Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 22

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 22
Sverrir Haraldsson. Sverrir Haraldsson læknir vi'ö Borgarspítalann, sérfræöingur í þvagfærasjúkdómum. Mikilvægt er að hugsa um þvag- og kynfærakerfið sem heild, en ekki hvort í sínu lagi eða hvert líffæri án samhengis við önnur líffæri þessara kerfa, enda sýnir þróunarsagan og fósturfræði mannsins hið nána samband kyn- og þvagfæra. 1 dag er t. d. að öllum líkindum orðinn fámennur sá hópur fólks, sem trúir því, að penis sé ein- göngu til að pissa með. Sjúk- dómur í einu líffæri er mjög líklegur til þess að hafa áhrif á önnur líffæri þessara kerfa. Þetta gildir ekki sízt um pro- stata, sem á það sameiginlegt með Róm, að allar leiðir liggja þangað eða þar í gegn. Mestöll framleiðsla þessara kerfa, hvort heldur er þvag, sæði eða hor- mónar, fer til eða í gegnum pro- stata. Liggur því í augum uppi, hvílíkar truflanir sjúkleiki í prostata getur haft í för með sér fyrir aðra hluta þvag- og kynfærakerfisins. Til hvers er prostata? Víst er, að prostata er ekki bara komið fyrir sem „ballest" á sín- um stað eða notuð til uppfyll- ingar eingöngu. Margt er á huldu um þýðingu kirtilsins, en eitt eru allflestir spekingar sam- mála um, að hann gegnir mikil- vægu hlutverki í samskiptum SJÚKDÓMAR 1BLÖÐR UHÁLSKIR TLI PROSTATA (BLÖDR UHÁLSKIR TILL, HVEKKUR) og framleiðslu hormóna. Ekki verður hér farið nánar út í hlut- verk prostata í þessum hormóna- skiptum, enda mjög flókið mál, svo og margt þar óvitað — og ókannað. Hér mun minnzt á þrjá al- gengustu sjúkdóma í prostata: góðkynja ofvöxt (hyperplasia), bólgur (prostatitis) og illkynja vöxt (cancer). ■I v|M‘r|»lasia |iroslnlat‘. (Hvekksauhi, ofvöxtur í b löðruhálskirtli). Orsök er ókunn, en mun standa í einhverju sambandi við hormóna og hrörnunarbreyting- ar. Sjúkdómurinn gerir fyrst vart við sig, eftir að karlmað- urinn er kominn af blómaskeiði, þ. e. yfir fimmtugt. Varla þarf að taka fram, enda alkunna, að hormónastarfsemi er einnig mjög misjöfn hvað snertir ald- ursmörk. Mun vera sjaldgæft, að grípa þurfi til aðgerðar fyrr en eftir sextugt. Einnig er vit- að, að hafa má áhrif á kirtil- inn, vöxt hans og sjúkdóma, með hormónagjöf (sjásíðar). Tíöni má segja, að sé 100% við heppilegar aðstæður, þ. e. a. s. líklega fá allir karlmenn þennan sjúkdóm, ef þeir lifa nógu lengi. Algengast er, að óþægindi byrji að gera vart við sig milli 60 og 65 ára aldurs. Æ oftar kemur það nú fyrir, að menn leita fyrst hjálpar á há- um aldri, eftir áttrætt, og má rekja það til aukinnar ævi- lengdar. Liffærameinafræöi er rétt að minnast stuttlega á. Ofvöxtur- inn byrjar langoftast í aftari hluta kirtilsins, en þó ekki sjald- an í aftari miðhluta (lobus tert- ius). Talað er um tvenns konar stækkun: infra-vesical, eða stækkun, sem verður aðallega aftur á við og til hliða neðan blöðrubotns, svo og intra-vesi- cal, þ. e. stækkun, sem lyftir upp blöðrubotni og þrengir sér inn og bungar upp í blöðruna. Þegar stækkun verður aðallega eða eingöngu í lobus tertius, rís hann eins og kúluhattur upp í blöðruna aftan við þvagrásar- opið og leggst þá gjarnan fram yfir það. Sá hluti þvagrásar, sem liggur í gegnum kirtilinn, þrýst- ist saman við stækkunina, og torveldast við það tæming blöðr- unnar. Ekki eru einkenni undantekn- ingalaust í réttu hlutfalli við stækkunina. Þannig veldur iðu- lega hlutfallslega lítil stækkun miklum einkennum, og hnefa- stór vöxtur ber ekki alltaf með sér teljandi einkenni. Vöxturinn er sjaldnast bund- inn við allan kirtilinn, heldur vex hnattlaga út frá einum stað eða fleirum og fletur þá út eðli- legan kirtilvef, sem með tíman- um liggur utan um ofvöxtinn eins og hýði utan á kartöflu. Við aðgerð er þá ofvöxturinn skrældur út, en hýðið eða hinn útflatti og að öðru leyti eðlilegi kirtilvefur látinn í friði. Sjúlcdómseinkenni stafa flest frá þrýstingi kirtilsins á þvag- rás, þ. e. á frárás blöðrunnar, sem á æ erfiðara með að tæma 20 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.