Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 23

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 23
I Kleppsspítalanum hafa ekki verid notuð neins konar nauðungartæki síðan 1932. „Ef við hefðum meira starfslið, gæti mér orðið að stærstu ósk minni, að við kynntum Jónsmessu- bál af beltunum okkar“, sagði Margit. svo að sjúklingarnir gátu sjálfir þvegið fatnað sinn. Innrétting deilda Kleppsspítalans er ævintýri líkust, og eru þær gerðar eins heimilislegar og með eins litlum sjúkrahúsbrag og unnt er. Mynd- ir eru á veggjum. í dagstofum og svefnherbergj- um. I nokkrum deildanna eru teppi á gólfum og venjuleg hvílurúm. Þar eð oft verður að gera ráð fyrir lengri legutíma geðsjúklinga en sjúkl- inga með líkamskvilla og nokkrir sjúklinganna verða aldrei útskrifaðir, var reynt að búa þeim heimili. Ég held, að við ættum að taka þetta til athugunar við útbúnað deilda, a. m. k. deilda fyrir langdvalarsjúklinga. „Hver hefur fundið upp á því,“ var sagt á íslandi, „að geðsjúkl- ingar eigi endilega að liggja í venjulegum s j úkrarúmum ?“ Auk heimsókna í allar deildir sjúkrahúss- ins átti ég þess kost að sjá nokkur þeirra heim- ila, sem voru úti í borginni. Og mér er óhætt að segja, að þar stóð ég á öndinni. T. d. hafði íyrir skömmu verið keypt glæsilegt einbýlishús, og voru þar 17 langdvalarsjúklingar, karlar og konur. Húsið var eins og best varð á kosið, með þægilegum baðherbergjum, yndislegri dagstofu með arni, þykkum teppum á gólfum, fallegum málverkum. Allt var gert eins vistlegt og unnt var. Sjúklingarnir, sem bjuggu 2—3 saman í vel búnum herbergjum, unnu annaðhvort úti í borginni, í sjúkrahúsinu eða á heimilinu sjálfu. Ætlast er til, að þeir haldi herbergjunum hrein- um, þvoi sjálfir þvott, baki með kvöldkaffinu og framreiði matinn, sem þeir fá frá sjúkra- húsinu. Starfsliðið er 5 manns. Auk þessa húss hefur í nýju háhýsi fyrir ör- yrkja verið útbúin deild fyrir 14 langdvalar- sjúklinga, illa farna karla og konur. Einnig hér var sjúklingunum fengið eitthvað að starfa. Sjúklingarnir borðuðu ásamt öðrum íbúum hússins í matsal á 9. hæð með útsýni vítt um borgina. Ég er sannfærð um, að geðsjúklingar hafa gott af því að búa á slíkum heimilum, sem bera ekki auðkenni sjúkrahúsa. Annað einbýlishús í borginni var útbúið fyr- ir deild drykkjusjúklinga. Eins og hér í Danmörku hefur þurft að stríða við gamla hleypidóma. Þegar átti að flytja sjúkl- inga í þessi einbýlishús, sætti það andstöðu hús- eigenda í grenndinni. Einn daginn kom ég í Borgarspítalann. Sjúkrahúsið er 5 ára, og móttökudeild geðsjúkl- inga, sem ég kom í, var tekin í notkun árið 1968. I deildinni er rúm fyrir 31 sjúkling, og starfs- liðið er 15 manns. Þessi deild var vel útbúin, hver sjúkrastofa eins og herbergi á einkaheim- ili með venjulegum rúmum o. s. frv. Hið eina, sem minnti á almenna sjúkradeild, var súrefni og sog í veggjum. I Borgarspítalanum var mér kynnt E.C.T. meðferð. Slíkri meðferð vildu menn alls ekki beita í Kleppsspítalanum. Ef ég á að skýra í stuttu máli frá því, sem mér líkaði best í Kleppsspítalanum, er það á þessa leið: I fyrsta lagi eru hlutfallslega margar opnar deildir, og hygg ég, að það megi að nokkru þakka hinum mörgu blönduðu deildum. Ég tel, að það dragi að nokkru úr óeirð, ef sjúklingar af báðum kynjum eru í sömu deild. Annað atriði er það, að í Kleppsspítalanum Framh. á bls. !Jf2. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.