Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Page 42

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Page 42
Lecitinemœlingar í legvatni og liósameðferð gegn gufu hjá nýburðum Gunnar Biering, barnalælcnir, skýrir hér frá tveimur nýjungum, sem teknar hafa verið upp í Fæðingardeild Landspítalans. Áður birt í Læknanemanum, 3. tölubl. 1973. Membrana hyalinisata í lungum nýburða er ein alvarlegasta afleiðingin af fæðingu fyrir tímann. Þessu sjúkdómsástandi fylgja öndunar- örðugleikar (respiratory distress syndrome — RDS), sem oft valda dauða barnanna. „Surfact- ant“-vöntun í lungum þeirra veldur því, að of- angreind himna myndast innan á alveoli. Fos- folipid (einkum lecitine) í legvatni eiga upptök sín í „surfactant" fósturlungnanna, og magn þeirra í legvatninu stendur því í beinu sambandi við „surfactant“-myndun lungnanna. Endur- teknar legvatnsathuganir hafa sýnt, að lecitine- magnið eykst ört við 34.—36. viku meðgöngu. Mælingar á fosfolipidum í legvatni geta því gefið haldgóðar upplýsingar um þroska og starf- hæfni fósturlungnanna. Þýðing legvatnsmælinga er því augljós, þegar ákveðin er framköllun fæðingar fyrir tímann. Tvær rannsóknaraðferðir hafa komið fram á sjónarsviðið í þessl skyni: 1. Bein mæling á lecitine-magni legvatns- ins (Turnbull). Mælist lecitine-magnið minna en 3.5 mg per 100 ml af legvatni, eru verulegar hættur á RDS eftir fæðinguna. Reynist lecitine- magnið meira en 4 mg per 100 ml, eru í flest- um tilfellum litlar hættur á öndunarörðugleik- um hjá börnunum. Þessi rannsókn er nákvæm en tímafrek (7 klst.). 2. Lecitine/sphingomyeline hlutfallið í leg- vatni (Gluck). Þetta hlutfall er nokkuð jafnt framan af meðgöngunni, en breytist ört, þegar lungun taka að mynda „surfactant“ í nægilegu magni þannig, að lecitine eykst, en sphingomye- line minnkar. Öndunarörðugleikar sjást sjaldan eftir fæðinguna, þegar lecitine/sphingomyeline hlutfallið er orðið meira en 2/1. Þessi rannsókn tekur um tvær klst. og er ef til vill ekki jafn- nákvæm og hin fyrri. Legvatnsrannsóknir af þessu tagi eru nú að hefjast við Landspítalann, og bindum við mikl- ar vonir við þær. Framh. á bls. 145. GESTATION (woeks) Hg. I. Mran c»nccnira|ións in anmiotii fluid t.f tlin aml lcritliin tluring ••rsi.uion. Thc ai uic risc in lccitliin ai 1:'» wci-ks maiL j.»i!:.iun.iry niaimiiy. 140 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.