Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Qupperneq 37
námskeiðinu. Var þar minnzt á
ýmis atriði, sem þarf að hafa
í huga í viðræðum við fólk, eink-
um ef erfiðleikar eru á einhverju
sviði. Nefna skal hér nokkur
dæmi, sem allir geta notfært sér
í daglegum samskiptum manna
á meðal: Koma á réttum tíma,
hafi samtal verið ákveðið fyrir-
fram. Halda sig við efnið og
taka ekki of mikið fyrir í einu.
Reyna að fá það fram sem mestu
máli skiptir. Bera spurningar
fram á réttan hátt, svo að ekki
sé hætta á misskilningi. Reyna
að vekja áhuga viðmælanda á
efninu, sé hann ekki fyrir hendi.
Sýna stillingu og reiðast ekki,
þó að viðmælandi missi stjórn
á skapi sínu. Fara, áður en við-
tali lýkur, yfir niðurstöður til
að koma í veg fyrir hugsanleg-
an misskilning.
Yfir kaffibollunum þennan
dag var mikið skrafað og þá
einkum um það, hversu aðstaða
trúnaðarmanna væri léleg, víð-
ast hvar, þar sem þeir þurfa að
hafa einhvern samastað, þar sem
þeir geta haft upplýsingapésa
sína og pappíra og rætt í ró og
næði við þá félagsmenn, sem til
þeirra leita. Einnig var rætt um,
hvernig trúnaðarmenn stæðu
gagnvai't vinnuveitanda, þar sem
ætlazt er til, að þeir vinni störf
sín í vinnutíma sínum við stofn-
unina. En þetta á tíminn eftir að
leiða í Ijós. Þó virðist sem for-
ráðamenn stofnana sýni skiln-
ing á þörfum trúnaðarmanna.
Annan dag námskeiðsins
ræddi Haraldur Steinþórsson
um kjarasamninga opinberra
starfsmanna.
Kjarasamningar eru líklega
það mál, sem flestir fylgjast
með, þegar það ber á góma, en
einnig það flóknasta fyrir þann,
sem lítið hefur sett sig inn í
þau mál. Of langt mál væri að
rekja kjarasamninga til hlítar.
Til fróðleiks skal aðeins drepið
á setningu launalaga á íslandi.
Fyrstu launalögin voru sett
19l9.Varþá ákveðinn launastigi.
Héldust þessi lög til ársins 1945,
var þá bætt við launaflokkum,
og giltu þau lög til 1955. Þá
voru launalögin endurskoðuð og
launaflokkum fjölgað í 14, og
var 1. flokkur hæstur.
Fyrstu kjarasamningar opin-
berra starfsmanna voru gerðir
1962. Var þá launaflokkum
fjölgað í 28 og stiganum snúið
við, þannig að 1. flokkur varð
lægstur.
Margt hefur breytzt, síðan
fyrst var samið um laun opin-
berra starfsmanna. Síðustu
samningar voru gerðir 1970, eins
og allir vita. Ýmsar breytingar
áttu sér þá stað, t. d. stytting
vinnutíma í 40 stundir á viku,þó
að lenging yrði á vinnutíma
sumra starfshópa, ákveðinn
kaffitími allra, stórhátíðakaup,
eitt yfirvinnukaup, vaktaálag og
afnám 12 daganna, sem margir
eru óánægðir með. En þar sem
samningarnir renna út í des.
1973, mætti fara að hugsa um
nýjar kröfur til að fá það bezta
út úr nýju samningunum.
Þriðja daginn var rætt um
réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna. Um það efni fjall-
aði Guðjón B. Baldvinsson. Þar
kom fram, að hjá ríkinu geng-
ur fastráðning sjálfkrafa, en
hjá borginni þarf að sækja um
fastráðningu, eftir að reynslu-
tíminn er liðinn. Við fastráðn-
ingu fær starfsmaður laun sín
greidd fyrirfram. Skyldur
starfsmanna eru þær sömu,
hvort sem um er að ræða laus-
eða fastráðningu. T. d. er upp-
sagnarfrestur 3 mánuðir í báð-
um tilvikum. Réttindin aukast
aftur á móti. T. d. lengist veik-
indafrí úr lV-> mánuði í 3 mán-
uði á ári á fuííum launum. Veik-
indafrí reiknast þannig, að mið-
að er við 12 mánuði frá veik-
indum, en ekki eftir almanaks-
ári. Þegar sagt er upp starfi,
fellur orlof ekki inn í, nema upp-
sögn sé á orlofstímanum frá 1/6
—30/9. Vinna í orlofi er sama
og helgidagavinna, ef vinnuveit-
andi biður launþega að vinna.
Orlof borgist ekki fyrr en í maí
árið eftir.
Ef veikindi verða eftir að or-
lof launþega byrjar, frestast or-
lofið, ef launþegi lætur straxvita
og sendir læknisvottorð. Þetta á
aðeins við um orlof, þ. e. sumar-
frí, en ekki venjulega frídaga frá
vinnu. Á árinu 1973 verða lág-
marksorlofsdagar 24 á ári, þ. e.
2 dagar fyrir hvern unninn mán-
uð, og þá verða einnig greiddar
5 þús. krónur hverjum starfs-
manni í byrjun orlofs.
Þar sem réttindi og skyldur
eru yfirgripsmikið mál, læt ég
þetta duga, en bendi þeim, sem
vilja kynna sér þetta nánar, á
að lesa „Lög og reglur, er varða
ríkisstarf smenn".
Farið var yfir lög Hjúkrun-
arfélags Islands okkur til kynn-
ingar, eru þau lög frá 15. okt.
1972. Þar eru m. a. þær breyt-
ingar, að landinu verður skipt
í 7 svæðisdeildir, og sendir síð-
an hver deild fulltrúa á aðal-
fund (fulltrúaþing) HFl. Með
þessu svæðaskipulagi kemur
það, að rétt til atkvæðagreiðslu
á aðalfundi hafa:
1. Stjórn HFl.
2. Formenn (varaformenn)
allra svæðis- og sérgreina-
deilda innan HFl.
3. 1 fulltrúi fyrir hverja 50 fé-
lagsmenn eða færri á hverju
svæði, síðan 1 fulltrúi fyrir
brot úr 5 tugum, kosnir sam-
kvæmt 17. gr.
4. Trúnaðarráð 1 fulltrúi.
5. Ritstjóri Tímarits HFl.
Ekki skal hér gerð nánari
grein fyrir lögum félagsins, en
hverjum félaga bent á að lesa
þau.
Að lokum vil ég þakka þeim,
sem að námskeiðinu stóðu, fyrir
fróðlegar og ánægjulegar
stundir.
TekiS saman af
Elsu Tryggvadóttur.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 31