Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 15
ingnum eftir skólatíð hans. Nær það m. a. til
tannverndar og tannlækninga og í vissum til-
vikum til eftirlits og/eða samstarfs við fjöl-
skyldur skólabarna. — Reglubundin heyrnar-
skoðun fer fram á öllum 7, 9 og 12 ára börnum
undir stjórn heyrnardeildar Heilsuverndarstöðv-
arinnar, en þar fer fram fullkomin rannsókn
á heyrn ungra og fullorðinna, heyrnartæki lát-
in í té og tilsögn veitt í notkun þeirra. —
Enn finnast nokkur ný tilfelli af berklum ár
hvert, og er berklaskoðun haldið áfram í berkla-
varnadeild. — Kynsjúkdómadeild annast kyn-
sjúkdómavarnir og leitar m. a. uppi smitbera.
— Áfengissjúklingum er veitt aðstoð í áfengis-
varnadeild til þess að losna úr viðjum drykkju-
sýkinnar, eða a. m. k. að halda henni niðri, og
eru sjúklingunum gefin lyf og sálræn meðferð.
— Haft er eftirlit með, að tilbúningur, geymsla
og dreifing matvæla og annarra neyzluvara fari
fram við fullnægjandi aðstæður. Það annast heil-
brigðiseftirlitið, sem einnig hefur eftirlit með
snyrtistofum, sundstöðum og öðrum þjónustu-
stöðum, enn fremur með híbýlum, sem ætla má
að séu léleg. Þá fylgist heilbrigðiseftirlitið með,
að hollustu- og þrifnaðarhættir séu viðunandi
í iðjustöðvum og iðnaðar og öðrum vinnustöð-
um. — Þar sem unnið er með viðsjárverð efni
eða við mikinn hávaða eða önnur hætta á at-
vinnusjúkdómum er til staðar, er starfsmönn-
um beint til atvinnusjúkdómadeildar Heilsu-
verndarstöðvarinnar, sem athugar og fylgist
með heilsu þeirra.
Öll þessi störf miða að því að vernda heilsu
íbúanna og bæta með því lífskjör þeirra og gera
þeim lífið bjartara og ánægjulegra.
„Sá kostnaður, sem sjúkdómar og skamm-
lífi hafa í för með sér fyrir einstaklinginn og
þjóðina í heild sinni, er ekkert smáræði,“ sögðu
þrír merkir læknar, dr. Jónas Jónassen, land-
læknir, Guðm. Magnússon og Guðm. Björnsson,
í inngangi að heilbrigðismálariti þeirra, „Eir“,
árið 1899.
Þeir höfðu reiknað út í krónutali, hve mikils
virði mannslífið var þá, en gátu þess jafnframt,
að það væri ekki ævinlega jafnmikils virði!
Taldist þeim til, að miðað við meðlag með
hreppsómögum væri hver 15 ára unglingur hér
á landi a. m. k. 1 500 króna virði, en síðar yrði
hann verður 9 500 króna, og var þá fæðiskostn-
aður ekki reiknaður með. „Þessi stóra upphæð,“
segja læknarnir síðan, „mundi fara forgörðum
við fráfall hans.“
Árið 1930 mátu þjóðfélagsfræðingar manns-
lífið íslenska á 50 þús. krónur, að því er segir
í ræðu Steingríms Matthíassonar, læknis, ári
síðar, en ef kaupgjald þá og nú er borið saman,
mundi þetta í dag jafngilda 7 millj. 560 þús.
króna.
Nú eru slysa- og heilsuvarnir almennt tald-
ar til mannúðarmála, og við erum ekki vön að
meta mannslífin til fjár. En stöku sinnum er
ekki úr vegi að gera sér grein fyrir, að þau
hafa einnig peningalegt gildi — og ekki lítið.
Tölur í því sambandi eru þó allar vissulega mjög
varasamar.
Á síðastliðnu ári var varið liðlega 3 milljörð-
um króna til rekstrar og byggingar spítala og
annarra sjúkrastofnana hér á landi, en alls voru
legudagarnir þetta ár um 1 milljón, eða sem
svarar 5 daga sjúkrahúsvist að meðaltali á hvert
mannsbarn.
Meðalkostnaður á legudag á sjúkrastofnun-
um hér á landi var um 2 600 krónur árið 1973,
og er þá ekki reiknaður með stofnkostnaður
eða vextir.
Ef miðað er við uppgefnar meðaltekjur hvers
vinnandi manns árið 1972 og höfð hliðsjón af
kaupgjaldi þá og nú, verður að áætla meðal-
árstekjur framtalsskylds Islendings nú um 650
þús. krónur.
Framleiðslutap þjóðarbúsins að viðbættum
framangreindum sjúkrahúskostnaði nemur
þannig um 1 milljón og 800 þús. krónum yfir
áriS á hvern sjúkling á starfsaldri, sem vist-
aður er á sjúkrahús, og þessi upphæð vex hratt.
Það veltur því á miklu, að komist sé hjá veik-
indum og sjúkrahúsvist, svo sem frekast er unnt,
svo að ekki sé minnst á þau óþægindi, þá kvöl
og þá sorg, sem veikindum eru samfara.
Auk þess gildir það, sem sagt var í upphafi,
að betra er heilt en vel gróið.
Haustið 1862 ferðaðist hér um land enskur
mannvinur, Isaac Sharp. Eftir ferðina sá hann
ástæðu til að heita tvennum verðlaunum fyrir
bestu ritgerðir „um þrifnað, mataræði, húsa-
skipun og fleira þess konar, til að bæta heilsu-
far manna og draga úr landfarsóttum og mann-
dauða á Islandi“.
I einkunnarorðum fyrir svari sínu segir ann-
ar sá, er verðlaunin fékk, Torfi Bjarnason, yng-
ismaður frá Ásbjarnamesi, árið 1864:
„Láttu skynsemina stýra öllum heimilishátt-
um, það styrkir sál og líkama, veitir gleði og
ánægju, og lengir líf þitt; en leyfðu ekki van-
anum að draga hana undir ánauðarok sitt, það
slóvgar sálina, veikir líkamann, bakar sorg og
bágindi og tekur af þér lífið á miðri leið.“
Með þessum aldargömlu, en sígildu varnað-
arorðum hins unga manns lýk ég þessum hug-
renningum. □
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 117