Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Side 40
FRA STARFSEMI
RAUÐA KROSS ÍSLANDS
1 4. tbl. Tímarits HFÍ 1972 er
auglýst eftir deildarstj óra —
hjúkrunarkonu eða -manni,
helzt með sérmenntun í heilsu-
vernd — til þess að byggja upp
heilsuverndarframkvæmdir á
vegum Rauða kross Islands, svo
sem kennsluáætlanir í heilsu-
vernd, heimahjúkrun og þjálfun
sjálfboðins liðs til mannúðar-
verkefna.
Er ánægjulegt, að nú skuli
ráðgert að endurvekja svipaða
starfsemi og íslenzkar hjúkrun-
arkonur höfðu á hendi áður fyrr,
um lengri eða skemmri tíma
hver, og þá virtist mikil þörf
fyrir.
Ekki er ætlunin að ræða störf
Rauða krossins að öðru leyti en
því, er tekur til starfsemi
Kvennadeildar Reykjavíkur-
deildarinnar.
KvennadeilcL Reykjavíkur-
deildar RauSa kross Islands var
stofnuð í desember 1966, og var
fyrsti formaður hennar Sigríð-
ur Thoroddsen. Núverandi
stjórn er þannig skipuð:
Katrín Ólafsdóttir Hjaltested,
formaður.
Geirþrúður Hildur Bernhöft,
varaformaður.
Ingunn Gíslason, ritari.
Sigríður Thoroddsen, gjaldkeri.
Meðsibj órnendur:
Guðrún Holt.
Helga Einarsdóttir.
Sigríður Helgadóttir.
Varastjórn:
Klara M. Stephensen.
Sigurlín Gunnarsdóttir.
Þórunn Benjamínsson.
Hefur Kvennadeildin beitt sér
fyrir eftirfarandi verkefnum:
1. Fjáröflun til kaupa á rúmum
og dýnum til útlána fyrir
sjúka og aldraða, er dvelja í
heimahúsum.
2. Rekstri sölubúðar í Landa-
kotsspítala. Leyfi hefur nú
fengizt til rekstrar búðar í
Landspítala, og mun sú starf-
semi hefjast, þegar bygg-
ingarframkvæmdum í and-
dyri spítalans er lokið, en það
verður sennilega snemma á
þessu ári.
3. I Borgarspítala, Landakots-
spítala og Landspítala hafa
félagskonur annazt útlán á
bókum til sj úklinga og starfs-
liðs.bæðifrábókasöfnum spít-
alanna og bókavögnum, sem
farið er með í sjúkrastofur.
Bókasafn Landakotsspítala
var stofnað af Kvennadeild-
inni (1. nóv. 1968), er lagði
fram fé til kaupa á bókum til
grundvallar safninu og hefur
styrkt það síðan með fjár-
framlögum. I Borgarspítala
hafa félagskonur til skamms
tíma aðstoðað við rekstur út-
varps innan spítalans,
klukkustund tvisvar vikulega.
4. Aðstoð við starfsemi, sem
rekin er á vegum Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkurborgar
fyrir aldraða.
5. I undirbúningi er sérstök
heimsóknarþjónusta við aldr-
aða sjúklinga og einstæðinga,
og er gert ráð fyrir, að hún
geti hafizt áður en langt um
líður.
Þær félagskonur Reykjavíkur-
deildarinnar, sem leggja fram
krafta sína á þeim verksviðum,
er að ofan getur, nefnast sjúkra-
vinir. Hefur í því sambandi ver-
ið höfð hliðsjón af starfsemi svo-
nefndra „Patientvenner“ á veg-
um Rauða krossins á Norður-
löndum. Félagskonur, er vilja
gerast sjúkravinir, sækja stutt
námskeið, þar sem haldnir eru
fyrirlestrar um eftirtalin efni:
Sögu og skipulag Rauða kross-
ins, trygginga- og félagsmál, vel-
ferðarmál aldraðra, félagsleg
viðhorf til geðsjúkra, sjúklinga-
bókasöfn og framkomu í starfi.
Fyrirlestrar þessir hafa verið
fluttir á 2—3 kvöldum. Þær fél-
agskonur, sem sækja alla fyrir-
lestrana, fá afhent skírteini og
sérstakt sj úkravinamerki, seni
borið er við störfin, auk leiðbein-
ingabæklingsins „Sjúkravinir“.
í bæklingnum stendur m. a.:
„Sjúkravinur vinnur að líknar-
og mannúðarstörfum fyrir
Rauða krossinn á hlutlausan og
óhlutdrægan hátt“. — „Sjúkra-
vinur er bundinn þagnarheiti,
bæði siðferðislega og lagalega“-
— „Sjúkravinur tekur ekki á
móti borgun. Sjúkravinur vinn-
ur ekki á nokkurn hátt launað
starf“. — „Sjúkravinur má ekki
brjóta á neinn hátt reglur
34 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS