Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 36
Onœmisaðgerðirgegn veirusiúhdómum
Grein þessa skrifaði próf. Mar-
grét GuSnadóttir, veirufræð-
ingur. Hún starfar nú við veiru-
fræðideild Rannsólcnarstofu
Háskólans, sem er á lóð Land-
spítalans við EiHksgötu, þar
sem áður var gamla þvottahúsið.
Margrét er flestum kunnug
vegna starfa sinna á Tilrauna-
stöð Háskólans á Keldum.
Þó að veirur geti valdið skæð-
um sjúkdómum, eru þær afar
ófullkomnar lífverur, sem geta
tæplega talist hafa sjálfstæða
tilveru. Veirum getur ekki fjölg-
að án þess að aðstoð stærri og
fullkomnari lífvera komi til.
Veirur vantar ýmis enzym og
coenzym, sem þær geta þó ekki
án verið ef þeim á að fjölga.
Þessi efni ná veirurnar sér í með
því að skríða beinlínis inn í
lifandi frumur og leggja þar
undir sig þau efni, sem hýsil-
fruman ætlaði sjálf að nota sér
til framdráttar. Frumur manna,
dýra og jurta og jafnvel bakter-
íur geta orðið fyrir þessari
áreitni veira. Oft hljótast sjúk-
dómar af þeim ruglingi, sem
kemst á efnaskipti fruma og
störf vefja, þegar veirum er að
fjölga þar að einhverju marki.
Séu veirur að fjölga sér í ein-
hverju líffæri eða vef, geta af-
leiðingarnar orðið bólgubreyt-
ingar, hrörnun, risafrumu-
myndun, bráður frumudauði
eða jafnvel æxlisvöxtur. Hverri
veirusýkingu fylgja vissar
vefjaskemmdir og truflun á
artæki manna og spendýra í
þessu tilliti er myndun mjög sér-
hæfðra eggjahvítuefna, sem við
köllum mótefni, og einnig mjög
sérhæfðra hvítra blóðkorna
(lymfocyta). Þetta varnarkerfi
bindur veirurnar og heftir för
þeirri frá einni frumu til ann-
arrar. Mótefnin gera veirurnar
óvirkar, svo að þær missa mátt-
inn til að bindast á yfirborð
næmra fruma og troða sér inn
Próf. Mwrgrét
Guðnadóttir.
eðlilegri frumustarfsemi á því
svæði, þar sem veirurnar eru að
fjölga sér. Það fer svo eftir hlut-
verki viðkomandi vefjar og út-
breiðslu sýkingarinnar, hvort
fram koma sjúkdómseinkenni
og hversu skæð þau verða.
Fjölfrumungur hefur ýmis
ráð til að hindra þetta innrás-
arlið og hefta för þess frá einni
frumu til annarrar og frá einu
líffæri í annað. Virkasta hjálp-
134 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS