Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 24
Sykepleien, ágústhefti 197U,
birtir eftirfarandi bóJcarfregn,
ritaða af Calle Almedal.
Mérgrét Jóhannesdóttir
íslenskaJði.
Komin er út í Frakklandi lítil,
en áhugaverð bók. Höfundur-
inn, Frédérick Lebouyer, gerir
í henni grein fyrir skoðun við-
víkjandi fæðingum án ofbeldis
fyrir barnið. Vegna þess að bók-
in hefur enn ekki verið þýdd á
nokkurt norðurlandamál, verð-
ur gerð hér nánari grein fyrir
innihaldi hennar en venja er um
bókatilkynningar.
Við höfum nú náð því marki
að stöðugt fleiri konur geta fætt
börn sín þjáningalaust. 1 Frakk-
landi er það e. t. v. ennþá algeng-
ara en í Noregi. Fæðingin er
orðin atburður sem. endurspegl-
ar hamingju og samræmi í stað
hræðslu og þrauta. Hamingju
og samræmi fyrir alla aðra en
barnið. 1 bókinni er mynd af
mörgu fólki, sem tekin er að
fæðingu lokinni. Móðirin hlær,
faðirinn hlær og læknirinn hlær.
Allir virðast rólegir og ham-
ingjusamir — nem.a barnið. Það
grætur og hangir með höfuðið
niður meðan læknirinn heldur
föstu taki um ökla þess. Það er
greinilegt að litla barninu líður
illa, meira að segja tekur það
höndum um höfuð sér, nákvæm-
lega eins og fullorðna fólkið
gerir þegar það er hrætt og ör-
vinglað og hefur orðið fyrir
mikilli sorg eða þrautum. Le-
bouyer sýnir okkur aðrar mynd-
ir af nýfæddum börnum sem
ýmist liggja innan um voðir eða
á vigt. Öll eru þau grátandi og
sveifla litlu höndunum og fót-
unum eins og til að verja sig
gegn því ofbeldi sem verið sé
að beita þau.
Þessar og þvílíkar myndir
hafa auðsjáanlega vakið Le-
bouyer til umhugsunar um,
hvernig fæðingin muni verka á
barnið. Margir hugsa um móð-
urina og ýmsir um föðurinn —
en hver hugsar um barnið? Það
munu fáir gera. Nokkrir sál-
fræðingar og geðlæknar eru
þeirrar skoðunar, að frystu ævi-
stundirnar séu mikilsverðar fyr-
ir framtíð barnsins, en fáum
kemur til hugar að sjálf fæð-
ingin geti einnig verið afdrifa-
rík.
Getur það skipt máli fyrir
barnið hvernig það fæðist inn
í heiminn? Aðalatriðið virðist
vera, að barnið yfirleitt fæðist
og fái svo fljótt sem mögulegt
er súrefni í lungun, svo að það
geti byrjað að anda.
Meðan barnið liggur í móður-
kviði upplifir það sitt af hverju.
Það heyrir lágvær hljóð, rólega
framleidd af lifandi vefjum og
vökvum. Og það heyrir hjart-
slátt móðurinnar, sem á undar-
legan hátt tákna hrynjanda í
lífi barnsins. Það „sér“ ljós-
rauðgult endurskinið af uterus
— hver mun ekki kannast við
myndir Lennarts Nilsons? Barn-
ið verður þess einnig vart —
á sína vísu — að það í byrjun
án ofbeldis
Líka fyrir barnið
Pour une naissance sans
violence, Frédérick Lebouyer,
Seuil.
flýtur í vatni, og síðar smám-
saman lokast inni í vatninu, og
það er m. a. sjálft vatnið sem,
ásamt samdrætti í uterus, kjass-
ar barnið. Þessar gælur verða
að hríðum daginn þann sem
barnið á að fæðast, og hjálpar
það sjálft — eftir því sem lækn-
ar segja — til þess að segja
skilið við móðurina, samtímis
því sem hún gerir sitt til að
losna við barnið.
Hljómar, birta og blíðuhót
umvefja allan líkama barnsins
í móðurkviði. Skilningarvit þess
örvast löngu fyrir fæðinguna.
Það er áreiðanlega mikilsvirði
að vita þetta og muna. Barnið
verður fyrir margs konar áhrif-
um frá móðurinni á meðgöngu-
tímanum. Svo áhrifamikil dæmi
sem af hljótast ef móðirin er
narkoman, þarf ekki til, án
þess má skilja hve heilsa móður
og hugarástand eru mikilvæg
fyrir hið ófædda barn.
Hvað skeður svo með barnið
um leið og það fæðist? Lebouyer
skýrir það með næstum ógnandi
dæmum. Móðirin er komin að
fæðingu, kringum hana er oft
hópur fólks sem vill hjálpa til.
Það er hrópað: „Þrýstu á, hjálp-
aðu til. Svolítið enn. Einu sinni
til“. Skærum ljósum er beint
að, svo hægt sé að fylgjast með
hvað skeður. Síðan kemur barn-
ið. Út í háværan klið af rödd-
um, hrópum og verkfæraglamri.
Út í sterka birtu sem miskunn-
arlaust blossar í augun.
Barnið er tekið. Því er haldið
lóðréttu með höfuðið niður, það
126 TÍMARIT HJÚKRUNARPÉLAGS ÍSLANDS