Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Qupperneq 41
Frá námskeiði sjúkravina að Hallveigarstöðum.
sjúkrahúss. Þó að slíkt sé gert
af góðum hug, eyðileggur það
samvinnu Rauða krossins við
sjúkrahúsin, gerir starfið erfið-
ara fyrir aðra sj úkravini og get-
ur kastað skugga á alla starf-
semi sjúkravina". — „Starfandi
sjúkravinur skuldbindur sig til
að leggja fram a. m. k. 50 vinnu-
tíma árlega“.
Fimm námskeið hafa verið
haldin til þessa, og hafa rúmlega
200 konur sótt þau, en þar af eru
um 100 starfandi. Nú í lok febr-
úar er áætlað að halda námskeið
fyrir væntanlega sjúkravini.
Hugmyndin um sjúkravini er
upphaflega komin frá hinum
bandarísku “Red Cross Grey
Ladies”, sem voru til ómetan-
legrar hjálpar fyrir sjúka og
særða á sjúkrahúsum í báðum
heimsstyr jöldunum.
Hefur starfsemi sj úkravina
færzt mjög í vöxt í nágranna-
löndum okkar: á Norðurlöndum,
í Englandi, í Kanada og Banda-
i'íkjunum.
I þessum löndum eru sjúkra-
vinir taldir jafnsjálfsagðir og
aðrir starfshópar í athafnalífi
sjúkrahúsanna.
Er lærdómsríkt að kynnast í
reynd, á hvern hátt störf sjúkra-
vina fara fram, jafnhliða störf-
um hjúkrunarliðs.
Verkefnin eru margvísleg og
unnin af ósérplægni. Störfin eru
m. a. eftirfarandi:
1. aðstoða og leiðbeina sjúkling-
um til og frá sjúkra- og þjón-
ustudeildum,
2. veita te og kaffi því fólki,
sem bíður í biðstofum, t. d.
göngudeildum — röntgen-
deildum,
3. umsjón dægradvalar (föndur
— útvegun listamanna o. s.
frv.),
4. leika við börn á barnadeild-
um,
5. gera sjúklingum dagamun, á
hátíðisdögum, afmælisdögum
o. fl.,
6. sjá um hárgreiðslu og snyrt-
ingu,
7. aka fólki, sem er í daglegri
geislameðferð, til og frá
heimilum.
Margt fleira mætti telja fram,
en framangreind upptalning
ætti að nægja til að sýna fram
á, hversu víðtæk þessi þjónusta
getur verið.
Vegna fámennis okkar Islend-
inga og tiltölulega stuttra vega-
lengda í velferðarþjóðfélagi, þar
sem fólk verður sjaldan jafn-
einmana og vanmáttugt og í
milljónagrúanum, er í mörgu til-
liti um ólíkar aðstæður að ræða.
En söm er þörf hins hrjáða hér
heima sem annars staðar fyrir
umhyggju og andlegan styrk í
baráttunni við sjúkdóma. Með
stækkun þjóðfélagsins eykst
þörfin fyrir félagslega aðstoð.
Starfsemi sjúkravina Rauða
kross íslands hefur verið í fram-
þróun hér á landi síðustu árin,
því að viðfangsefnin fara vax-
andi og sjúkrahúsin hafa ætíð
þörf fyrir fólk, sem hefur vilja
og áhuga til að starfa að mann-
úðar- og velferðarmálum.
Margrét JóhannescLóttir.
Alda Halldórsdóttir.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 35