Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Page 33

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Page 33
EFRI MYND: Innfæddir dansa klæddir og mál- aöir að helgi- siðnm. NEÐRI MYND: Frumbyggjabörn í skólaeinkennis- búningum í Norður- Queenslandi. einu af hinum mörgu stóru námufyrirtækj um í Vestur-Ástr- alíu. Fyrirtækið leggur henni til vel búið sjúkraskýli til að taka á móti sjúklingum, að mestu leyti námumönnum. Margir þeirra hafa flutzt hingað frá Evrópu, og eru þeir og f jölskyld- ur þeirra ekki vön slikum brenn- andi hita sem þar er. Þurrkur (dehydration) og sólstingur eru aðalkvillarnir. Smáir hópar frumbyggja (Aboriginal) hafa bólfestu ekki langt frá námunum. (Um for- tíð þessara frumbyggja er ekki mikið vitað nema það, að þeir hafa búið hér í margar aldir og voru á steinaldarstigi, þegar hvítt fólk kom hingað fyrir tvö hundruð árum. Það eina, sem hægt er að ráða um fortíð þeirra, er frá gömlum þjóðsögum og söngvum, listmunum og mynd- um, höggnum á veggi í hellum. Ekkert ritað mál virðist vera til). Þetta fólk er að sumu leyti enn á steinaldarstigi, og það er aðeins síðustu árin, að eitthvað hefur verið gert til að hjálpa þessu frumstæða fólki í áttina til betri lífsskilyrða og menning- ar. Hreinlætisskortur, ófullkom- in næring og áfengisböl (alco- holismi) eru á háu stigi. En vegna vonleysis og vantrausts er oft erfitt að fá þetta fólk til að þiggja hjálp frá hvítu fólki, svo að mikið veltur á skilningi, þol- inmæði og vingjarnleika hjúkr- unarkonunnar, ef hún á að geta leiðbeint þeim um hreinlætismál og heilsuvernd. Systir Joan býr í Tasmaníu, sem er syðsta fylkið og eyja frá- skilin meginlandinu. Hún er kennsluhjúkrunarkona í stóru sjúkrahúsi í Hobart (höfuðborg Tasmaníu) og hefur skírteini (Diploma) í kennsluhjúkrun og spítalastjórn frá „Royal Austr- ulian College of Nursing". Hún spáir því, að í náinni framtíð verði miklar breytingar á hjúkr- unarmenntun í Ástralíu. Nem- arnir sætta sig ekki lengur við að búa í heimavist og þurfa að vera heima á tilsettum tíma á kvöldin (klukkan hálf-tólf í flestum sjúkrahúsum). Foreldr- ar ungra stúlkna vilja aftur á móti ekki að þær búi einar úti í bæ, svo að þessi mismunandi sjónarmið hljóta að valda árekstrum. Margar aðrar atvinnugreinar eru líka á boð- stólum nú á tímum, svo að um- sækjendur um hjúkrunarstörf eru færri en áður. Margir nemendur hætta í miðju námi. Breytingar á hjúkrunar- menntun virðast þess vegna vera óhj ákvæmilegar, ef bæta á úr núverandi skoi-ti á hjúkrunar- konum. Vel getur verið, að dag- ar kennslusjúkrahúsa, eins og við þekkjum þau nú hér á landi, séu taldir. Margir aðhyllast þá tillögu, að nemarnir ættu heldur að fara í háskóla í tvö ár og vinna eftir það í hinum ýmsu sjúkradeildum á sjúkrahúsinu, en deildarstörf, sem eru ekki mjög vandasöm eða krefjast minni kunnáttu, yrðu fram- kvæmd af sjúkraliðum, sem hafa numið á átján mánaða nám- skeiði. Systir Mary er heilsuverndar- hj úkrunarkona í Norður- Queenslandi, og er starf hennar m. a. að líta eftir framförum og heilsufari frumbyggjabarna, Framh. á bh. JjO. TÍMARIT H JÚ KRU NARFÉLAGS ÍSLANDS 27

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.