Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Síða 30

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Síða 30
HFI styður tillögu skólastjóra og hvetur til þjóðareiningar Á félagsfundi í Hjúkrunarfélagi Islands var samþykkt að lýsa yfir stuðningi við framkomna tillögu samtaka skólastjóra í barna- og gagn- fræðaskólum, þess efnis, að hætt verði undir- búningi að fyrirhugaðri þjóðhátíð vegna 1100 ára afmælis Islandsbyggðar og afmælisins þess í stað minnzt á látlausan hátt, svo sem með þakkarguðsþjónustum í kirkjum landsins og sögulegu yfirliti í fjölmiðlum, og fjármunum, sem fyrirhugað var að nota í því sambandi, verði þess í stað varið til aðstoðar Vestmannaeying- um. Fundurinn taldi einnig ástæðu til að hvetja Sumarhús HFl Á félagsfundi í HFl 31. jan. 1973 var sam- þykkt, að hjúkrunarkonur frá Vestmannaeyj- um skyldu hafa forgangsrétt að dvöl í Munað- arnesi sumarið 1973. Nokkrar hjúkrunarkonur hafa þegar látið skrá sig. Þá hefur sumarhúsið í Mosfellssveit, Kvenna- brekka, verið lánað fjölskyldu frá Vestmanna- eyjum a. m. k. til vors eða þar til skólum lýkur. Vegna þess, sem að framan greinir, er ekki hægt að segja um það með vissu, hve margar vikur verða til ráðstöfunar fyrir aðra félags- til þjóðareiningar vegna ástands þess, sem skap- azt hefur vegna náttúruhamfara þessara, og minna á að flokkaerjum og pólitískum ádeilum verði að halda utan þessa máls. Ennfremur má geta þess, að á fundinum var hafin söfnun fyrir Vestmannaeyjadeild HFl, og hyggjast hjúkrunarkonur frá Eyjum nota söfnunarfé þetta til styrktar hjúkrunar- og lieil- brigðismálum Vestmannaeyinga. Hjúkrunarfélög á Norðurlöndum hafa einnig vottað samúð sína og boðið fram stuðning. menn, en byrjað verður að taka á móti pönt- unum fimmtudaginn 3. maí n.k. á skrifstofu félagsins (símar 21177 og 15316). Leiga fyrir hverja viku í Mnnaöarnesi verð- ur sem hér segir: fram til 26. maí og eftir 29. sept. kr. 2.500,00, frá 26. maí til 30. júní og 11. ágúst til 29. sept. svo og páskahelgin kr. 4.000,00, frá 30. júni til 11. ágúst kr. 5.000,00. Leiga fyrir hverja viku í Kvennabrekku verð- ur kr. 2.500,00 frá 1. júní. Samkomulag um orlofsgreiðslur Á fundi borgarráðs 26. jan. 1973 var samþ. eftirfarandi samkomulag um orlofsgreiðslu. Reykjavíkurborg og Hjúkrunarfélag Islands gera með sér svofellt samkomukig: 1. gr. Fyrir orlofsárið 1. júní 1972 til 31. maí 1973 fær hjúkrunarkona, sem laun tekur samkvæmt kjarasamningi aðila samkomulags þessa, greitt orlofsframlag, kr. 5.000,00, auk fastra launa í orlofi. Orlofsframlag þetta kemur til útborg- unar fyrsta dag þess mánaðar, er hjúkrunar- kona fer í orlof á árinu 1973. 2. gr. Orlofsframlag þetta kemur í stað orlofs- greiðslu af yfirvinnukaupi. 3. gr. Orlofsframlag samkv. 1. gr. er miðað við fullt starf allt orlofsárið. Hjúkrunarkona, sem unnið hefur hluta úr ári eða hluta af fullu starfi, skal fá greitt orlofs- framlag hlutfallslega miðað við það. Samningur þessi gildir til 31. desember 1973. Um orlofsframlag fyrir orlofsárið 1. júní 1973 til 31. maí 1974 skal samið í næstu heildarkjara- samningum samningsaðila. Reykjavík, 24. janúar 1973. F. h. Reykjavíkurborgar, með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Magnús Óskarsson. F. h. Hjúkrunarfélags Islands. María Pétursdóttir Fjóla Tómasdóttir.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.