Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Page 24
Þvagleiðari frá nýra (ureter) —» ^ (
Lífbein (symphysis) /1
hann að ganga með lífstíðar-
legg, annaðhvort gegnum þvag-
rás eða beint út á kvið ofan
lífbeins. Við slíkar aðstæður er
rétt að viðhafa reglubundnar
blöðruskolanir með sýklaeyð-
andi efnum.
Nokkur orð um eftirmeðferð.
Eftir aðgerð er hafður uppi
þvagleggur vegna blæðinga, við
transurethral aðgerð 1-2 daga,
retropubiska 3-4 daga og trans-
vesicala 1 viku, en alltaf þar til
blæðing er hætt og/eða blöðru-
veggur gróinn. Afar mikilvægt
er að sjá til þess, að þvagleggur
stíflist ekki af blóðstorku, og
kostar oft mikla fyrirhöfn og
natni. Verður og að gæta vel að
hreinlæti við skolun. Skal byrja
að hreyfa sjúklinginn eins fljótt
og hægt er, hvað og reyndar er
almenn regla.
Complicationir aðrar en al-
menns eðlis eru blæðingar við
og eftir aðgerð, infectionir,
blöðrufistill (þvagleki út á kvið,
sem þó lokast alltaf fyrr eða
síðar). Bólgur og ertingar frá
þvagrás eru algengar og valda
oft miklum óþægindum. Síðar
koma stundum þrengingar
(strictura) í þvagrás og blöðru-
háls, sem þá þurfa útvíkkunar
eða aðgerðar við. Einstöku sinn-
um verður nýr vöxtur, svo að
til aðgerðar komi.
Prosluiilis.
Bólgur í prostata eru allal-
gengar frá tvítugsaldri og upp
úr. Orsökin getur verið sýklar,
en oftast óþekkt. Kirtilgangarn-
ir stíflast gjarnan, og vessarnir
safnast fyrir í kirtlinum og
sæðisblöðrunum. Greinilegt er
oft samband milli prostatit og
rheumatiskra sjúkdóma. Kuldi
og vosbúð hefur í mörgum til-
fellum slæm áhrif á sjúkdóm-
inn. Oftast þarf ekki annað en
að setjast í kaldan bíl til þess
að fá nýtt kast. Streita hefur
einnig slæm áhrif.
Einkenni eru sviði, verkur og
útferð í þvagrás, verkur í nár-
um, spjaldhrygg, við endaþarm,
í eistum, innan læris, slappleiki,
tíð þvaglát. Sjaldnast öll þessi
óþægindi og oft ekki nema eitt
þeirra. Flestir kvarta um kyn-
ferðislegt getuleysi.
Prostata er aum við þreifingu
og stundum í köstum, spennt,
stækkuð og helaum, en við krón-
ískan prostatit ójöfn og smá-
hnútótt með deigkenndumflekkj-
um á milli. Sjúkdómurinn hefur
króniska tilhneigingu og er þá
oft hvimleiður. Þrenging getur
með tímanum orðið í blöðrulrálsi
og hefur þá svipaðar afleiðingar
og hyperplasia.
Meðferð er í köstum antibio-
tica, hvíld, róandi lyf og hiti
(setböð). Einnig virðist oft
reynast vel butazolidin, indocid
eða skyld lyf.
Prostatanudd reynist oft vel
við krónískan prostatit, en er
stranglega bannað í köstum.
Gildir það bann einnig um
blöðruspeglun og notkun á öðr-
um tækjum í þvagrás, þ. e. a. s.
í köstum. Antibiotica hefur oft-
ast lítil áhrif á króníska stigið.
Hormónar gefast vel í sumum
tilfellum. Við blöðruhálsþreng-
ingu er gerð transurethral resec-
tion.
Skylt er að taka fram eftir-
farandi: Þessir sjúklingar hafa
oft mjög miklar kynferðislegar
áhyggjur og vandamál. Flestir
vitja læknis „opinberlega“
vegna augljósra óþæginda, en
22 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS