Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 21
geðtruflanir sakir elli og kölkunar né sjúkling-
um með vefræna geðsjúkdóma. Síðan 1970 hafa
ætíð verið þar 10 ungir eiturlyfjasjúklingar með
persónuleikaveilur til reynslu um gagnsemi hóp-
lækninga og einstaklingslækninga fyrir þá.
Tveir úr hópi starfsliðsins vitja sjúklingsins
heim, áður en hann kemur til dvalar í sjúkra-
húsinu. Þeir hvetja hann til vistar í deild af
þessu tagi og meta jafnframt, hvort hann sé
fús til samstarfs og fallinn til þátttöku í þeirri
áætlun, sem hefur verið samin fyrir deildina.
Tvö stig eru við þennan undirbúning. Fyrst er
sjúklingsins vitjað frá deildinni. Á síðara stigi
á sjúklingurinn kost á að koma í deildina og
einnig að taka þátt í fundi hópsins, sem á að
skipa honum í.
Einnig er hugað að sjúklingum að sjúkra-
húsvistinni lokinni. Læknar deildarinnar og fé-
lagsráðgjafar eru til viðtals vikulega í skrif-
stofu í Osló. Meðferð er haldið áfram eftir út-
skrift, svo lengi sem talið er nauðsynlegt, til
þess að sjúklingurinn geti staðið á eigin fót-
um. Jafnframt var fjölskyldumeðferð beitt kerf-
isbundið.
Sjúklingur, sem kemur í sjúkrahúsið, fer í
þann hóp, sem ekki er fullskipað í. Verða því
sjúklingar með ýmsar sjúkdómsgreiningar í öll-
um fjórum hópunum.
1 hverjum hópi er fast starfslið, t. d. skipað
á þessa leið: 1 læknir, 1 sálfræðingur, 1—2
hjúkrunarkonur, 1 iðjuþjálfi, 1 félagsráðgjafi,
2—3 sjúkraliðar. Læknirinn og sálfræðingur-
inn voru ekki ætíð á fundunum, og stjórnaði
þá hjúkrunarkona hópnum. Sjúklingar eru all-
an tímann í sama hópi, en skipta um verkefni
mánaðarlega.
„Húshópurinn“ hjálpast að við hreingern-
ingu, uppþvott o. fl. á deildinni. „Framleiðslu-
hópurinn“ hefur samvinnu um að búa til ýmsa
hluti, sem seldir eru mánaðarlega til að standa
straum af sameiginlegum útgjöldum, t. d. vegna
ferðalaga og skemmtana. „Félagshópurinn“
fannst mér athyglisverðastur. Verkefni hans
var að skipuleggja ferðir og hátíðahald deildar-
innar. Auk þess er honum ætlað að setja sam-
an skemmtidagskrá, t. d. söng, spil eða upplestur
til flutnings í deildum aldraðra. Þegar dagskrá-
in er fullgerð, bakar hópurinn kökur, fer síðan
í heimsókn í deild aldraðra, framreiðir þar
kaffi og kökur og heldur uppi skemmtun. Mér
fannst þessi framtakssemi mjög lofsverð. Mér
var sagt, að það fengi á suma sjúklingana 1
hópnum að fara í heimsóknir á deildir hinna
öldruðu, en almennt var álitið mjög gagnlegt
fyrir sjúklingana að kynnast högum eldra fólks-
ins í sjúkrahúsinu. 1 fjórða lagi var „mótun-
arhópurinn", þar sem sjúklingar gátu valið milli
leirmunagerðar, smíða, vefnaðar o. s. frv. og
búið til muni fyrir sjálfa sig.
Eins og í Ullevál var mikið um fundi hjá
starfsfólki og sjúklingum og einnig starfsliðs-
fundir.
Mér virtist meiri ró og hlýja ríkjandi yfir
öllu í Lien heldur en í Ullevál. Aðalástæðan er
ef til vill sú, að dvalartími sjúklinga í Lien er
ekki takmarkaður við þrjá mánuði hið mesta
eins og í Ullevál. Samvinna starfsliðsins í Lien
var með ágætum og sjúklingunum var ekki
þröngvað til neins, sem þeir höfðu ekki fallist
á fyrir fram.
Á Dikemark hafði ég einnig tækifæri til að
heimsækja deildir, sem reknar voru á hefð-
bundinn hátt, og líka deildir fyrir aldraða.
Ef ég á að meta árangurinn af dvöl minni
í Ullevál og Dikemark, verð ég að viðurkenna,
að ég er ekki „snúin til trúar“ á samfélagslækn-
ingar. Að nokkru leyti gæti það stafað af því,
að margir fundir á stuttum tíma gerðu mér örð-
ugt að gera mér fulla grein fyrir viðhorfinu
gagnvart sjúklingunum. Ennfremur er alltaf
erfitt að vera nýliði í hópi. En vissulega er
margt að læra og sumt af því gætum við tekið
upp. Ég nefni hér nokkur atriði:
1. Við ættum að koma á sameiginlegum fund-
um starfsliðs og sjúklinga í fleiri deildum
en gert er. Ég held, að allir geðsjúklingar,
að undanskildum þeim ellisjúku, geti notið
ánægju og haft gagn af slíkum samkomum.
2. Við verðum að gera okkur far um að leggja
með þessum fundum aukna ábyrgð á herðar
sjúklingunum. Við geðhjúkrunarkonur höf-
um árum saman svipt sjúklinga okkar sjálf-
ræði. Sjúklingarnir eru færir um að leysa
af hendi miklu fleiri verkefni en við felum
þeim, það sjáum við t. d. í ferðalögum.
3. Við eigum að leitast við að halda fleiri fundi
deildarstarfsliðs og annarra starfshópa og
ræða þar opinskár um samstarfsvandamál,
sem kunna að vera fyrir hendi í deildinni.
Ljóst er, að menn geta ekki fengist við geð-
sjúklinga án góðrar samvinnu starfsliðsins.
4. Geðræn vandamál ná oft til heillar fjölskyldu.
Við þurfum að gera okkur það ljósara en
raun ber vitni og gera meira að því að blanda
fjölskyldum sjúklinganna í meðferð þeirra.
5. Marga sjúklinga væri vafalaust hægt að með-
höndla á göngudeild með hjálp geðhjúkrun-
arkonu. Ég held, að við gætum sparað sjúkl-
ingum og þjóðfélagi hluta sjúkrahúsvistar-
innar með því að ræða við sjúklingana, áður
en þeir leggjast inn, og meta þörf á vist í
sj úkrahúsi.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 123