Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Page 26
Bnldur Johnsen.
FYRIRB URÐARFÆDINGA R
A ÍSLANDI
SÍÐARIHLUTI
Þetta er síðari liluti greinar
dr. med. Baldurs Johnsen
D.P.H., forstöðumanns heil-
brigðiseftirlits ríkisins, fyrri
hluta greinarinnar birtum við
í U. tölubl. 1972.
Orsiikir f,rrirlinri)iirfæi)in|iii.
Það yfirlit, sem birt er á töflu I,
um fyrirburðarfæðingar á Is-
landi, er eins og áður segir tekið
upp úr Heilbrigðisskýrslum og
byggist fyrst og fremst á mati
ljósmæðra, en einnig að nokkru
á yfirmati fæðingarstofnana og
héraðslækna eftir atvikum. En
allt þetta er, eins og áður segir,
háð mismunandi skráningar-
reglum, sem þó má segja, að
hafi færzt nokkuð í samræmis-
horf með árunum og orðið
strangari. Afleiðingin er hæg-
fara hækkun og nokkuð jöfn,
ef frá er dreginn toppurinn yfir
allt landið árin 1951—60, sem
stafar af ofsalegri fjölgun
skráðra fyrirburða á því tíma-
bili í Reykjavík, sem hægt er
þó að sýna fram á, að eigi fær
staðizt, miðað við almennt við-
urkenndar skráningarreglur.
Það má því segja, að tafla 1
gefi ekki miklar upplýsingar um
orsakir fyrirburðarfæðinga. Þó
held ég megi segja, að eftir að
allir agnúar hafa verið skafnir
af, verði hæg stígandi í fyrir-
burðartíðninni og hærri tölur í
borg heldur en í sveit, og er það
síðast talda í góðu samræmi við
það, sem annars staðar þekkist.
Annars er talið, að benda megi
á líklega frumorsök u. þ. b.
helmings fyrirburðarfæðinga.
Nörregárd (9) hefur fundið
eftirfarandi orsakir til fyrir-
burðarfæðinga í Kaupmanna-
höfn 1948:
1. Sjúkdómar móður (60%).
2. Flutningur úr sveit í kaup-
stað.
3. Fæðing utan hjónabands.
4. Vinna móður utan heimilis
(sætisvinna).
5. Óheppilegt mataræði.
6. Reykingar.
7. Streita (stress).
8. Ofreynsla.
9. Lítið hjartarúmmál móður.
Unnerus í Helsingfors ráð-
leggur mæðrum með hjartarúm-
tak minna en 320 ml miðað við
1 fermetra líkamsyfirborðs (ml
/m-) að leggja niður vinnu utan
heimilis um mestan hluta með-
göngutímans (10). Þó virðist
svo sem hin erfiðu og erilsömu
störf sveitakonunnar, þar sem
hún vinnur á heimili sínu, leiði
ekki til fyrirburðarfæðinga.
1 rannsókn Allans Paavola
reyndist tíðni fyrirburða í hópi
óskilgetinna barna 10.4 af
hundraði á móti 3.6 af hundr-
aði í samanburðarhópnum (11).
Reykingar eru taldar hafa
mjög mikil áhrif á fyrirburðar-
tíðni, einkum meðal fátækra
fjölbyrja, sbr. eftirfarandi töflu
úr tímaritinu Lancet (12).
TAPLA 2.
Fyrirburðarfæðúigar kvenna, sem
reykja, og kvenna, sem reykja ekki
Tíðni fyrirburða:
Frum- Fjöl- Saman-
Stétt I-II byrjur byrjur lagt
Reykja ekki 6.0 2.5 4.0
Reykja 6.8 3.3 4.8
III
Reykja ekki 4.3 2.9 3.5
Reykja 6.9 6.7 6.8
IV-V
Reykja ekki 7.0 5.8 6.3
Reykja 18.9 10.3 12.6
llánarl■«>■■! fyrirburAa.
1 byrjun greinarinnar var
þess getið, að í rannsókn, sem
höfundur þessarar greinar gerði
á dánarorsökum nýfæddra, hefði
komið fram, að 71 af hund”aði
hinna dánu var úr hópi fyrir-
burða (3).
Við heildarrannsókn á af-
drifum nýfæddra barna á Fæð-
ingardeild Landsspítalans kom
í ljós, að perinatal mortality, þ.
e. a. s. samanlagður fjöldi and-
vanafæðinga fyrirburða og dá-
inna lifandi fæddra barna inn-
an 7 daga, var um 30 af hundr-
aði eða 10 sinnum hærri en með-
altal allra þyngdarflokka. Þess
má geta, að þessi dánartala er
heldur hærri á Fæðingardeild-
inni en annars staðar vegna
þess, að þangað eru send öll við-
sjárverð tilfelli hvaðanæva af
landinu.
Af þessu má vera ljóst, að
lífsmöguleikar fyrirburða eru
mjög skertir og því mikils um
vert að reyna að draga úr fyrir-
burðarfæðingum með því með-
24 TÍMARIT HJÚKRUNARPÉLAGS ÍSLANDS