til þess er notað
injectabile theophyllamini mite
(2%) og gefnir 10 ml (200 mg)
á 3—5 mínútum, og verkar það
nær samstundis. Ekki má gefa
þetta lyf liratt, því að þá getur
það valdið banvænni hjarta-
óreglu. Sé rnikið gefið af theo-
phyllamini, veldur það ógleði og
uppköstum.
Proxiphylline (Neofyllin
(R)) og cholin theophyllinut
(Choledyl (R)) eru náskyld
t.heophyllamini og hvort tveggja
or gefið um munn. Þau berast
greiðar frá þörmunum í blóðrás
en theophyllamine og því tekin
fram yfir það. Gefin eru 200—
400 mg í einu þrisvar til f j órum
sinnum á dag.
Lyf, sem kemur í veg fyrir los-
un histamins og annarra efna úr
mast-frumum.
Disodium cromoglycate (Intal
(R)). Miklar vonir voru bundn-
ar við þetta lyf, þegar það fyrst
kom fram, en það hefur því mið-
ur ekki valdið neinni byltingu á
asthmameðferð. Þetta lyf er tor-
leyst og gagnslaust gefið um
munn. Það er einungis gefið sem
duft til innöndunar úr sérstök-
um úðara (“Spin-haler”). Því
hefur verið haldið fram, að um
30 % asthmasj úklinga f inni
verulegan bata af þessu lyfi og
fremur asthmasjúklingar með
ákveðna sögu um ofnæmi og
þeir, sem fá einkum asthma við
áreynslu. Kostur við lyfið er, að
aukaverkanir virðast fáar og
hefur engum alvarlegum verið
lýst enn sem komið er. Talsverð-
ar vonir eru enn bundnar við,
að fleiri lyf finnist í þessum
flokki, sem reynist áhrifaríkari
og hægt sé að taka um munn.
Lyf gagnleg gegn asthma, en
óvíst um verkanir.
Barksterar hafa komið að
gagni við meðferð á asthma.
Ekki er vitað nákvæmlega,
hvernig þeir verka, en þeir slá
á asthma, þótt hann blossi
gjarnan upp aftur, þegar hætt
er við sterameðferð. Langtíma
barksterameðferð fylgja oft al-
varlegar aukaverkanir. Má þar
nefna minnkað mótstöðuafl gegn
ýmsum bólgum (t. d. berklum),
aukna fitusöfnun á búk, sér-
kennilegt, kringluleitt andlit
(“tunglfés”), bólur á húð, auk-
inn hárvöxt hjá konum, aukna
hættu á magasári og sykursýki,
úrkölkun beina, vöðvarýrnun,
aukinn vökva í líkamanum, og er
þó ekki allt talið. Er því aug-
ljóst, að sjúklingur verður að
hafa slæman asthma, svo að
borgi sig að taka alla þessa
áhættu með langtíma sterameð-
ferð. Hins vegar fylgja sjaldan
aukaverkanir, þó að gripið sé til
þeirra í 7—10 daga, þegar önn-
ur meðferð bregzt.
Prednison og Prednisolon eru
þeir barksterar, sem oftast eru
notaðir. Þegar gefinn er stuttur
kúr, er gjarnan byrjað með 30
—40 mg á dag og síðan smá-
minnkað niður í ekki neitt á 7—
10 dögum. Aðrirtelja jafngóðan
árangur af því að gefa 20 mg á
dag í viku og hætta síðan snögg-
lega. Langtíma sterameðferð er
réttlætanleg, ef 1) sjúklingurinn
þarf sterakúr á 3—4 vikna
fresti, 2) ef hann er að mestu
óvinnufær vegna asthma og 3)
ef hann hefur nokkrum sinnum
fengið langvinn og lífshættuleg
asthmaköst (status asthmatic-
us). Langvinn barksterameðferð
lamar að miklu leyti starfsemi
barkar nýrnahettnanna.Talið er,
að draga megi úr þessari hömlu
á starfsemi kirtlanna með því að
gefa stera ekki daglega, heldur
t. d. annan hvern dag eða 3 daga
í röð í hverri viku. Þetta gengur
þó oft illa með asthmasjúklinga,
þar sem þeim hættir til að fá
köst þá dagana, sem þeir fá ekki
stera. Mun hættara er við auka-
verkunum, þegar stórir skammt-
ar eru gefnir að staðaldri, og er
því reynt að takmarka viðhalds-
skammtinn af prednisoni eða
prednisoloni við 15—20 mg á
dag, þegar gefið er annan hvern
dag, eða 7,5—10 mg, þegar lyf-
in eru gefin daglega. Lífshættu-
legt getur reynzt að hætta
skyndilega við langtíma stera-
meðferð. Það er því brýnt fyrir
slíkum sjúklingum að gleyma
aldrei að taka lyfið, og víða er
þeim fengið einhvers konar
merki, t. d. hálsmen, sem greinir
frá því, að þeir taka slíkt lyf að
staðaldri, finnist þeir meðvit-
undarlausir.
Corticotrophin (ACTH). Þetta
er hormón, sem heiladingullinn
framleiðir og hvetur nýrnahett-
urnar til þess að framleiða bark-
stera, og er því stundum notað í
stað þeirra. Það hefur þó fáa
14 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS