Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 9
Umsöpn Samtaka heilbrigðisstétta um
O . 7 7 O y a ,
frumvarp til laga um jóstureyöingar o.fl.
Samtök heilbrigðisstétta þakka bréf heilbrigðis-
og trygginganefndar neðri deildar Alþingis,
dags. 20. nóvember 1973, þar sem óskað er eftir
umsögn um frumvarp til laga um fóstureyðing-
ar o. fl., 95. mál, lagt fyrir 94. löggjafarþing
1973.
Samtök heilbrigðisstétta fagna því, að lagt
hefur verið fyrir Alþingi frumvarp að nýjum
lögum um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir,
þar sem stefnt er að því að færa löggj öf um þessi
mál til samræmis við aðstæður nútíma þjóð-
félags. Vegna margháttaðra þjóðfélagsbreytinga
og framfara í læknavísindum er eðlilegt, að lög-
gjöf um þetta efni frá 1935 sé að nokkru leyti
úrelt, enda þótt hún hafi á sínum tíma verið
gerð af mikilli gjörhygli og framsýni.
Þrjú aðildarfélög Samtaka heilbrigðisstétta
hafa sent Alþingi umsagnir um frumvarpið og
vísast til þeirra varðandi ýmis sjónarmið, sem
ber að vega og meta við frágang laganna.
Á fulltrúafundum, sem Samtök heilbrigðis-
stétta hafa haldið um mál þetta, hefur einkum
verið lögð áhersla á eftirfarandi atriði:
1. Að sá þáttur frumvarpsins, sem fjallar um
fræðslu, tryggi ekki, að fræðslan verði fram-
kvæmd á skipulegan hátt og nái til þeirra
einstaklinga, sem helst þurfa hennar með.
2. Að breytingar þurfi að gera á 1. málsgrein
9. gr. Grein þessi er ekki nægilega ljós í öll-
um atriðum. Einkum beri að breyta tíma-
takmörkum og gera þau skýrari. Þá er tal-
inn ágalli, að réttar föðurins sem umsagn-
araðila er ekki nægilega gætt, þegar um vígða
sambúð er að ræða.
3. Að nokkuð skorti á, að löggjöf þessi tryggi,
að búið sé í alla staði ákjósanlega að þeim
konum, sem þurfa að gangast undir þær að-
gerðir, er lögin fjalla um.
Fræðslunefnd Samtaka heilbrigðisstétta hef-
ur f jallað um fræðslukafla frumvarpsins og sam-
ið um það greinargerð, sem fylgir hér með.
Með hliðsjón af ofansögðu ber stjórn Sam-
taka heilbrigðisstétta fram eftirfarandi athuga-
semdir.
I. kafli.
náAgjöf og frn'öslíi.
Kafla þessum er skipt í óeðlilega margar
greinar. Sumt af efni hans getur e. t. v. fallið
betur að fræðslulöggj öfinni, eða átt frekar heima
í reglugerð, sem setja þarf í tengslum við vænt-
anleg lög.
1. og 2. gr. kaflans mætti sameina í eina grein,
sömuleiðis mætti einnig sameina 3. gr. og
4. gr.
5. greinin er óþörf, þar sem efni hennar get-
ur fallið inn í reglugerð varðandi sjúkratrygg-
ingar. Einnig virðist fyrsta málsgrein þess-
arar greinar nokkuð óeðlileg og verður helst
skilin þannig, að starfsfólk ráðgjafarþjónust-
unnar eigi annaðhvort að annast sölu getn-
aðarvarna eða úthluta þeim ókeypis.
7. gr. Setningin: „í samráði við fræðsluyfir-
völd“ er of óljós, þar sem ekki kemur glöggt
fram, hvaða aðili það er, sem á að hafa sam-
ráð við fræðsluyfirvöld um menntunaratriði
þau, er greinin fjallar um. Til þess að 7. gr.
verði raunhæf, þarf að koma til samvinna
yfirvalda og heilbrigðismála og menntamála.
Þessi samvinna má ekki verða tilviljunar-
kennd og virðist nauðsynlegt, að hún verði
fastmótuð í lögum eða í reglugerð.
Ákvæði vantar um það, hver á að hafa eftir-
lit með fræðslu þeirri, sem um getur í I. kafla,
en það gæti t. d. verið landlæknir. Þá vantar
ákvæði um nánari framkvæmd fræðslunnar
og um útgáfu bæklinga, en slíkt er nauð-
synlegt til þess að samræma fræðsluna og
gera hana raunhæfa, þannig að hún geti náð
til þeirra aðila, sem mest þurfa á henni að
halda. öll þessi atriði og raunar fleiri, er
eðlilegt að sett verði í reglugerð, en í frum-
varpið vantar heimild til að setja reglugerð,
tengda I. kafla laganna.
II. kafli.
Fóstnreyöingar.
9. gr. Varðandi fyrstu málsgrein 9. greinar
viljum við taka eftirfarandi fram: „fram-
kvæmd fyrir lok 12. viku ..." breytist í
„framkvæmd fyrir lok 10. viku ... “
Sett verði reglugerð, er ákveði nánar um
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 111