Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 8
Sérhjamsamningur hjúhrnnarhvenna
við heilsngœslnstöðvar
Hjúkrunsiríólaif íslands auuars vcjíar «>■
fjármálaráúliorra oj* lioillirij'Aismálarádlirrra
liins vc|!ar
gera með sér svofelldan samning samkvæmt
20. gr. samnings Hjúkrunarfélags fslands og
fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, dags. 6. maí
1974, um vinnutíma, greiðslu fyrir útkallsvaktir
og annað, sem af vinnutímafyrirkomulagi þeirra
hjúkrunarkvenna, er starfa einar sér eða tvær
saman á fámennum stöðum úti á landi, leiðir:
1. gr.
1. mgr. Störfum þeirra hjúkrunarkvenna, sem
starfa í heilsugæslustöðvum eða á móttökustöðv-
um, skal raða í launaflokka sem hér segir:
Hjúkrunarkona 20. Ifl.
Hjúkrunarkona með sérmenntun í
heilsuverndarstarfi, fæðingarfræði eða
starfi hjúkrunarkonu í göngu- eða
slysadeildum, sbr. 4. mgr. 19. gr. laga
nr. 56/1973 22. lfl.
2. mgr. Fram til febrúarloka 1975 skal þó
hjúkrunarkona taka laun skv. 19. lfl. og hjúkr-
unarkona með tilgreint sérnám skv. 21. lfl.
2. gr.
1. mgr. Hjúkrunarkonur í heilsugæslu- eða
móttökustöðvum, þar sem hvorki situr læknir
né daglegur aðgangur er að læknaþjónustu,
skulu fá greitt 15% álag á föst laun á meðan
slíkt ástand varir.
3. gr.
1. mgr. Fyrir útkallsvaktir hjúkrunarkvenna
skal veitt frí, er svarar einum degi fyrir hvern
unninn mánuð í fullu starfi. Er þá miðað við,
að föst útkallsvakt sé allan sólarhringinn a. m.
k. þriðjung hvers mánaðar.
2. mgr. Frí þetta má veita hvenær árs sem
er, en hvorki er heimilt að flytja það milli ára
eða bæta því við sumarleyfi.
3. mgr. Fari vinna vegna útkalla fram úr
fullri mánaðarlegri vinnuskyldu hlutaðeigandi
hjúkrunarkonu, skal hún greiðast sem yfirvinna.
4. gr.
1. mgr. öll ferðalög vegna starfsins skulu
vera fastráðnum hjúkrunarkonum að kostnaðar-
lausu, sbr. 41. gr. laga nr. 56/1973 um heilbrigð-
isþjónustu og 19. gr. aðalkjarasamnings BSRB
og fjármálaráðherra frá 15. desember 1973.
5. gr.
1. mgr. Hjúkrunarkona sem með sérstöku
leyfi heilbrigðisráðuneytisins sækir fræðslu-
eða þjálfunarnámskeið, sem viðurkennt er, skal
halda föstum launum með fullu vaktaálagi, með-
an slíkt námskeið stendur yfir, allt að 1—3 mán-
u ði á hverjum 2—5 árum.
6. gr.
1. mgr. Ráðgert er, að heilbrigðisráðuneytið
beiti sér fyrir, að settar verði reglur um bún-
ing heilsugæsluhjúkrunarkvenna, en að svo
stöddu skulu fastráðnar hjúkrunarkonur fá
þrjá hvíta búninga hver, og fá þeim skipt eftir
þörfum sér að kostnaðarlausu.
7. gr.
1. mgr. Ráðgert er, að í reglugerð þeirri, sem
heilbrigðisráðherra er ætlað að setja skv. 2.
mgr. 21. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr.
56/1973 m. a. um tækjabúnað o. fl., verði mið-
að við, að hj úkrunarkonum verði lögð til áhalda-
taska með nauðsynlegum áhöldum þeim að
kostnaðarlausu. Heimilt skal að leggja þeim
fastráðnum hjúkrunarkonum, sem ekki eiga
slíka tösku ásamt áhöldum, til slíkar töskur og
áhöld þegar í stað.
8. gr.
1. mgr. Ákvæði kjarasamnings HFl og fjár-
málaráðherra f. h. ríkissjóðs frá 6. maí 1974
skulu gilda um hjúkrunarkonur skv. samningi
þessum að því leyti, sem þau geta átt við.
Um gildistíma og uppsögn þessa samnings
fer skv. ákvæðum laga nr. 46/1973.
Reykjavík, 26. júlí 1974.
F. h. Hjúkrunarfélags Islands
María Pétursdóttir (sign)
F j ármálaráðherra
Halldór E. Sigurðsson (sign)
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
Magnús Kjartansson (sign).
110 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS