Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 42

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 42
Lecitinemœlingar í legvatni og liósameðferð gegn gufu hjá nýburðum Gunnar Biering, barnalælcnir, skýrir hér frá tveimur nýjungum, sem teknar hafa verið upp í Fæðingardeild Landspítalans. Áður birt í Læknanemanum, 3. tölubl. 1973. Membrana hyalinisata í lungum nýburða er ein alvarlegasta afleiðingin af fæðingu fyrir tímann. Þessu sjúkdómsástandi fylgja öndunar- örðugleikar (respiratory distress syndrome — RDS), sem oft valda dauða barnanna. „Surfact- ant“-vöntun í lungum þeirra veldur því, að of- angreind himna myndast innan á alveoli. Fos- folipid (einkum lecitine) í legvatni eiga upptök sín í „surfactant" fósturlungnanna, og magn þeirra í legvatninu stendur því í beinu sambandi við „surfactant“-myndun lungnanna. Endur- teknar legvatnsathuganir hafa sýnt, að lecitine- magnið eykst ört við 34.—36. viku meðgöngu. Mælingar á fosfolipidum í legvatni geta því gefið haldgóðar upplýsingar um þroska og starf- hæfni fósturlungnanna. Þýðing legvatnsmælinga er því augljós, þegar ákveðin er framköllun fæðingar fyrir tímann. Tvær rannsóknaraðferðir hafa komið fram á sjónarsviðið í þessl skyni: 1. Bein mæling á lecitine-magni legvatns- ins (Turnbull). Mælist lecitine-magnið minna en 3.5 mg per 100 ml af legvatni, eru verulegar hættur á RDS eftir fæðinguna. Reynist lecitine- magnið meira en 4 mg per 100 ml, eru í flest- um tilfellum litlar hættur á öndunarörðugleik- um hjá börnunum. Þessi rannsókn er nákvæm en tímafrek (7 klst.). 2. Lecitine/sphingomyeline hlutfallið í leg- vatni (Gluck). Þetta hlutfall er nokkuð jafnt framan af meðgöngunni, en breytist ört, þegar lungun taka að mynda „surfactant“ í nægilegu magni þannig, að lecitine eykst, en sphingomye- line minnkar. Öndunarörðugleikar sjást sjaldan eftir fæðinguna, þegar lecitine/sphingomyeline hlutfallið er orðið meira en 2/1. Þessi rannsókn tekur um tvær klst. og er ef til vill ekki jafn- nákvæm og hin fyrri. Legvatnsrannsóknir af þessu tagi eru nú að hefjast við Landspítalann, og bindum við mikl- ar vonir við þær. Framh. á bls. 145. GESTATION (woeks) Hg. I. Mran c»nccnira|ións in anmiotii fluid t.f tlin aml lcritliin tluring ••rsi.uion. Thc ai uic risc in lccitliin ai 1:'» wci-ks maiL j.»i!:.iun.iry niaimiiy. 140 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.