Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Qupperneq 48

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Qupperneq 48
þessum kennslulista. Nánari upplýs- ingar gefur Árni Kristinsson, lyf- læknisdeild Landspítalans. Til sölu ú skrifsiofu IIFÍ: Hjúkrunarkvennatal .. . Hjúkrunarsaga ......... Hjúkrunarkver ......... Tímarit HFÍ, árg....... hvert eintak ....... Lög og reglur, er varða ríkisstarfsmenn .... Ég er að verða stór, mamma .............. 1. dags umslög m/ hjúkr- unarfrímerki og þing- stimpluð umslög frá 1970 ............... Fánar HFI með stöng . — — án stangar . >limiingurs|ijölal: Félagsheimilissjóður. Minningarsjóður Hans A. Hjartar- sonar, náms- og ferðasjóður HFI. Minningarsjóður Guðrúnar Gísladótt- ur Björns. KrjriVslufumlir ívrir vrröamli forrldru. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur gekkst fyrir fræðslufundum fyrir verðandi foreldra í janúar og febrú- ar s.l. 1. Kvensjúkdómalæknir talaði um frjóvgun, meðgöngutíma og fæð- ingu. 2. Heilsuverndarhjúkrunarkona tal- aði um meðferð ungbarna. 3. Barnaiæknir talaði um vöxt og þroska ungra barna. 4. Fóstra talaði um leikþörf barna og leikfangaval. 5. Tannlæknir talaði um tannvernd og munnhirðu. 6. Félagsráðgjafi talaði um fjöl- skylduna og þjóðfélagið. Ennfremur var konunum boðin þátttaka í slökunaræfingum undir stjórn ljósmóður. Fyrsta daginn var allur hópurinn. Tvo síðari dagana var hópnum skipt í tvennt. Aðsókn var mjög góð. Félngsfundur. Félagsfundur HFÍ var haldinn i Glæsibæ 31. jan. s.l. Formaður setti fundinn og bauð hjúkrunarkonur frá Vestmannaeyj- um sérstaklega velkomnar og bað þær sitja fundinn sem gesti félagsins. Stofnaður var styrktarsjóður fyrir Vestmannaeyjadeild HFl, er hjúkr- unarkonur frá Eyjunum hugðust nota til styrktar hjúkrunar- og heilbrigð- ismálum Vestmannaeyinga. Bað stjórnin trúnaðarmenn féiagsins að standa fyrir söfnuninni. Samþykkt var einnig að bjóða hjúkrunarkonum frá Vestmannaeyjum forgangsrétt að sumarhúsum félagsins í sumar, og var það þegið. Einnig stóðu þeim nú þegar til boða afnot af Kvennabrekku, sumarhúsi félagsins í Mosfellssveit. Fundurinn samþykkti að senda frá sér eftirfarandi tillögu, borna fram af Ingibjörgu Árnadóttur: „Félagsfundur Hjúkrunarfélags ís- lands, haldinn í Glæsibæ 31. janúar 1973, styður eindregið framkomna til- lögu samtaka skólastjóra í barna- og gagnfræðaskóium þess efnis, að hætt verði undirbúningi að fyrirhugaðri þjóðhátíð vegna 1100 ára afmælis Islandsbyggðar og fjármunum, sem fyrirhugað var að nota í því sam- bandi, verði þess í stað varið til að- stoðar Vestmannaeyingum. Fundurinn telur einnig, að ástæða sé til að hvetja til þjóðareiningar vegna ástands þess, sem skapazt hefur vegna náttúruham- fara þessara, og minna á, að flokka- erjum og pólitískum ádeilum verði að halda utan þessa máls“. Kosin var 5 manna nefnd til und- irbúnings stofnunar Reykjavíkur- deildar HFÍ. Nefndina skipa: Margrét Jóhannsdóttir, Jóna Valg. Höskuldsdóttir, Guðrún Guðnadóttir, Inga Teitsdóttir og Nanna Jónas- dóttir. Á næstunni verða byggð fleiri sum- arhús að Munaðarnesi. Félagsheim- ilissjóður HFI hyggst kaupa eitt hús, og skulu hjúkrunarkonur, sem látið hafa af störfum vegna aldurs, ganga fyrir með leigu. Þá var kosin 12 manna nefnd til að kanna möguleika á fjáröflunar- leiðum til kaupa á öðru húsi, sem yrði þá þriðja hús félagsins í Mun- aðarnesi. Árni Björnsson læknir flutti erindi um „Varnir gegn vá“. Var erindi Árna bæði fróðlegt og skemmtilegt. Fram komu margar fyrrispurnir og um efnið spunnust hinar líflegustu umræður. Vonir standa til, að við getum birt áætlunargerð varðandi „Varnir gegn vá“ í næsta tölublaði. Fóla|íKfundur. HFÍ hélt fund að Hótel Esju mánu- daginn 26. febrúar s.l. kl. 20.30. Fundarefni: Stofnun Reykjavíkurdeildar HFI. Kosinn formaður og stjórn deildar- innar. Frjálsar umræður. kr. 830,00 — 460,00 — 200,00 — 400,00 — 100,00 — 200,00 — 25,00 20,00 — 250,00 — 135,00 Formaður setti fundinn og bauð fé- laga velkomna. Borin voru fram „Lög Reykjavík- urdeildar HFl“ og samþykkt. Síðan fór fram stjórnarkjör deildarinnar, en í stjórn voru kjörnar: María Gísladóttir, formaður, Bergljót Líndal, Gunnhildur Sigurðardóttir, Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Þóra Arnfinnsdóttir, Sigríður Júlíusdóttir. Vilborg Ingólfsdóttir og Eygló Stefánsdóttir, varamenn. Fundarstjóri var Jóna Valg. Hös- kuldsdóttir. Nánar verður sagt frá fundinum síðar. Itil send skrifslofu HFÍ árid 11172. Frá Dansk Sygeplejerád: Anatomi og fysiologi I og II, eftir Andreas Kehler, yfirlækni, Hud- og Könssyg- domme, 4. útgáfa, eftir dr. med. Henning Schmidt og Sigrid Jensen, hjúkrunarkennara. Ortopædisk kir- urgi, 2. útgáfa, eftir próf. dr. med. Eivind Thomasen og Inge Jensen, yf- irhjúkrunarkonu. Frá Svensk sjuksköterskeförening og Svensk sjuksköterskeförenings förlag: ICN i nárbild eftir Mar- grethe Kruse, formann ICN. Frá Láromedelsförlagen, Stock- holm: Áldringsvárd 2, eftir Jaan Suurkiila, P.Nordqvist, Irene Marsza- lek og Else Melin. Frá Olli Breiland, rektor Statens Helsesösterskole, og Marie Lysnes, rektor Statens spesialskole i psykiatr- isk sykepleie, Noregi: FESTSKRIFT, í tilefni af 25 ára afmæli Statens helsesösterskole og 10 ára afmæli Statens utdanningssenter for helse- personell, Oslo Gjafir til HFÍ: Landakotsspítali hefur gefið félag- inu gömul lækningaáhöld, sem notuð hafa verið á sjúkrahúsinu, m. a. í tíð dr. Matthíasar Einarssonar. Hjúkrunarkonur á Kleppsspítala hafa gefið fallegt rýa-veggteppi, sem prýðir fundarsal félagsins. Félagið sendir gefendum beztu þakkir. 42 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.