Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Side 49
HÓLFIÐ
Hjúkrunarkonur! Fullt nafn og heimilisfang þarf aö fylgjo
bréfunum til okkar, þó að skammstöfun eða dulnefni sé notað
sem undirskrift. Bréfin skuluð þið senda í pósthólf 5022, R.v.k.
— Með kærri kveðju. Ritstjómin.
F rxðslunámskeið
H eilsuvemdarstöðvar
Reykjavíkur.
Báða vetrarhluta ársins 1972 geng--
ust forráðamenn Heilsuverndarstöðv-
ar Reykjavíkur fyrir efnisríku
fræðslunámskeiði, er snerti hina fjöl-
mörgu þætti heilsuverndarstarfsins.
Þátttaka var ómetanleg öllum, er
nutu, fyrirlesarar frábærir í erinda-
flutningi og einkar liprir í svörum í
fjörugum umræðum eftir hvert er-
indi Námskeið sem þetta er öllum til
gagns, einkum þeim, sem að heilsu-
vernd starfa án þess að hafa til þess
framhaldsmenntun, og einnig þeim,
sem heilsuverndarstarfsins njóta.
Gagnsemi heilsuverndarstarfs er að-
eins brot af því, sem þarf að vera, ef
fræðsla almennings er ekki mjög góð
á breiðum grundvelli, en almenningur
nýtur í ríkurn mæli þekkingar heil-
brig-ðisstétta.
Við, sem störfum í nágrenni
Reykjavikur og nutum þess að vera
boðin þátttaka, gerum okkur ljóst, að
slíkt boð er okkur ómetanlegt, þótt
ekki væri vegna annars en að sakir
fámennis og annarrar tilhögunar
væri okkur ókleift að hafa forgöngu
um neitt hliðstætt. Staðreynd er einn-
ig, að sérfræðingar okkar starfa vel-
flestir í Reykjavík.
Eftir að hafa tekið þátt í nokkrum
fræðslunámskeiðum s. 1. tvö ár, ýmist
á vegum heilbrigðisstétta eða mennta-
málaráðuneytisins, á ég þær óskir
óuppfylltar að mega í framtíðinni
taka þátt í ótöldum námskeiðum og að
við fáum staðfestingu á þátttöku í
þeim, sem við sitjum á vegum heil-
brigðisstétta, hliðstætt því, sem
menntamálaráðuneytið lætur í té þátt-
takendum í námskeiðum fyrir kenn-
ara. Að vísu safna kennarar punkt-
um á þann hátt, en við gætum með
þessu safnað áburði á lífsblóm okkar,
sem sífellt þarf að hlúa að.
Kærar þakkir til allra hlutaðeig-
andi.
Jóna Valg. Höskuldsdóttir.
Aðeins fyrir lækna
Góð samvinna allra starfsstétta er
nauðsynleg á sjúkrahúsum. Hún er
grundvöllur þess, að sem bezt megi
vinna að velferð sjúklingsins á allan
hátt. Samvinnan felur í sér verka-
skiptingu, afmörkun ábyrgðarsviða,
eins og jafnan hlýtur að eiga sér
stað, þar sem margflókin verkefni eru
leyst, en ekki hef ég orðið vör við að
rerfco-skiptingunni fylgdi stétta-
skipting, þar sem ég hef unnið til
þessa.
Nú gerðist það fyrir alllöngu, að
nokkrir læknar Borgarspítalans tóku
sér þau forréttindi að merkja sér
bílastæði fyrir einkabíla sína næst að-
alinngangi starfsfólks sjúkrahússins.
Forsenda þessarar ákvörðunar er al-
veg óskiljanleg, nema hún sé til kom-
in af einhvers konar ofmetnaði gagn-
vart samstarfsfólki þeirra.
Næg bílastæði eru laus næst spítal-
anum allan sólarhringinn, einnig þeg-
ar aðsókn er sem mest, eins og t. d. í
heimsóknartímum á stórhátíðum, og
fæ ég ekki séð, að hörgull á bílastæð-
um gæti valdið því, að þessir fáu
menn, sem merkt liafa sér stæði, kæmu
of seint til starfs.
Þessi skilti ætti að fjarlægja sem
fyrst.
Kristin Óladóttir.
Ifl
Svo sem umferðamerki gefa
til kynna er stranglega bann-
að að leggja bílum hér.
Á umferðamerki stendur:
Aðeins fyrir lækna spítalans.
I'rá skrifslofn HFf.
t'HÍDAGAIt
Fi'ídagar eru allir helgidagar þjóðkii’kjunnar,
sumardagurinn fyrsti, 17. júní, laugardagurinn
fyrir páska, 1. maí og fyrsti mánudagur í ágúst.
Ennfremur aðfangadagur jóla og gamlársdag-
ur frá kl. 18.
^TÓIIHÁTÍDIIt
öll vinna, sem unnin er á stórhátíðum (nýárs-
dag, jóladag, páskadag, hvítasunnudag, og eftir
kk 13 á aðfangadag jóla og gamlársdag) greið-
'st með tvöföldu yfirvinnuálagi.
Nýlega barst skrifstofu HFl bréf frá ferða-
skrifstofunum Vtsýn og Úrval þess efnis, að
samið hefði verið við Flugfélag íslands um leigu-
flugferðir til Norðurlanda á tímabilinu frá 8/5
—2/9 1973. Lengd ferðanna er frá 7—25 dag-
ar. Ferðirnar eru aðeins seldar samstæðum hóp-
um, og miðað við fullnýtt sætarými — 120 far-
þega — verður fargjaldið kr. 7.800,00 á far-
þega báðar leiðir.
Upplýsingar gefa ferðaskrifstofurnar og BSRB.
Aðalfundur Iljúkrunarfólags Íslands
verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu laugar-
daginn 31. marz n.k. kl. 9.30—12 og frá kl. 1.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 43